Ský - 01.08.2007, Side 60
60 ský
Íslenski markaðurinn hefur tekið stökkbreytingum undanfarin ár. Sameining Kauphallar Íslands við
OMX er síðasta stóra skrefið sem var
stigið. Þórður Friðjónsson, forstjóri OMX
Nordic Exchange á Íslandi, svarar nokkrum
spurningum í tilefni þess að frekari
breytingar á starfseminni eru í vændum.
Hvers vegna sameinaðist Kauphöllin
OMX í lok síðasta árs?
„Við vorum einfaldlega að svara kalli
tímans. Íslenski markaðurinn hefur tekið
gríðarlegum breytingum á undanförnum
árum. Til marks um það má nefna
nokkur mikilvæg atriði í þróun hlutabréfa-
markaðarins á árunum 2001-2006. Á
Fyrirtæki morgundagsins
OmX nordic exchange á Íslandi:
Þórður Friðjónsson, forstjóri OMX Nordic Exchange á Íslandi, er þeirrar skoðunar að sameining OMX og Nasdaq feli í sér
mikil tækifæri til að efla íslenska markaðinn enn frekar.
þessu fimm ára tímabili sexfaldaðist
markaðsvirði skráðra fyrirtækja, fór úr 55%
af landsframleiðslu í 230%. Veltan jókst
fimmtánfalt, hlutabréfaverð hækkaði um
350% og fjöldi fyrirtækja fór úr 75 í 25
en markaðsvirði þeirra jókst að meðaltali
um 1700%. Í kjölfar þessara stórfelldu
breytinga, sem líklega eiga sér ekki hliðstæðu
annars staðar í heiminum á jafnskömmum
tíma, gerðu markaðsaðilar kröfu um meiri
og alþjóðlegri þjónustu en lítil staðbundin
kauphöll gat veitt.“
Hver er ávinningurinn af sameiningunni?
„Ávinningurinn felst í alþjóðavæðingu
markaðarins hér heima. Sýnileiki íslenskra
félaga á erlendum vettvangi eykst stórlega
og öll upplýsingagjöf á greiðari aðgang
að margfalt fleiri fjárfestum en áður. Við
bætist að sameiningin gerði okkur kleift
að stofna afleiðumarkað á Íslandi og verða
hluti af First North markaði OMX, sem er
markaður fyrir vaxandi fyrirtæki - „fyrirtæki
morgundagsins“ eins og við höfum gjarnan
kallað þau.“
Eru áhrifin af sameiningunni farin að
koma í ljós?
„Áhrifin hafa birst skýrt í breytingum
á umgjörð markaðarins, m.a. eru
íslensku fyrirtækin nú á sameiginlegum
lista með öðrum norrænum félögum,
markaðsupplýsingar eru hluti af vöruframboði
OMX í heild, First North hefur verið komið
Texti: Hrund Hauksdóttir