Breiðholtsblaðið - 01.01.2007, Side 13

Breiðholtsblaðið - 01.01.2007, Side 13
13BreiðholtsblaðiðJANÚAR 2007 Það eru nýliðin áramót. Það eru viss kaflaskil, tímamót. Gleðilegt ár, kæru lesendur, megi þetta barn, þessi hvítvoðungur, sem nýja árið er, verða okkur öllum til blessunar og heilla um leið og við í auðmýkt þökkum það liðna, þökkum það góða sem það færði okkur um leið og við reynum, með Guðs hjálp að sætta okkur við þau áföll og sárs- auka sem það kann að hafa skilið eftir. Áramót er oft tími heitstreng- inga og fyrirheita um að taka upp breytta og jákvæðari lífshætti, tími til að marka nýtt upphaf, nýtt tækifæri til að setja sér ný markmið, taka upp jákvæðari lífs- stefnu. Mér fannst forseti Íslands ítreka með smekklegum hætti í nýársávarpi sínu hve fjölskyldulíf og samvistir við börn okkar eigi nú erfiðara uppdráttar en fyrr. Forsetinn spurði hvort samfélag okkar sé í raun eins barnvænt og við höfum talið. Ýmsar rann- sóknir benda til þess að svo sé ekki. Veröldin og heimurinn sem börnin okkar kynnast mótast um of af harðneskju og upplausn, að foreldrum sé ekki gert kleift að eiga lengri samverustundir með börnum sínum vegna langs vinnudags og erils. Þessi mál eru sannarlega tímabært að íhuga, hvernig við sinnum og ölum upp börnin okkar, hvaða vegarnesti og gildi við innrætum þeim til að þau verði hamingjusamir þjóðfé- lagsþegnar. Okkur hættir nefnilega svo oft til að taka ekki svona athuga- semdir til okkar. Forsetinn átti við hina, segjum við. Hjá mér er allt í lagi en það er eitthvað að í uppeldinu hjá hinum! En öll þurfum við að skoða eigið líf og lífsstefnu. Og við þurfum sannar- lega að íhuga hvaða gildi og sið- ferði við viljum innræta börnum okkar og láta þau tileinka sér. Við, fullorðna fólkið, erum fyrir- myndir barnanna og uppvaxandi kynslóðar. Undan því fáum við ekki flúið. Börnin okkar tileinka sér þau gildi og það siðferði sem við sjálf byggjum á. Því þurfum við að vanda okkur, sýna stað- festu og ákveðni um leið og við erum reiðubúin að hlusta og leið- beina í kærleika. Á nýársnótt s.l. urðu tveir pilt- ar fyrir tilefnislausri líkamsárás í miðborginni, annar svo hættu- legri að líklegt er að af hljótist varanlegt heilsutjón. Þeir þrír piltar sem ódæðið frömdu fund- ust ekki í fyrstu en myndir af þeim náðust á myndavél og voru óljósar myndir af þeim birtar í fjölmiðlum. Skömmu síðar var okkur sagt í fréttum að þeir sem voðaverkin frömdu hefðu gefið sig fram við lögreglu vegna þess að foreldrar þeirra hefðu þekkt þá af myndunum, talað um fyr- ir þeim og hvatt þá til að gefa sig fram. Og það gerðu þeir. Mér finnst ástæða til þess að vekja athygli á staðfestu og gildismati foreldra þessara ógæfupilta. Ég tel það bera vott um þroskað gildismat og sterkt siðferði að láta börn sín og unglinga standa ábyrg gjörða sinna og játa það sem rangt er gert. Með því gáfu þau börnum sínum skýr skila- boð um ábyrgð og afleiðingar. Um svipað leyti las ég aðra frétt í blaði um að lögreguluþjónar hefðu tekið ungan ökuníðing í 5. eða 6. skipti á skömmum tíma fyrir glæfraakstur. Og lögreglan kvartaði yfir því að annað for- eldri unglingsins hefði í þessu til- felli talið lögregluna leggja barn sitt í einelti. Hann væri góður ökumaður og ekkert óeðlilegt að hann æki á 120 til 140 km hraða á klst. þar sem aðstæður væru góð- ar á þjóðvegum landsins! Hvaða skilaboð og fyrirmynd er slíkt foreldri sem réttlætir lögbrot fyr- ir barni sínu, hvaða lífsgildi felur það í sér að réttlæta lögbrot og glannaskap gagnvart sjálfum sér og öðrum? Við sem fullorðin erum eigum að setja okkur hin innri mark- mið, gefa gaum gildum okkar, skerpa þau góðu gildi lífs okkar, hin trúarlegu gildi um það að okkur kemur annað fólk við og þá ekki síst börnin okkar og við erum ábyrg eigin gjörða. Eigum við ekki að muna að við erum fyrirmyndir - vonandi góðar fyr- irmyndir? Þegar við heyrum frá- sagnir af hættulegri hegðan unga fólksins eigum við að spyrja okk- ur sjálf: Hvernig fyrirmynd er ég í svona máli, ef þetta væri mitt barn? Hver eru mín lífs- og sið- ferðisgildi sem ég vil að barnið mitt tileinki sér? Hugsum um það, ekki bara á nýju ári, heldur alltaf. TIL UMHUGSUNAR Eftir séra Svavar Stefánsson Erum við góðar fyrirmyndir? Öflugt unglingastarf RKÍ í Mjóddinni Í hverri viku, á miðvikudög- um, hittist hópur unglinga í ung- lingastarfi Rauða kross Íslands í Mjóddinni. Þar vinna þau að fjölbreytilegum verkefnum sem tengjast starfi Rauða krossins. Þannig gefst þeim tækifæri til að láta gott af sér leiða, kynnast starfsemi Rauða krossins og fá allskonar gagnlega og skemmti- lega fræðslu um leið. Á meðal þess sem hópurinn hef- ur tekið sér fyrir hendur er að búa til og dreifa rauðum borðum á alþjóðlega Alnæmisdaginn. Líka hafa verið búin til jólakort sem hafa verið send eldri borgurum sem eiga ekki fjölskyldu og eru ein- mana. Þjálfun í skyndihjálp er líka hluti af fjölbreyttu starfi. ,,Fundirn- ir eru mjög fjölbreyttir, stundum koma sendifulltrúar sem hafa ver- ið við hjálparstarf í öðrum lönd- um og segja okkur hvernig lífið og hjálparstarfið gengur fyrir sig þar, stundum er farið í einhverjar vettvangsferðir og stundum er bara slakað á og spjallað saman yfir pizzusneið” segir Sóley Björk Stefánsdóttir verkefnastjóri ung- lingastarfsins. ,,Ferðalög eru hluti af starfi hópsins og stefnt er á að fara í helgarferð í Alviðru í Ölfusi í lok febrúar. Það verður lagt af stað á laugardegi og komið heim á sunnudegi og tíminn notaður til að kynnast áherslum Rauða krossins, æfa skyndihjálp og leysa allskonar verkefni ásamt auðvitað kvöldvöku og öðrum skemmtiat- riðum” bætir Sóley við. Hópurinn samanstendur af unglingum úr 8., 9. og 10. bekk sem hittast á hverjum miðviku- degi klukkan 17-19 í sal þjónustu- miðstöðvar Reykjavíkurborgar, Álfabakka 12, í Mjóddinni. ,,Það eru allir unglingar á þessum aldri velkomnir og alltaf skemmti- legt að fá fleiri í starfið og um að gera að hafa samband við okkur til dæmis með að hringja 545 0407 eða senda tölvupóst á soley@redcross.is, ef einhvern langar til að vera með”. Frá unglingastarfi RKÍ í Mjóddinni í Breiðholti.

x

Breiðholtsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.