Fréttablaðið - 05.11.2015, Side 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 5 9 . t ö l u b l a ð 1 5 . á r g a n g u r f i M M t u d a g u r 5 . n ó v e M b e r 2 0 1 5
Fréttablaðið í dag
skoðun Opið bréf til forstjóra
Landspítalans. 26
sport Glódís Perla átti frábært
fyrsta ár í atvinnumennsku.
30-32
Menning Dansarar líkja eftir-
flugeldum í Borgarleikhúsinu. 52
lÍfið Fræðsludagskrá fyrir
listamenn verður á Airwaves-
hátíðinni. 64
plús 2 sérblöð l fólk l lÍfið
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015
Opið til
kl. 21
orkuMál Verkefnastjórn ramma-
áætlunar hefur ákveðið að Kjal-
ölduveita, nýr virkjunarkostur
Landsvirkjunar, verði ekki metinn
í vinnu við 3. áfanga áætlunarinn-
ar. Kjalölduveita sé aðeins önnur
útfærsla af Norðlingaölduveitu og
flokkist því beint í verndarflokk án
umfjöllunar.
Landsvirkjun unir þessari niður-
stöðu ekki og hefur tekið málið
upp við umhverfis- og auðlinda-
ráðuneytið. „Við teljum í raun
að þessi afgreiðsla stangist á við
lög og höfum mótmælt henni við
umhverfisráðherra,“ segir Hörður
Arnarson, forstjóri fyrirtækisins.
– shá / sjá síðu 10
Kjalölduvirkjun
beint í vernd
MIÐNÆTUR
SPRENGJA
Kynntu þér frábær
tilboð frá verslunum
og veitingastöðum
inni í blaðinu
sveitarstjórnarMál Fimm ára
áætlun Reykjavíkurborgar gerir
ráð fyrir að A-hluti borgarsjóðs
verði rekinn með halla allt til árs-
ins 2020. Það stefnir í 13 milljarða
halla hjá borgarsjóði á þessu ári.
Allt stefnir í að halli verði á rekstri
fjögurra stærstu sveitarfélaga lands-
ins á árinu.
Þegar skuldir sveitarfélaga á
hvern íbúa eru skoðaðar sést að
Reykjavík sker sig nokkuð úr. Þegar
fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna
eru bornar saman sést að Akureyri,
Kópavogur og Hafnarfjörður skulda
í kringum 1,2 til 1,5 milljónir króna
á hvern íbúa. Hins vegar skuldar
borgarsjóður rúmlega tvær millj-
ónir á hvern íbúa.
Halldór Halldórsson, oddviti
sjálfstæðismanna í borgarstjórn,
segir stöðu borgarsjóðs grafalvar-
lega. „Reka á aðalsjóð með halla
til ársins 2020 en láta eignasjóð
borgarinnar dekka tapreksturinn.
Miðað við hvernig gengið hefur
að halda áætlunum hefur maður
áhyggjur af stöðu borgarinnar,“
segir Halldór.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjar-
stjóri Kópavogs, segir allar líkur á
að reksturinn í ár verði neikvæður
vegna nýs starfsmats og hækkandi
lífeyrisskuldbindinga. Hann telur
einnig að næsta rekstrarár verði
erfitt öllum sveitarfélögum.
„Samkvæmt útreikningum okkar
verður næsta ár í járnum og það
verður það hjá mörgum sveitar-
félögum. Það eru allar sveitarstjór-
nir í dag að kvarta yfir stöðunni.
Laun bæjarstarfsmanna hækka
meira en útsvarstekjur sveitar-
félaga,“ segir Ármann.
Sömu sögu er að segja af Hafnar-
firði og Akureyri en gert er ráð fyrir
sambærilegum hagnaði í sveitar-
félögunum á árinu 2016. Gert er
ráð fyrir 750 milljóna króna halla á
rekstri Hafnarfjarðar og munu bæj-
aryfirvöld fara í miklar aðhaldsað-
gerðir á næsta ári. – sa, sg / sjá síðu 12
Höfuðborgin skuldar
nú mest á hvern íbúa
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkurborgar ætlar að reka A-hluta borgar-
sjóðs með halla næstu fimm árin. Hallarekstur verður hjá fjórum stærstu sveitar-
félögunum í ár. Reykjavíkurborg skuldar nú yfir tvær milljónir króna á íbúa.
Miðað við hvernig
gengið hefur að
halda áætlunum hefur
maður áhyggjur af stöðu
borgarinnar
Halldór Halldórsson,
oddviti sjálfstæðis-
manna í borgar-
stjórn
Samkvæmt útreikn-
ingum okkar verður
næsta ár í járnum og það
verður það hjá mörgum
sveitarfélögum.
Ármann Kr. Ólafs-
son, bæjarstjóri
Kópavogs.
lÍfið Airwaves-hátíðin er fyrir löngu
búin að festa sig í sessi sem árlegur við-
burður í menningarlífi Íslendinga. Er
mál manna að hátíðin sé ekki aðeins
tónlistarveisla heldur einnig okkar
eigin tískuvika, sem einkennist af fimm
dressum sem geta höndlað ískulda á
sama tíma og ofsahita tónleikarýma.
„Mikilvægast er að vera í góðum
skóm,“ segir Ósk Gunnarsdóttir, einn
álitsgjafanna þaulreyndu sem fara yfir
hvað skal hafa í huga þegar fatnaður er
valinn fyrir þessa fimm daga þegar allra
veðra er von. – ga / sjá síðu 56
Skórnir lykillinn
að Airwaves
kjaraMál Fulltrúar Skólastjóra-
félags Íslands og samninganefndar
Sambands íslenskra sveitarfélaga
skrifuðu undir nýjan kjarasamning
hjá ríkissáttasemjara í gærkvöld.
„Ég er sátt við útkomuna,“ segir
Svanhildur María Ólafsdóttir, for-
maður Skólastjórafélagsins.
Inga Rún Ólafsdóttir, sviðsstjóri
kjarasviðs Sambands íslenskra
sveitarfélaga segir á sjöunda tug
samninga sveitarfélaganna ólokið.
„Við erum rétt að byrja, eigum eftir
sextíu og þrjá samninga.“ - óká, kbg
Skólastjórar
sömdu í gær
Flókið verk „Nú er staðan sú að við vorum byrjaðir að dæla og það gekk vel þar til gluggi brotnaði og gaf sig. Nú erum við að vinna í því að loka fyrir
gluggann og þétta upp á nýtt svo við getum haldið áfram dælingu,“ sagði Sigurður Stefánsson, eigandi Köfunarþjónustu Sigurðar, rétt áður en Frétta-
blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Hann vonaðist til þess að Perla kæmist á flot síðar um kvöldið eða nóttina. Fréttablaðið/GVa
0
6
-1
1
-2
0
1
5
0
9
:3
6
F
B
0
7
2
s
_
P
0
7
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
D
6
-1
9
E
C
1
6
D
6
-1
8
B
0
1
6
D
6
-1
7
7
4
1
6
D
6
-1
6
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
7
2
s
_
4
1
1
2
0
1
5
C
M
Y
K