Fréttablaðið - 05.11.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 05.11.2015, Blaðsíða 2
Safna fötum fyrir flóttafólkVeður Austan og suðaustan 8-15 m/s, en allt að 20 m/s við suður- og suðausturströndina í dag. Rigning um landið sunnan- og vestanvert, en úrkomuminna um landið norðaustanvert. Hiti 3 til 8 stig. Sjá Síðu 36 Kringlan / 588 2300 Vi nn us to fa n Fa rv i / / 11 15 viðSkipti Icelandair hættir að kaupa eldsneyti af N1 þegar samningur rennur út á gamlársdag. Þetta kemur fram í árshlutauppgjöri N1 fyrir þriðja fjórðung. Icelandair hyggst semja við Skeljung. Staðfestir Valgeir Baldursson, forstjóri Skeljungs, að viðræður standi yfir. Í árshlutauppgjöri N1 segir að tekjur félagsins af viðskiptum við Icelandair á fyrstu 9 mánuðum ársins hafi verið 9,2 milljarðar króna af 39,3 milljarða heildarsölu N1. Áhrif þessara viðskipta við Icelandair á EBITDA félagsins eru þó sögð óveruleg. – jhh N1 missir sölu til Icelandair NýSköpuN „Mér fannst vanta nýjar leiðir til þess að fyrirbyggja lífsstíls­ tengda sjúkdóma áður en skaðinn er skeður,“ segir Tryggvi Þorgeirsson læknir, lýðheilsufræðingur og einn stofnandi íslensk­sænska fyrirtækisins Sidekick Health. Á dögunum gerði Massachussetts General­spítalinn í Boston samning við fyrirtækið um að nota heilsueflandi leik fyrirtækisins, Sidekick, til rann­ sóknar á lífsstílsinngripi fyrir sjúklinga sína. Þá er fyrirtækið einnig í samstafi við sérfræðinga í háskólunum MIT og Harvard í Boston. „Spítalinn hefur margoft verið val­ inn besti spítali Bandaríkjanna og því er það mikill heiður fyrir starfsfólk Sidekick að hafa verið valið til þessa verks,“ segir Tryggvi og útskýrir að um ræði leikjavædda heilsueflingu sem fólk geti hlaðið niður á síma og spjald­ tölvur. Tryggvi útskýrir að Sidekick sé ein­ föld leikjavædd lausn sem gerir heilsu­ eflingu skemmtilega og aðgengilega til að ná fram varanleagum lífsstílsbreyt­ ingum. „Langvinnir lífsstílstengdir sjúkdómar, svo sem áunnin sykursýki og hjarta­og æðasjúkdómar, valda 86 prósentum af dauðsföllum í Evrópu. Langstærsti útgjaldaliðurinn hjá heil­ brigðiskerfinu í dag fer í að bregðast við vandanum eftir að skaðinn er skeður og er þessi lausn sett fram til þess að fyrirbyggja sjúkdómana áður.“ Þá segir Tryggvi að aðferðafræði Sidekick­lausnarinnar byggist á sterkum vísindagrunni. „Til dæmis eru þrjár doktorsrannsóknir í gangi núna í tengslum við lausnina. Rann­ sóknirnar eru í samstarfi við aðila frá Háskóla Íslands, Landspítalanum, Karolinska Institutet í Stokkhólmi, Harvard og MIT.“ Hann segir lausnina einnig nýtast fyrirtækjum sem vilji bæta heilsu starfsmanna sinna. Starfs­ menn fá þá aðgang að snjallsímalausn Sidekick sem meðal annars inniheldur heilsutengda leiki og keppni milli starfsmanna. Sæmundur Oddsson læknir er annar stofnandi Sidekick ásamt Tryggva, en fyrirtækið var stofnað árið 2013. „Sæmundur var þá læknir í Svíþjóð á einu stærsta sjúkrahúsi í Evrópu og fann fyrir því hve mikið vantaði lausnir til að fyrirbyggja og meðhöndla lífsstíls tengda kvilla.“ Hjá fyrirtækinu starfa ellefu manns, meðal annars læknar, sálfræðingur, lýðheilsufræðingur, verkfræðingar og forritarar. „Þetta er ótrúlega öflugt teymi og þess vegna höfum við náð svona langt.“ Sidekick hefur þegar fengið fjár­ mögnun upp á nokkur hundruð milljónir króna í gegnum erlenda fjár­ festingu og styrki, meðal annars frá Tækniþróunarsjóði. nadine@frettabladid.is Samningur við besta spítala Bandaríkjanna Tryggvi Þorgeirsson er annar stofnenda íslensk-sænska nýsköpunarfyrirtækis- ins Sidekick Health sem hefur samið við Massachusetts General-spítala um notkun á heilsueflandi leik til rannsóknar á lífsstílsinngripi fyrir sjúklinga. Leikurinn Sidekick er einföld leikjavædd lausn sem gerir heilsueflingu aðgengilega til að ná fram varanlegum lífsstílsbreytingum. FréttabLaðið/anton brink n1 seldi flugvélabensín fyrir 9 milljarða á níu mánuðum. FréttabLaðið/VaLLi MeNNtuN Menntamálastofnun hefur birt niðurstöður úr sam­ ræmdum könnunarprófum í íslensku, stærðfræði og ensku fyrir 10. bekk sem haldin voru í septem­ ber. Munur á milli meðaltala normal­ dreifðra einkunna í íslensku og stærðfræði eykst milli ára á milli höfuðborgarsvæðis og lands­ byggðar. Munurinn milli höfuð­ borgarsvæðis og landsbyggðar kemur enn skýrar fram í hlutfalli einstakra einkunna. Þannig er hlutfall þeirra nemenda sem fengu A á höfuðborgarsvæðinu verulega hærra en á landsbyggðinni. Þetta á við í öllum fögum. Í Reykjavík fengu til að mynda 9,7 prósent hæfnisein­ kunnina A í íslensku en aðeins 3,5 prósent í Suðurkjördæmi. Menntamálastofnun telur mikil­ vægt að bregðast við muninum á námsárangri milli höfuðborgar­ svæðis og landsbyggðar. – kbg Fáir fá A á landsbyggðinni Mér fannst vanta nýjar leiðir til þess að fyrirbyggja lífsstílstengda sjúkdóma áður en skaðinn er skeður Tryggvi Þorgeirsson, læknir og lýðheilsu- fræðingur BretlANd Í yfirlýsingu sem skrif­ stofa Davids Cameron, forsætis­ ráðherra Bretlands, sendi frá sér í gær er skýrt hvers vegna flugferðir breskra ferðalanga til Sínaískaga hafa verið stöðvaðar. Sprengja gæti hafa grandað rússnesku flugvélinni og því þurfi að gæta fyllstu varúðar. „Eftir því sem fleiri upplýsingar koma í ljós aukast áhyggjur okkar af því að flugvélinni gæti hafa verið grandað með sprengju,“ segir í til­ kynningunni. – kbg Vélin gæti hafa verið sprengd David Cameron.. Fréttablaðið/Stefán Fatasöfnun fyrir flóttafólk á grísku eyjunni Lesbos fer nú fram á leikskólanum Sælukoti. Síðasti dagur söfnunarinnar er föstudagurinn 6. nóvember en söfnunin hefur gengið afar vel. Mikið af hlýjum fatnaði, flís og ull, teppum og alls konar barnafatnaði hefur borist. Flutningsmiðlunarfyrirtækið FRAKT ætlar að leggja málefninu lið með því að standa straum af sendingarkostnaði við það sem safnast. FréttabLaðið/anton 5 . N ó v e M B e r 2 0 1 5 F i M M t u d A G u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t A B l A ð i ð 0 6 -1 1 -2 0 1 5 0 9 :3 6 F B 0 7 2 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 D 6 -1 E D C 1 6 D 6 -1 D A 0 1 6 D 6 -1 C 6 4 1 6 D 6 -1 B 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 4 1 1 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.