Fréttablaðið - 05.11.2015, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 05.11.2015, Blaðsíða 4
Mannréttindi „Ég get því miður ekki gefið upplýsingar um einstök mál. Mér sýnist að eins og er sé um 5-6 mánaða bið eftir niðurstöðu á hælismálum hjá okkur frá því að gögn um kæruna berast okkur,“ segir Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður kærunefndar  útlendingamála, um stöðu fjölskyldna frá Sýrlandi og Albaníu sem hafa kært úrskurð Útlendingastofnunar. „Við reynum hins vegar að taka fjölskyldur framar í röðina þar sem við lítum svo á að fjölskyldur séu í viðkvæmari stöðu en umsækjendur um alþjóðlega vernd almennt.“ Hjörtur segir nefndina skoða öll gögn sem Útlendingastofnun byggði sína niðurstöðu á og hún afli auk þess gagna sjálf. „Þau gögn sem nefndin aflar eru aðallega frá mannréttindasam- tökum og samtökum sem vinna að málefnum hælisleitenda og flótta- manna. Þá skoðum við skýrslur sem stjórnvöld í öðrum löndum hafa unnið um stöðu hælisleitenda og rétt þeirra til alþjóðlegrar verndar. Við höfum einnig leitað talsvert til Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna en sú stofnun hefur verið mjög hjálpleg við að finna upplýs- ingar um aðstæður í löndum þar sem þróunin er mjög hröð,“ segir Hjörtur. Hælisleitendur og talsmenn þeirra hafa tækifæri til að koma fyrir nefnd- ina og skýra mál sitt betur. „Og geta við það tækifæri útskýrt atriði sem ekki hafa komið fram áður og skýrt betur atriði sem kunna að vera óljós í greinargerðum þeirra eða öðrum skriflegum gögnum.“ – kbg Hálfs árs bið eftir niðurstöðu kærunefndar útlendingamála Telati-fjölskyldan þarf að bíða í nokkra mánuði enn í óvissu. FréTTablaðið/GVa Við lítum svo á að fjölskyldur séu í viðkvæmari stöðu en um- sækjendur um alþjóðlega vernd almennt Hjörtur Bragi Sverrisson, formaður kæru- nefndar útlendingamála Viðskipti Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir vaxta- hækkun Seðlabankans hafa komið mönnum í opna skjöldu. Seðla- bankastjóri hafði ekki fyrr til- kynnt um ákvörðun bankans um að hækka stýrivexti um 0,25 pró- sent en mikil læti urðu á markaði. Hlutabréfaverð tók dýfu en það jafnaði sig að miklu leyti þegar líða tók á daginn. Skuldabréfin lækkuðu hins vegar mun meira og hafa ekki lækkað meira á árinu. Þar voru við- skipti fyrir 31 milljarð, en það hefur ekki gerst síðan 2013. – kbg Versti dagurinn dóMsMál Magnús Ver Magnússon ætlar að áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar. Hinn 16. október dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur ríkið til að greiða Magnúsi 600 þúsund krónur í miskabætur vegna rannsóknar lögreglu á meintri aðild hans að fíkniefnainnflutningi. Mál Magnúsar snýst um tilefnis- lausar símhleranir og hlustanir lögreglu. Hann vonast eftir þyngri dómi. „Það er mikilvægt að ég fái nafn mitt hreinsað vegna þessa máls og að Hæstiréttur sendi skýr skilaboð um að mannréttindabrot, séu alvarleg brot.“ – kbg Áfrýjar til Hæstaréttar Magnús Ver vill hreinsa nafn sitt. FréTTablaðið/VilhelM lögregluMál Tvær kærur hafa verið lagðar fram í nauðgunarmáli sem Fréttablaðið greindi frá í gær að lögreglan hefði til rannsóknar. Tveir karlmenn eru meintir ger- endur í kynferðisbrotamálinu sem sagt er vera gróft. Annar mannanna er á fertugsaldri og er nemandi við frumgreinadeild Háskólans í Reykjavík. Hinn maðurinn er á svipuðum aldri og er ekki nemandi skólans. Tvær skólasystur fyrrgreinds manns eru taldar hafa orðið fyrir grófu kynferðisofbeldi. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins á önnur að hafa orðið fyrir nauðgun af hálfu bekkjar- bróður síns en hin af völdum beggja meintra gerenda. Því er um að ræða tvö atvik þar sem nemandi frumgreinadeildarinnar á að hafa beitt konurnar grófu kynferðis- legu ofbeldi sinn daginn hvorri í október. Í báðum tilvikum eiga meint brot að hafa átt sér stað eftir bekkjar- skemmtanir í miðbæ Reykjavíkur. Fréttablaðið hafði samband við nokkra nemendur sem eru í sama bekk og hlutaðeigandi. Þeir greindu frá því að málið hefði vakið mikinn óhug nemenda og kennara við skólann. Níu dagar á milli Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins átti fyrra atvikið sér stað þann 7. október en þá hitt- ust nemendur á svokölluðu pub quiz á skemmtistaðnum Austur. Umræddur nemandi á það kvöld að hafa nauðgað annarri stúlkunni. Um það mál var ekki upplýst fyrr en seinna atvikið hafði átt sér stað. Síðara atvikið átti sér stað níu dögum síðar en þá hittust bekkjar- félagar á Slippbarnum. Meintir gerendur voru á staðnum en annar mannanna, sem ekki er nemandi við skólann, er starfsmaður Reykja- vík Marina hótelsins, þar sem Slippbarinn er rekinn. Hann var þó ekki á vakt í umrætt skipti. Eiga mennirnir að hafa farið með kon- unni í heimahús í Hlíðunum síðar um kvöldið og hún verið í annar- legu ástandi. Samkvæmt upplýs- ingum frá nemendum leikur grunur á að meintir gerendur hafi byrlað konunni ólyfjan og eiturlyfjum. Þá munu þeir hafa beitt konuna kynferðislegu og öðru líkamlegu ofbeldi. „Málið er til rannsóknar hjá lögreglu og við höfum ekkert um málið að segja. Við tjáum okkur ekki um mál einstakra starfs- manna,“ segir Birgir Guðmunds- son, hótelstjóri Reykjavík Marina, aðspurður. Þolandi mætti ekki í skólann Upp komst um fyrra atvikið, eftir að síðara atvikið hafði átt sér stað. Þolandi í því máli hafði ekki mætt í skólann frá því að meint nauðgun átti sér stað. Lögreglan staðfestir að búið sé að leggja fram kæru í málinu og að til rannsóknar séu kynferðisbrot. „Við verjumst allra frétta af rann- sókninni og getum ekki upplýst neitt frekar um rannsókn málsins en það sem hefur komið fram af okkar hálfu nú þegar,“ segir Árni Þór Sigmundsson yfirlögreglu- þjónn um málið. Forsvarsmenn skólans vildu ekki veita frekari upplýsingar um málið en segja skólann hafi boðið þeim nemendum sem málið snertir alla þá aðstoð sem hann geti veitt. Enn fremur hafi skólinn lagt áherslu á að nám hópsins geti haldið áfram með sem eðlilegustum hætti og að hlutaðeigandi nemendur þurfi ekki að hafa samskipti. Nemendur sem Fréttablaðið tal- aði við sögðu að manninum hefði verið vikið tímabundið úr skól- anum. nadine@frettabladid.is Tvær kærur í nauðgunarmáli Tveir karlmenn eru meintir gerendur í grófu kynferðisbrotamáli sem er til rannsóknar. Annar þeirra er nemandi við Háskólann í Reykjavík og er sagður hafa nauðgað tveimur bekkjarsystrum sínum í október. Starfsmaður Reykjavik Marina er einnig meintur gerandi en bekkjarskemmtun nemenda fór þar fram. Tvær ungar konur sem stunda nám við háskólann í reykjavík urðu samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fyrir grófu kynferðisofbeldi. FréTTablaðið/erNir Málið er til rann- sóknar hjá lögreglu og við höfum ekkert um málið að segja. Við tjáum okkur ekki um mál ein- stakra starfsmanna. Birgir Guðmundsson, hótelstjóri Reykjavík Marina 5 . n ó V e M b e r 2 0 1 5 F i M M t u d a g u r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð 0 6 -1 1 -2 0 1 5 0 9 :3 6 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 7 K _ N Ý. p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 D 6 -3 2 9 C 1 6 D 6 -3 1 6 0 1 6 D 6 -3 0 2 4 1 6 D 6 -2 E E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 4 1 1 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.