Fréttablaðið - 05.11.2015, Blaðsíða 6
Opinber heimsókn til Víetnams
StjórnSýSla Katrín Oddsdóttir lög-
maður fékk í gær þrjár synjanir um
gjafsókn fyrir hælisleitendur. Hún segir
synjanirnar hafa komið stórkostlega á
óvart.
„Þetta er stefnubreyting sem við vitum
ekkert hvaðan kemur,“ segir Katrín en
synjanirnar koma frá gjafsóknarnefnd
og eru undirritaðar af embættismönn-
um innanríkisráðuneytisins. „Ég held
að enginn hafi átt von á þessu. Rauði
kross Íslands kom með þessi mál á
okkar borð því það var talið að um
ranga niðurstöðu væri að ræða og það
þyrfti að taka málið upp fyrir dóm-
stólum.“
Katrín segir hælisleitendur yfirleitt
fá gjafsókn. „Það er ekki alveg undan-
tekningarlaust, en oftast. Enda hafa
þeir engan annan möguleika á að láta
reyna á réttmæti ákvarðana um hvort
beri að senda þá í önnur lönd,“ segir
hún. Synjanir sem um ræðir eigi sam-
eiginlegt að varða hælisleitendur sem
senda á til annars lands á grundvelli
Dyflinnarreglugerðarinnar.
„Eitt af þeim málum sem liggja á
mínu borði er stóralvarlegt. Það varðar
ungan mann sem hefur verið á flótta frá
barnsaldri, er með vottorð frá lækni um
að vera of veikburða og andlega lasinn
til að ferðast og nú á að senda hann
til Ítalíu. Hann mun ekki lifa það af.
Aðstæður á Ítalíu eru skelfilegar og eng-
inn heldur því fram að það sé í lagi að
senda fólk þangað. Innanríkisráðherra
hefur meira að segja haft orð á því.“
Í synjunarbréfunum kemur fram
að ekki þyki tilefni til málshöfðunar.
Katrín bendir á að það sé eingöngu
dómstólsins að ákveða slíkt með
dómsniðurstöðu, en ekki nefndar úti
í bæ. Án gjafsóknar eigi hælisleitendur
engan möguleika á að leita réttar síns.
Þess má geta að það að reka dóms-
mál á Íslandi kostar mörg hundruð
þúsund. Eingöngu þingfestingargjöld
nema tugum þúsunda.
„Allir eiga rétt á að fara með deilu-
mál sín fyrir dómstóla. Það stendur
í stjórnarskránni. Það hefur marg-
oft gerst að hælisleitendur fari með
mál sín fyrir dómstóla og unnið þau.
Ákvarðanirnar eru ekki alltaf taldar
réttmætar og þannig heldur það áfram
að vera. Því er gríðarlega alvarlegt að
búið sé að útiloka einn minnihlutahóp
frá dómstólum í landinu,“ segir Katrín.
erlabjorg@frettabladid.is
Hælisleitendur
fá ekki gjafsókn
Lögmaður segir yfirvöld hafa breytt stefnu sinni án
þess að kynna það formlega og neiti hælisleitendum
um gjafsókn í dómsmálum. Gríðarlega alvarlegt sé
að minnihlutahópur sé útilokaður frá dómstólum.
Rauði kross Íslands
kom með þessi mál
á okkar borð því það var
talið að um ranga niðurstöðu
væri að ræða og það þyrfti að
taka málið upp
fyrir dóm-
stólum.
Katrín Oddsdóttir
lögmaður
Dorrit Moussaieff forsetafrú og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hitta Truong Tan Sang, forseta Víet-
nams, og Mai Thi Hanh, eiginkonu hans, í forsetahöllinni í Hanoí. Þriggja daga opinber heimsókn forsetans
til Víetnams hófst í gær, en í henni tekur einnig þátt Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Þá eru auk
embættismanna með í för forstjórar Hafrannsóknastofnunar og Orkustofnunar auk rektors Háskólans í
Reykjavík. Einnig verður farið til Suður-Kóreu og Singapúr. NordicPhotos/AFP
félagSmál „Markmið göngu gegn
einelti er að stuðla að jákvæðum sam-
skiptum, vekja athygli á mikilvægi vin-
áttu og virðingar og benda á að einelti
er ofbeldi sem ekki verður liðið,“ segir
í tilkynningu frá Kópavogsbæ vegna
eineltisgöngu þar á morgun.
Það verða leik- og grunnskólabörn
sem á morgun ganga gegn einelti í
þriðja sinn. „Gangan eflir samstöðu
og vináttu barna og hefur þannig haft
jákvæð áhrif á skólastarf í bænum.
Með göngunni leggur Kópavogsbær
sitt lóð á vogarskálarnar í baráttunni
gegn einelti,“ segir í tilkynningu
bæjarins. „Yfir átta þúsund tóku þátt
í göngunni í fyrra og voru nemendur,
kennarar og aðrir þátttakendur afar
ánægðir með hvernig til tókst.“ – gar
Skólakrakkar gegn einelti
Frá fyrstu eineltisgöngu skólabarna í
Kópavogi fyrir tveimur árum.
FréttAblAðið/GVA
5 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 f I m m t U D a g U r6 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a ð I ð
0
6
-1
1
-2
0
1
5
0
9
:3
6
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
D
6
-4
6
5
C
1
6
D
6
-4
5
2
0
1
6
D
6
-4
3
E
4
1
6
D
6
-4
2
A
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
7
2
s
_
4
1
1
2
0
1
5
C
M
Y
K