Fréttablaðið - 05.11.2015, Síða 18

Fréttablaðið - 05.11.2015, Síða 18
Ástand heimsins 1. Afgönsk börn sem eru á flótta í eigin landi stilla sér upp fyrir ljósmyndara nærri bráðabirgða- skýli fyrir fólk í þessari stöðu í útjaðri Kabúl í Afganistan í gær. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir um 683 þúsund Afgana hafa verið á flótta í landinu um mitt síðasta ár og telja töluna verða komna í 900 þúsund í lok þessa árs. Fréttablaðið/EPa 2. Flugslysarannsakendur skoða brak Antonov-flutningavélar sem fórst skömmu eftir flugtak nærri alþjóðaflugvellinum í Juba í Suður- Súdan í gær. Fjörutíu eru sagðir hafa farist í slysinu, en af komst einn úr áhöfn vélarinnar auk eins barns. Fréttablaðið/EPa 3. Fatlað fólk tekur þátt í mót- mælum gegn sparnaðaraðgerðum hins opinbera í miðborg Aþenu í Grikklandi í gær. Á fundi fjármála- ráðherra evruríkjanna í Brussel níunda þessa mánaðar stendur til að taka ákvarðanir vegna stöðu Grikklands. Fréttablaðið/EPa 4. Hundruð ísraelskra landtöku- manna byrgðu sig inni í bænahúsi í landtökubyggðinni Givat Ze’ev, norðvestur af Jerúsalem, í gær og hömluðu hermönnum inngöngu. Þá var fallinn úrskurður hæsta- réttar Ísraels um að rýma ætti og rífa bænahúsið þar sem það hefði verið reist á palestínsku landi í einkaeigu. Fréttablaðið/EPa 5. Pakistanskur hermaður sýnir vélbyssubelti sem gerð voru upptæk hjá meintum uppreisnar- mönnum á Bara, svæði Khyber- ættbálka nærri landamærunum við Afganistan, í gær. Herinn er sagður hafa gert upptæk hergögn í miklum mæli í aðgerð sem beint var gegn uppreisnarhópum á landamærasvæðinu. Fréttablaðið/EPa 1 2 3 4 5 5 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U D A G U r18 F r é T T I r ∙ F r é T T A b L A ð I ð 0 6 -1 1 -2 0 1 5 0 9 :3 6 F B 0 7 2 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 D 6 -2 D A C 1 6 D 6 -2 C 7 0 1 6 D 6 -2 B 3 4 1 6 D 6 -2 9 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 7 2 s _ 4 1 1 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.