Fréttablaðið - 05.11.2015, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 05.11.2015, Blaðsíða 24
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Óli Kristján Ármannsson olikr@frettabladid.is Björg Eva Erlendsdóttir, stjórnarmaður og fv. stjórnarformaður RÚV, skrifar grein í Fréttablaðið í gær þar sem hún segir: „Skýrsla Eyþórs var rýnd af öðrum fjölmiðlum, með almannatengslaráðgjafa, áður en stjórn RÚV sá hana.“ Þetta er alrangt. Stjórnar- formaður RÚV fékk skýrsluna fimm vikum áður en hún var birt og afhent öðrum fjölmiðlum. Reyndar var starfsfólk RÚV með skýrsluna allan þann tíma. Björg Eva hlýtur að vera upplýst um þessar staðreyndir. Ekki veit ég hvaðan sú hugmynd kemur í huga Bjargar Evu að almenningstengslaráðgjafi hafi rýnt skýrsluna með öðrum fjölmiðlum áður en stjórn RÚV sá hana en sú tilgáta er vægast sagt fjarstæðukennd. Það er ekki sæmandi stjórnarmanni í RÚV að halda fram fullyrð- ingum sem þessum. Það er hvimleiður ávani í íslenskri umræðu að kasta fram dylgjum. Þessi umræðuleið er sérstaklega áberandi hjá þeim sem vilja ekki taka mál- efnalega umræðu um málin. Þá er farið í manninn en ekki boltann. Björg Eva væri maður að meiri með því að biðjast afsökunar á þessum rangfærslum. Nefnd um starfsemi og rekstur RÚV sem menntamálaráðherra skipaði skilaði af sér skýrslu sem ráðherra sagði góðan grunn undir umræðuna. Því miður hafa of margir forðast að ræða efnisatriði og hvernig best er að bæta rekstur RÚV. Ég er þess fullviss að skýrslan getur nýst stjórn RÚV vel til að fara yfir rekstur RÚV og vona ég að teknar verði skynsamlegar ákvarðanir byggðar á staðreyndum. Það er góður siður að horfast í augu við vandann þegar hann blasir við. Afneitun skilar aldrei góðum árangri. RÚV hefur hvatt til opinnar umræðu við eiganda sinn, þjóðina, og farið hringferð í kringum landið nú í október. Er ekki nær að ræða um rekstrarvandann og lausnir á honum frekar en að reyna að kasta fram órök- studdum og röngum samsæriskenningum? Ég er viss um að tíma stjórnarmanns RÚV væri betur varið í að fara yfir vandann af yfirvegun. Það væri líka best fyrir RÚV. Hafa skal það sem sannara reynist Eyþór L. Arnalds formaður nefndar um starfsemi og rekstur RÚV ohf. Það er góður siður að horfast í augu við vandann þegar hann blasir við. Jólatónleikar Pálma Gunnarssonar ásamt Ragnheiði Gröndal í Eldborg Hörpu 19. desember kl. 21:00 Miðasala á harpa.is, tix.is og í síma 528 5050 Kannski á að taka viljann fyrir verkið þegar fólk stígur fram með hugmyndir til þess að auðvelda hér fólki sín fyrstu íbúðarkaup. Í það minnsta er eðlilegra að ætla að þeir fjórir þingmenn Fram-sóknarflokksins sem standa að tillögu til þingsályktunar um „innleiðingu opinberra mót- framlaga við fyrstu húsnæðiskaup“ meini vel. Nema náttúrlega að þarna sé á ferðinni tilraun til að afla flokknum fylgis með loforði um peningagjafir til hluta landsmanna. Það hefur áður gefið góða raun. Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri og fyrrverandi stjórnarformaður Byggða- stofnunar, veltir því upp í umræðum um málið á netinu í gær hvort sanngjarnt sé að ætla lands- mönnum utan höfuðborgarsvæðisins að standa undir vanda á því svæði með ríkisstyrk. Þótt víða um land sé markaðsverð langt undir byggingarkostnaði og eðlileg endurnýjun á húsakosti nær ómöguleg sé litið svo á að þetta séu vandamál viðkomandi íbúa og sveitarfélaga. Þegar þensla á höfuðborgarsvæðinu keyri húsnæð- is- og leiguverð upp úr öllu valdi horfi öðruvísi við, þá eigi skattgreiðendur utan höfuðborgarsvæðisins með öðrum að taka á þeim vanda. „Maður hlýtur að spyrja sig hvort þessi tvö hundruð þúsund á höfuð- borgarsvæðinu séu ekki fullfær um að greiða úr þessu án stuðnings þeirra hundrað þúsunda sem búa annars staðar og eiga aðra djöfla að draga í húsnæðismálum?“ spyr Þóroddur. Þá hlýtur þessi nálgun að vekja spurningar um áhrif á þróun húsnæðisverðs. Allar líkur eru á að ríkis- styrkur til kaupenda verði bara til þess að auka þenslu og ýta enn frekar undir hækkandi húsnæðisverð. Er þá betur heima setið en af stað farið. Þá væri fróðlegt að heyra álit peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands á hugmyndum fjórmenninganna, en í gær var einmitt kynnt ákvörðun um 0,25 pró- sentustiga hækkun stýrivaxta bankans í viðleitni til að slá á þenslu og væntingar um verðbólgu. Nær væri vitanlega að beita sér fyrir aðgerðum þar sem ráðist er að rót vandans. Aðgerðum sem gætu orðið til þess að draga úr ofurkostnaði tengdum fast- eignakaupum á Íslandi og auka kaupmátt fólks og getu til þess að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Nærtækt væri til dæmis að fella niður ósanngjarna skattheimtu á borð við stimpilgjöld sem stórauka lán- tökukostnað fólks. Þá verður að teljast líklegra til að slá á þenslu á húsnæðismarkaði að grípa til aðgerða sem auka framboð á húsnæði, fremur en að dæla peningum úr ríkiskassanum í hendur þeirra sem vilja kaupa. Stærsta hindrunin er svo náttúrlega vaxtaokur það sem hér er við að eiga. Þar getur ríkisvaldið gert sitt til að draga úr óstöðugleika efnahagslífsins, til dæmi með því að ganga ekki með þensluhvetjandi aðgerðum gegn markmiðum sem unnið er að á vettvangi Seðla- bankans og samtaka á vinnumarkaði um aukinn stöðugleika. Að ekki sé talað um að setja sér markmið um að hverfa frá notkun örmyntarinnar krónu og stefna að upptöku evru. Blásið í bóluna Allar líkur líkur eru á að ríkisstyrkur til kaupenda verði bara til þess að auka þenslu og ýta enn frekar undir hækk- andi hús- næðisverð. Ósanngjörn Framsókn Fjórir þingmenn Framsóknarflokks- ins hafa lagt fram þingsályktunartil- lögu um að styrkja einstaklinga til að kaupa sína fyrstu fasteign. Þetta er vitaskuld galin hugmynd. Á Íslandi búa eitt hundrað þúsund manns á svæðum þar sem engin er þenslan, verð á húsnæði er langt undir bygg- ingarkostnaði. Endurnýjun húsnæð- is í þessum sveitarfélögum er engin. Við höfum hingað til verið sammála um það að sá vandi sé íbúanna sem þar búa. Því er það óforsvaranlegt að þeir sem búa á þessum svæðum þurfi að hjálpa íbúum á SV-horni til fyrstu íbúðakaupa. Það myndi heyrast harmakveinið væri hugmyndin sett upp í hina áttina. Tæki Seðlabankans Seðlabanki Íslands hefur hækkað stýrivexti um 0,25 prósentustig og færði rök fyrir stýrivaxtahækkun sinni í gær. Við það tækifæri fór af stað reglubundin dagskrá þar sem verkalýðsforingjar og þingmenn agnúuðust sem mest þeir máttu út í þessa ákvörðun bankans. Gott ef það heyrðist ekki á stöku stað að Már þyrfti nú að víkja. Hins vegar er það alveg ljóst að á meðan við höfum íslenska krónu, lítið aðhald í ríkis- rekstri, stigvaxandi einkaneyslu og verðbólguhvetjandi framkvæmdir í nánustu framtíð er ljóst að til ein- hverra bragða þarf að taka. Vanda- málið er að þetta er eina verkfæri Seðlabankans. Því þarf að breyta. sveinn@frettabladid.is 5 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U D A G U r24 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð SKOÐUN 0 6 -1 1 -2 0 1 5 0 9 :3 6 F B 0 7 2 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 D 6 -5 0 3 C 1 6 D 6 -4 F 0 0 1 6 D 6 -4 D C 4 1 6 D 6 -4 C 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 7 2 s _ 4 1 1 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.