Fréttablaðið - 05.11.2015, Side 25

Fréttablaðið - 05.11.2015, Side 25
Þegar ég var í Menntaskólan-um í Reykjavík fyrir bráðum hálfri öld var námsefnið í stjörnufræði að mestu bundið við sólkerfið okkar: sólina og reiki- stjörnurnar sem snúast í kringum hana, þar á meðal jörðina og tunglið. Við reiknuðum og teikn- uðum sporbauga. Og sagan var mannkynssaga. Nú er öldin önnur. Nú ryður sér til rúms í bandarískum mennta- skólum ný námsgrein sem steypir stjörnufræðina, jarðfræðina og mannkynssöguna í eitt mót undir yfirskriftinni ofursaga (e. big history). Þar kennir margra grasa. 13,7 milljarðar ára Ofursagan hefst á því að alheimur- inn varð til úr svo að segja engu á örstuttu sekúndubrotabroti í miklahvelli (e. big bang) fyrir 13,7 milljörðum ára. Hvernig nær maður utan um slíka tölu? Ef eitt ár er einn maður, þá eru 13,7 milljarðar tæplega tvöfaldur íbúafjöldi heimsins. Það er allt og sumt. Ef eitt ár er ein króna, þá eru 13,7 milljarðar u.þ.b. einn sjöundi af gjaldþroti formanns bankaráðs Landsbanka Íslands eftir hrun. (Bankastjórinn situr inni.) Hvernig geta stjarneðlisfræðing- ar tímasett upphaf alheimsins svo nákvæmlega? Það er ekki flókið. Mælingar sýna að alheimurinn þenst út á tilteknum hraða og þá er bara að reikna dæmið aftur á bak til upphafs síns. Ef bíll er kominn 1.000 kílómetra frá brottfararstað og honum er ekið á 100 km hraða, þá vitum við að hann lagði af stað fyrir 10 tímum. Stjörnurnar stanza ekki í Fornahvammi til að fá sér pulsu, en alheimurinn hægði þó á sér framan af og herti síðan róður- inn í allar áttir, og það tóku menn með í reikninginn þegar þeir fundu töluna 13,7. Með líku lagi er nú vitað að sólin er 4,5 milljarða ára gömul og er á miðjum aldri. Hún verður sem sagt slokknuð eftir aðra 4,5 milljarða ára. Jörðin er jafnaldra sólarinnar eða því sem næst. Reiki- hnöttur rakst á jörðina þar sem nú heitir Mexíkó fyrir 65 milljónum ára og drap allar risaeðlurnar á fáeinum klukkustundum. Þá varð til kjörlendi handa loðnum spen- dýrum. Eftir það rakti kapallinn sig sjálfur að segja má. Mannskepnan varð smám saman ofan á. Allt þetta og miklu meira þykjast menn nú vita með vissu. 200 til 300 þúsund ár Mannvistarleifar teygja sig millj- ónir ára aftur í tímann. Árið 1974 fundu fornleifafræðingar næstum helminginn af 3,2 milljóna ára gamalli beinagrind í Eþíópíu og kölluðu hana Lucy af því að þeir voru að hlusta á bítlalagið Lucy in the Sky with Diamonds í útvarpinu sínu á kvöldin. Lucy hafði gengið upprétt þótt heilinn í henni hafi ekki verið stærri en í simpönsum um okkar daga. Lucy var mannapi, myndum við nú segja, röskur metri á hæð, hún dó um tvítugt. Þú ert kannski kominn af öpum sagði Emma, eiginkona Charles Darwin, höfundar þróunarkenningarinnar, við bónda sinn, en ekki ég. Komin af öpum, Drottinn minn dýri, sagði ein prestsfrúin, við skulum bara vona að erkibiskupinn í Kantaraborg komist ekki að þessu. Áður var talið að maðurinn hafi orðið til sem sjálfstæð tegund þegar hann aðgreindi sig frá öpum með því að byrja að nota tæki og tól. En nú vita menn meira. Ég hef séð kvik- mynd af górillum í Kongó sem nota steina til að brjóta hnetuskurnir. Og ég hef frétt af krákum í Ástralíu sem leggja hneturnar sínar við rauð umferðarljós svo að bílarnir kremji þær á grænu ljósi, og þá koma krákurnar aftur og sækja muldar hneturnar, tilbúnar á diskinn. Mannlíf á jörðinni, segja ofur- sagnfræðingar, hófst fyrir 200 til 300 þúsund árum í þeim skilningi að þá hófu menn að safna þekk- ingu og varðveita hana skipulega mann fram af manni. Það gera apar ekki, a.m.k. ekki með sama hætti og við. Ríki þekkingarinnar Varðveizla og upphleðsla þekk- ingar er lykillinn að yfirburða- stöðu mannsins í ríki náttúrunnar. Tökum dæmi. Óhugsandi er að dauðsföllum af völdum tiltekins sjúkdóms fjölgi að nýju vegna þess að áður þekkt lækning sé gleymd og grafin. Slíkt gerist ekki í læknisfræði og ekki heldur í öðrum greinum fræða og vísinda. Slíkt gerist þó stundum á vett- vangi stjórnmálanna. Fjármála- kreppur skella á öld fram af öld þar eð menn læra ekki af reynslu liðinnar tíðar eða sjá sér hag í að þykjast ekki hafa lært af henni. Bankakreppuna sem upphófst í Bandaríkjunum 2007-2008 má að hluta rekja til þeirrar ákvörð- unar Bandaríkjaþings í forsetatíð Franklins D. Roosevelt að nema úr gildi fyrirbyggjandi löggjöf þings- ins frá 1933-1934 eins og hennar væri ekki lengur þörf. Því fór sem fór 75 árum síðar. Á móti kemur að bankakreppan varð ekki að heims kreppu vegna þess að þekk- ingin sem varð til eftir kreppuna miklu 1929-1939, hagfræðin sem kennd er við brezka hagfræðinginn John Maynard Keynes, var lögð til grundvallar viðbrögðunum við bankakreppunni. Þetta skaltu hugleiða nú, lesandi minn góður, þegar nýliðin sorgar- saga innlendra efnahagsmála gerir sig líklega til að endurtaka sig. Ofursaga Þorvaldur Gylfason prófessor Í dag Fjármálakreppur skella á öld fram af öld þar eð menn læra ekki af reynslu liðinnar tíðar eða sjá sér hag í að þykjast ekki hafa lært af henni. Lýður Árnason, læknir og vakt-stjóri Lýðræðisvaktarinnar, birti greinarstúf í Frétta- blaðinu hinn 28. október um skipan heilbrigðis þjónustunnar í landinu. Hann bendir þar rétti- lega á að „heilbrigðismál á Íslandi hafi allt of lengi verið í klaka- böndum“. Heildstæð stefna hefur illa eða ekki náð fram að ganga af ýmsum ástæðum, m.a. hagsmuna- árekstrum eða „síþrætu“ sem er landlæg og afneitar öllum rökum hvort sem þau eru byggð á sannan- legum staðreyndum og þekkingu eða ekki. Landspítali er háskólasjúkra- hús og sem slíkt er það og verður meginsjúkrahús landsins, en engu að síður örsmátt á mælikvarða slíkra stofnana hvort sem litið er til nágrannalanda eða umheims- ins. Þrátt fyrir smæð tekst honum að mennta og þjálfa lækna og aðra heilbrigðisstarfsmenn sem eftirsóttir eru víðast um heim og sem vísindastofnun er hann einn stærsti byggingarsteinn fræðasam- félagsins sem hefur fært Háskóla Íslands í hóp 300 bestu háskóla heims. Framfarir í heilbrigðisþjónustu margra undanfarinna áratuga byggja á hratt vaxandi sérhæf- ingu heilbrigðisstarfsmanna, en á móti þrengist óhjákvæmilega þekk ingar svið hvers og eins. Þessi þróun er alþjóðleg og verður ekki snúið við. Í þeim efnum erum við ekkert eyland. Til þess að viðhalda nægjanlegri þekkingarbreidd háskólasjúkrahúsa er ekkert annað svar til en að sameina kraft- ana og slá saman sjúkrahúsum. Þetta hefur verið gert í stórum stíl um öll Vesturlönd síðustu áratugi rétt eins og hér á landi þó hér hafi verkið ekki verið fullkomnað enn sem komið er. Í fámenni okkar og smæð er þetta ekki síður mikil- vægt. Hugmynd Lýðs um að dreifa þeim þekkingarstabba sem við eigum er fráleit og enn verri fyrir það að vera komin frá heilbrigðis- starfsmanni. Þó er hún miklu verst fyrir þá uppástungu læknisins að halda því fram að „upplagt væri að hafa krabbameinsdeildina á St. Jósepsspítala í rólegu umhverfi …“ Mér er til efs að nokkur sérgrein sé bundnari annarri stoðstarf- semi og sérgreinum. Gildir þar raunar gagnkvæmni gegn öðrum sérgreinum. Tími einangraðra sér- greina og einyrkja í heilbrigðis- þjónustu er liðinn. Braut vaxandi sérhæfingar heil- brigðisþjónustunnar er þegar mörkuð á heimsvísu og þar munum við engu breyta, sem betur fer, því hún er bæði forsenda og afleiðing framfara. Á þeirri braut mun sameinaður Landspítali sinna verkefnum sínum best. Afturhvarf til fortíðar Jóhannes M. Gunnarsson skurðlæknir, læknisfræðilegur verkefnisstjóri Nýs Landspítala Tími einangraðra sérgreina og einyrkja í heilbrigðisþjón- ustu er liðinn. Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is SHAREHOLDERS’ MEETING OF CCP HF. A shareholders‘ meeting of CCP hf., reg. no. 450697-3469, will be held on 12 November at the company’s headquarters at Grandagarður 8, 101 Reykjavík starting at 14:00. AGENDA: The agenda contains the following items: Proposal pertaining to the Board’s authority to increase the share capital of the company up to ISK 1,369,854 nominal value by issuing new class B shares The proposal provides that new paragraphs 2.02 and 2.03 will be added to the Articles of Association, which grant the Board of Directors the authority to increase the share capital in the company by up to ISK 1,369,854 by way of issuing a new class of B shares. Current shareholders will relinquish their pre-emptive right to subscribe to the new class B shares. The Board will determine the price for the class B shares and other terms applicable to the sale issue of the class B shares. There shall be no restrictions on trading of the new class B shares. However, the class B shares will be granted a liquidation preference, i.e. a priority to payment in the event of certain liquidation scenarios in an amount equal to the original purchase price per share plus any accrued but unpaid dividends thereon. Further, the class B shareholders shall be authorised to convert their shares at any time into class A shares in a way that one (1) share in class B shall be delivered in exchange for one (1) share in class A. Otherwise, class B shares shall enjoy the same rights as the class A shares. Proposal to remove paragraph 2.12 from the Articles of Association The proposal provides for the removal of paragraph 2.12 from the Articles of Association as the authorisation to issue convertible bonds has expired. Election of the board Other matters Those intending to stand for election to the Board of Directors are reminded to send a notice in writing of their candidacy to the company’s headquarters at least five days prior to the shareholders’ meeting. The agenda, final proposals and other documents required to be submitted to the meeting will be available at the company‘s office for shareholders to review as of 5 November 2015, seven (7) days prior to the meeting. The meeting will be conducted in English. Reykjavík, 5 November 2015 Board of Directors of CCP hf. 1. 2. 3. 4. s k o ð u n ∙ F R É T T a B L a ð i ð 25F i M M T u d a g u R 5 . n ó v e M B e R 2 0 1 5 0 6 -1 1 -2 0 1 5 0 9 :3 6 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 D 6 -5 F 0 C 1 6 D 6 -5 D D 0 1 6 D 6 -5 C 9 4 1 6 D 6 -5 B 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s _ 4 1 1 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.