Fréttablaðið - 05.11.2015, Page 26

Fréttablaðið - 05.11.2015, Page 26
Raphael Schütz, sendiherra Ísraels á Íslandi, segir í viðtali við Fréttablaðið 28. október: „Það sem ég get ekki sætt mig við er að farið sé yfir rauðu strikin, þegar notast er við lygar eins og þjóðarmorð, aðskilnaðarstefnu, þjóðernishreinsanir og nýlendu­ ríki. Öllu þessu ætti að útrýma úr orðabók umræðunnar ef við viljum taka af einhverri alvöru þátt í uppbyggilegum samræðum. Annars teljum við þetta vera hat­ ursherferð gegn Ísrael.“ Schütz vill „útrýma“ þessum orðum til þess að umræð­ a n v e r ð i u p p b yg g i l e g r i . En áður en við föllumst á það skulum við skoða þessi orð og merkingu þeirra. Þjóðarmorð Árið 1951 skilgreindi Allsherjar­ þing SÞ þjóðarmorð sem „aðgerðir gegn hópi manna sem miða mark­ visst að því að skapa þeim lífs­ skilyrði sem leiða til útrýmingar hópsins að hluta eða að fullu“. Sameinuðu þjóðirnar ræða nú í alvöru að með áframhaldandi aðgerðum Ísraelshers verði Gaza­ ströndin nær óbyggileg eftir rúm fimm ár. Aðskilnaðarstefna Sameinuðu þjóðirnar skilgreindu aðskilnaðarstefnu 1973 sem „ómannúðlegar aðgerðir sem miða að því viðhalda yfirráðum eins kynþáttar yfir öðrum kynþætti með skipulagðri kúgun“. Síonistar skilgreina gyðinga sem kynþátt og í Ísrael gilda ýmis lög og reglugerðir er veita gyðingum rétt­ indi umfram aðra. Þ. á m. eru lög sem snúa m.a. að búsetu. Á Vestur­ bakkanum eru svæði þar sem her­ inn bannar Palestínumönnum búsetu á grundvelli uppruna og þar eru lagðir vegir sem gyðingar einir fá að aka um. S­Afrískir afkomendur gyðinga sem hafa heimsótt Ísrael og her­ numdu svæðin, segja að það ríki aðskilnaðarstefna í Ísrael, meira að segja verri en sú sem þeir kynntust í sínu heimalandi. Og þeir þekkja ófreskjuna af eigin reynslu og segja frá því óhikað. Þeir viðurkenna ekki „rauðu strikin“ hans Schütz. Þjóðernishreinsanir Árið 1993 skilgreindu SÞ þjóð­ ernishreinsanir sem „skipulagða og vísvitaða aðgerð til að fjarlægja kynþátt með valdi eða ógnunum með því markmiði að skapa eins­ leita búsetu á tilteknu svæði“. Áður en Ísraelsríki var stofnað í maí 1948 höfðu herir síonista hrakið um 300.000 Palestínumenn af heimilum sínum með hervaldi og lagt fjölmörg þorp í rúst. Á þeim tæpu sjö áratugum sem Ísrael hefur verið við lýði hefur rúm ein millj­ ón Palestínumanna verið hrakin burt. Og í staðinn hafa gyðingar og afkomendur þeirra yfirtekið landið. Nýlenduríki Oxfordorðabókin skilgreinir nýlendustefnu sem stefnu er felur í „sér yfirtöku ríkis á landi annarrar þjóðar að hluta eða að fullu með hernámi, innflutningi landnema og nýtingu landsgæða“. Ólöglegar landtökubyggðir síonista á Vesturbakkanum þar sem landtökumenn stela ræktar­ landi og vatnsbirgðum, falla vel að þessari lýsingu. Sendiherrann vill stjórna umræðunni um Ísrael og framferði Ísraelsmanna gagnvart Palestínu­ mönnum með „rauðum strikum“. Hingað og ekki lengra segir Schütz. Slík orð vekja mann auðvitað til umhugsunar um hvaða „rauðu strik“ gilda í árasarstríði Ísraelshers gegn fólkinu sem býr innikróað á Gaza? Kann einhver að segja frá þeim „rauðu strikum“? Þegar þúsundir Gazabúa, að meirihluta börn, konur og óbreyttir borgarar, liggja í valnum eftir fjórar stórárás­ ir á innan við áratug – þá er erfitt fyrir okkur að sjá hvar Ísrael dregur línuna. Línan er vissulega rauð, roðin blóði fórnarlambanna. Það sem ekki má segja Ágæti forstjóri!Mikil óánægja ríkir nú meðal ljósmæðra Landspítala eftir að félagsdómur úrskurðaði nú í október í máli sem Ljósmæðra­ félag Íslands höfðaði gegn ríkinu. Af hverju kom þessi staða upp? Ljósmæður tóku þátt í tíma­ bundnu verkfalli sem stóð á þriðju­ dögum, miðvikudögum og fimmtu­ dögum frá 7. apríl til 13. júní eða þar til að ríkið setti á okkur lög og lauk þannig verkfalli okkar. Um mánaða­ mót apríl­maí var fyrsti launafrá­ drátturinn staðreynd og ætluðum við ljósmæður ekki að trúa okkar eigin augum, þetta hlytu að vera mistök sem yrðu leiðrétt strax en margar hverjar voru þá búnar að vinna alla sína vinnuskyldu. Mánaðamót maí­ júní gerist það sama, u.þ.b. 55% af launum okkar eru dregin frá okkur þrátt fyrir vinnu. Okkur var brugðið, hvernig gat spítalinn athugasemdalaust tekið við vinnuframlagi okkar ef ekki átti að greiða okkur laun? Sá háttur samrýmist ekki þeirri grunnreglu að starfsmaður á að fá laun fyrir þá vinnu sem hann innir af hendi ef hún fellur utan verkfalls. Ljósmæð­ ur sýndu áfram mikla þolinmæði enda birtist frá þér tilkynning á vef spítalans þann 3. júní 2015 um að velferðarráðneytinu hefði verið sent bréf þess efnis að það væri skoðun Landspítala að starfsmenn fái greitt fyrir þá vinnu sem þeir inna af hendi, hvort sem það er á verkfallstíma eða ekki og að ráðuneytið hafi tekið undir þá afstöðu Landspítala Ég spyr því hér, á hverju strandaði? Þegar velferðarráðneytið tók undir afstöðu Landspítala var það þá ekki spítalans að greiða laun fyrir unnin störf? Áfram segir í tilkynningunni 3. júní sl.: „Í framhaldinu hef ég, ásamt framkvæmdastjórn spítalans, ákveð­ ið að allar launagreiðslur til starfs­ manna í verkfalli verði yfirfarnar og lagfærðar eftir þörfum að teknu tilliti til vinnufyrirkomulags starfsmanna á stofnuninni.“ (Tilv. lýkur) Þarna var ljósmæðrum létt enda baðstu okkur um, kæri forstjóri, að sýna biðlund þar sem flækjustigið væri hátt og vinnsla málsins krefðist tíma. Við biðum lengi, svo lengi að félagið okkar fór með málið fyrir félagsdóm. Flestir vita um úrskurð félagsdóms en þar dæmdu þrír dóm­ arar af fimm okkur í óhag og eru dómsorð þessara þriggja dómara svo flókin að það er ekki fyrir venju­ legan mann að skilja. Tveir dómarar skiluðu hins vegar séráliti og er það álit auðskilið og einfalt og hvet ég almenning til að lesa sérálit þeirra http://www.urskurdir.is/Felagsmala/ Felagsdomur/nr/7962) Hvert er hlutverk launadeildar? Ég spyr hvert er hlutverk launa­ deildar Landspítala? Er það ekki hennar hlutverk að reikna út laun samkvæmt stimpilklukku og senda til Fjársýslu ríkisins? Okkur hefur verið sagt að Fjársýsla ríkisins hafi sent Landspítala reiknireglu sem eingöngu er hægt að nota fyrir dag­ vinnufólk. Var það þá ekki í höndum Landspítala að senda hana til baka þar sem hún var ónothæf til útreikn­ inga launa fyrir vaktavinnufólk? Okkur finnst eins og allir bendi  hver á  annan, þ.e. fjármála­ ráðuneytið, Fjársýsla ríkisins og Landspítalinn. Ég tel að málið hefði ekki þurft að ganga svona langt ef það hefði verið útskýrt á einfaldan hátt varðandi vinnuskipulag vaktavinnufólks. Þeir sem „ráða“ virðast ekki hafa skilið það að stærsti hluti ljósmæðra á LSH vinnur vaktavinnu, þ.e. allan sólar­ hringinn sjö daga vikunnar. Vinnu­ vikan er því ekki 8­16 mánudaga til föstudaga eins og þegar um dag­ vinnumenn eru að ræða. Það var því ekki hægt að nota þá reiknireglu sem Landspítali segir að Fjársýsla ríkisins hafi sent spítalanum til að nota við útreikninga launa. Ótrúleg þrautseigja Ljósmæður hafa verið með lang­ lundargeð mikið og hafa sýnt ótrú­ lega þrautseigju og sýnt spítalanum traust, þær hafa hlaupið til dag sem nótt, helgar sem virka daga þegar kallað er á aukamannskap vegna álags á deildinni til að sinna konum í barnsnauð. Ófremdarástand er nú að skapast á kvennadeild Landspítala þar sem langlundargeð ljósmæðra er á þrot­ um. Kæri forstjóri, það verður að finnast lausn á málinu hið snarasta áður en í óefni kemur, það má ekki taka neinar áhættur hvorki varð­ andi starfsfólk né skjólstæðinga. Fæðingar vakt Landspítala er sú deild sem er með hæsta þjónustustigið á landinu og á þeirri deild verður alltaf að vera fullmannað. Ljósmæður eru ekki tilbúnar til að taka á sig auka­ vinnu umfram vinnuskyldu meðan þær hafa ekki fengið greitt fyrir þá vinnu sem þær hafa þegar skilað af sér til spítalans. Opið bréf til forstjóra Landspítala Guðrún I. Gunnlaugsdóttir ljósmóðir Ráðstefna Sameinuðu þjóð­anna um loftslagsbreytingar í París (COP21) hefst nú í nóvember. Mikið er í húfi. Þessi samkoma mun leggja línurnar fyrir stefnumótun um loftslagsbreyting­ ar frá árinu 2020. ESB er staðráðið í að tryggja að fallist verði á laga­ lega bindandi, metnaðarfullt og sanngjarnt alþjóðlegt samkomulag sem heimfæra megi á öll lönd, geti haldið meðalhlýnun á hnettinum undir 2°C og haldið skaðlegum loftslagsbreytingum í skefjum. Hin 28 aðildarríki sambandsins, sem bera ábyrgð á um 9% af allri losun lofttegunda, hafa skuldbundið sig til að draga úr þeirri losun um 40% fyrir árið 2030. Langtímamarkmið ESB er að draga úr losuninni um 80­95% fyrir árið 2050. Fjórir lykilþættir Við lítum svo á að árangursríkt samkomulag byggi á fjórum lykil­ þáttum. Þeir eru: samstaða um metnaðarfulla minnkun losunar, sameiginlegt langtímamarkmið, fimm ára endurskoðunartímabil til að taka losunarmarkmiðin til athug­ unar og styrkja þau, og strangar reglur um gegnsæi til að tryggja að löndin muni standa við skuldbind­ ingar sínar. Ásamt því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda mun nýja samkomulagið kveða á um að þjóðir undirbúi sig fyrir neikvæð áhrif loftslagsbreytinga og um fjár­ mögnun loftslagsaðgerða. Árangur vegna stuðnings Raunverulegur árangur hefur þegar náðst: um 150 aðilar sem saman­ lagt bera ábyrgð á um 90% losunar á heimsvísu hafa nú lagt fram fyrir­ hugaðar skuldbindingar sínar. Þetta er veruleg breyting, frá fáliðuðum aðgerðum til stórátaks, og til marks um sterka samstöðu um marghliða kerfi til viðureignar við loftslags­ breytingar, sem hér og nú kallar á metnaðarfullar aðgerðir allra ríkja. Evrópusambandið sýnir því skilning að sum lönd munu þurfa stuðning við að útfæra markmið sín og er staðráðið í að veita þann stuðning, einkum við þróunar­ lönd. Við munum halda áfram að leiða baráttuna gegn loftslags­ breytingum. Stuðningur ESB Á árabilinu 2010 til 2012 hét ESB því að veita 7,2 milljarða evra til að mæta þörfum þróunarlanda á sama tímabili. Við stóðum við þau heit. Á árinu 2013 veittu ESB og aðildarríki þess 9,5 milljarða evra fjármögnun til loftslagsverkefna í þróunar­ löndum. Í fjárhagsáætlun ESB verða markverðar upphæðir veittar (sem viðbót við framlög aðildarríkjanna) til loftslagsverkefna fram til ársins 2020. Fimmtungur af framlögum okkar til þróunarmála snertir lofts­ lagsmál. Samanlagt gerir þetta yfir níu milljarða evra fjármögnun lofts­ lagsmála yfir árabilið 2014­2020. Það er meira en tvöfalt framlag tímabilsins 2007­2013. Evrópusam­ bandið breytir þó ekki heiminum eitt síns liðs. Mikilvægir félagar Ísland hefur stutt baráttu ESB í lofts­ lagsmálum á alþjóðavettvangi og er aðili að kerfi bandalagsins um við­ skipti með losunarheimildir. Vegna legu landsins rétt undir heimskauts­ baug er Ísland einn þeirra staða sem munu verða fyrir hvað mestum áhrifum loftslagsbreytinga. Ég get nefnt möguleg áhrif á sýrustig sjávar sem eitt dæmi. Við erum þakklát Íslandi, og öðrum mikilvægum samstarfsþjóðum, fyrir að starfa svo náið með okkur að takmörkun hnatthlýnunar við tvær gráður. Við skulum ekki gleyma því að málið varðar ekki umhverfisáhrif ein sér. Loftslagsbreytingar geta haft neikvæð áhrif á hagkerfi heimsins í heild og á baráttuna gegn fátækt. Stöðugleiki og öryggi í stærra sam­ hengi eru í húfi, aðgangur að mat­ vælum og drykkjarvatni er í hættu. Þess vegna erum við svo staðráðin á þessari vegferð. París 2015 verður veigamikill tímapunktur fyrir kyn­ slóðir framtíðar. Síðustu forvöð Ljósmæður eru ekki tilbúnar til að taka á sig aukavinnu umfram vinnuskyldu meðan þær hafa ekki fengið greitt fyrir þá vinnu sem þær hafa þegar skilað af sér til spítal- ans. Matthias Brinkmann sendiherra Evr- ópusambandsins á Íslandi Ásamt því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda mun nýja samkomulagið kveða á um að þjóðir undirbúi sig fyrir neikvæð áhrif loftslags- breytinga og um fjármögnun loftslagsaðgerða. Hjálmtýr Heiðdal kvikmyndagerðar- maður Tjaldbúðir Palestínamanna á Gaza. Í baksýn eru rústir heimilis þeirra. MyNd/HjÁlMTýr HEiðdAl Á þeim tæpu sjö áratugum sem Ísrael hefur verið við lýði hefur rúm ein millj- ón Palestínumanna verið hrakin burt. Og í staðinn hafa gyðingar og afkomend- ur þeirra yfirtekið landið. 5 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U D A G U r26 s k o ð U n ∙ F r É T T A b L A ð I ð 0 6 -1 1 -2 0 1 5 0 9 :3 6 F B 0 7 2 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 D 6 -6 3 F C 1 6 D 6 -6 2 C 0 1 6 D 6 -6 1 8 4 1 6 D 6 -6 0 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 7 2 s _ 4 1 1 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.