Fréttablaðið - 05.11.2015, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 05.11.2015, Blaðsíða 36
Fólk| tíska Lilja Gunnlaugsdóttir hefur lengi haft gaman af handavinnu. Hún prjónar, heklar, saumar út og saumar föt og gerði meira að segja brúðar- kjólinn sinn sjálf. Það var samt ekki fyrr en fyrir tveimur árum að hún áttaði sig á að hún gat unnið við að gera það sem henni þykir skemmtilegast. „Við hjónin fluttum aftur á heimaslóðir í Skagafirði þegar maðurinn minn fékk vinnu hjá Fab Lab hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þar geta allir komið inn af götunni og fengið að prófa alls kyns tæki og vélar til þess að búa til það sem þá lystir, þurfa bara að borga efniskostnað sjálfir. Ég fór að prófa mig áfram með leiserskurðarvélar, síðan fór fólk að spyrja hvort það gæti keypt vörurnar sem ég var að gera, þá prófaði ég að setja þær á Facebook og í kjölfarið sprakk allt hjá mér. Þá skildi ég að gæti bara verið að leika mér og það væri vinnan mín.“ Græn framLeiðsLa Lilja bæði hannar og framleiðir allar sínar vörur sjálf. Klútarnir eru úr silki og þvottekta laxaroði og er hver þeirra einstakur. Roðið í þá er unnið í sútunarverksmiðju á Sauðárkróki, Sjávarleðri, en silkið kemur frá vinkonu Lilju í Kína. „Þetta er alveg græn framleiðsla hjá mér en ég kaupi allt silkið af gamalli pennavinkonu minni sem býr rétt fyrir utan Hong Kong. Þau eru með lítið fjölskyldufyrirtæki sem er með græna framleiðslu á öllu silki sem þau eru með. Sagan á bak við kynni okkar er þannig að á fermingarárinu mínu hvatti mamma mig til að fá mér pennavin til að æfa mig að skrifa á ensku. Þessi kínverska stelpa auglýsti í Æskunni, ég skrifaði henni og við höfum verið pennavinkonur síðan. Fyrst skrifuðum við á blað, síðan notuðum við tölvupóst, svo Facebook og Skype. Það er svolítið skrítið að eiga vinkonu hinum megin á hnettinum sem ég hef aldrei hitt nema á Skype,“ segir Lilja og brosir. innbLásið af Lífinu Aðspurð hvað af hönnuninni sé í uppáhaldi nefnir Lilja Valkyrjumenin. „Það er gaman að gera þau og skemmtilegt að fólk kemur oft með beiðnir um sérpantanir í þeim þannig að þá prófa ég aðra liti og samsetningar en ég er vön. Klútarnir eru líka skemmtilegir því þeir eru allir einstakir.“ Innblásturinn að hönnuninni fær Lilja úr lífinu sjálfu. „Ég fæ hugmynd en fatta ekki endilega hvað- an hún kom fyrr en löngu síðar. Allt sem ég geri prófa ég sjálf að nota því stundum er það þann- ig að maður fær frábæra hugmynd en svo kemur í ljós að hún er ekki góð þegar farið er að nota hana. Þá er oft hægt að laga hana á einfaldan máta og er þá komin betri vara fyrir vikið. Það skiptir mig miklu máli að fólk sé ánægt með það sem það fær frá mér,“ segir Lilja.  n liljabjork@365.is VaLkyrjan er í uppáhaLdi skrautmen Félagsfræðingurinn Lilja Gunnlaugsdóttir hannar skart, silki- klúta og fleira undir merkinu Skrautmen. Silkið í klútana fær hún frá kín- verskri pennavinkonu sinni og roðið frá íslenskri sútunarverksmiðju. faLLeGt skart lilja sækir innblástur að hugmyndum fyrir hönnun sína í lífið sjálft. uppáhaLds Valkyrjumenin eru í uppáhaldi hjá lilju. hönnuður lilja Gunnlaugsdóttir hannar skart, klúta og fleira undir merkinu Skrautmen. Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook Kjóll Verð 14.900.- Str: s-xxl Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Opið virka daga kl . 11–18 Opið laugardaga k l. 11-15 Glæsilegur fatnaður Kjóll / túnika á 11.900 kr. Stærð 38 - 48. Leggingsbuxur á 8.900 kr. 2 litir: svart, blátt. Stærð 36 - 48. *Gildir fyrir eina áskrift. Viðskiptavinir sem taka þessu tilboði fyrir 31. desember halda þessum kjörum í eitt ár. Fáðu þér áskrift í síma 1817 eða á 365.is FÁÐU STÖÐ 3 Á BETRA VERÐI Í VETUR STÖÐ 3 +ENDALAUST TAL +1 GB Í GSM 1.990 kr. til 31. desember* 0 6 -1 1 -2 0 1 5 0 9 :3 6 F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 D 6 -3 7 8 C 1 6 D 6 -3 6 5 0 1 6 D 6 -3 5 1 4 1 6 D 6 -3 3 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 7 2 s _ 4 1 1 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.