Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.11.2015, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 05.11.2015, Qupperneq 44
Í dag 17.55 R.Kazan - Liverpool Sport 17.55 Celtic - Molde Sport 3 20.00 Belenenses - Basel Sport 3 20.00 Tottenham - Anderl. Sport 19.15 Njarðvík - Tindast. Njarðvík 19.15 Snæfell - Keflavík Stykkish. 19.15 Stjarnan - Grindav. Ásgarður 19.15 Þór Þ. - ÍR Þorláksh. Flótti Frá stjörnunni salvadorinn Pablo Punyed varð í gær þriðji lykilmaðurinn sem yfirgefur stjörnuna eftir tíma- bilið en hann samdi við ÍBV. áður hafði Gunnar nielsen farið í FH og Michael Præst til Kr. „Þetta tengist félaginu ekkert eins og Gunnar nielsen og Michael Præst töluðu um. Við erum allir bara að leita að nýjum áskor- unum. Við vorum allir ánægðir í stjörnunni,“ sagði Punyed í viðtali við Vísi en hann fékk tilboð frá stjörnunni. „Það var ekki til- boð sem ég vildi. Við reyndum að semja en það gekk ekki upp,“ sagði Punyed. Fótbolti Þrátt fyrir að hafa rétt svo misst af sænska meistaratitl- inum má varnarmaðurinn Glódís Perla Viggósdóttir vera afar sátt við knattspyrnuárið sem er að baki. Hún lék sitt fyrsta tímabil í atvinnumennsku og var lykil- maður í óvæntri velgengni Eskil- stuna united sem barðist um titil- inn við öflugt lið rosen gård fram í lokaumferð tímabilsins. Glódís Perla er einnig orðinn lykilmaður í íslenska landsliðinu þar sem hún spilar stórt hlutverk í vörn Íslands. Vörn sem hefur hald- ið hreinu í öllum þremur leikjum sínum í undankeppni EM 2017 til þessa. árangur hennar í svíþjóð er ekki síður glæsilegur en Eskilstuna fékk á sig fæst mörk allra liða í deildinni, fimmtán talsins, og hélt hreinu í tólf leikjum af 22. Beið eftir þjálfaranum „Fyrir varnarmann er það sigur út af fyrir sig að halda hreinu. Það er frábær tilfinning,“ segir Glódís Perla í samtali við Fréttablaðið. Hún er nú komin heim til Íslands í frí en hún heldur aftur utan eftir áramót, enda nýbúin að framlengja samning sinn við Eskilstuna. „Ég tek mér tíu daga frí frá öllum æfingum en byrja svo að æfa sjálf,“ segir þessi samviskusami íþrótta- maður. Hún segir að það hafi í raun staðið lengi til að framlengja samn- inginn við Eskilstuna en að hún hafi beðið með að skrifa undir þar til að þjálfaramál liðsins komust á hreint. „Þegar þjálfarinn okkar ákvað að vera áfram þurfti ég ekki að hugsa mig um,“ segir hún en í síðustu viku ákvað Viktor Eriksson að halda áfram sem þjálfari liðsins, aðeins nokkrum vikum eftir að hann hafði gefið út að hann myndi stíga til hliðar í lok tímabils. Var hikandi fyrir fyrsta leikinn Eriksson náði frábærum árangri með Eskilstuna en liðið gaf tóninn með 1-0 sigri á sterku liði linköp- ing í fyrstu umferð tímabilsins. Aðeins viku áður ákvað þjálfarinn skyndilega að láta liðið prófa að spila leikkerfið 3-5-2, með Glódísi Perlu hægra megin í varnarlínunni. „Það gekk svo vel að við héldum okkur við það allt tímabilið,“ segir Glódís Perla sem viðurkennir þó að hún hafi verið hikandi fyrir fyrsta leikinn. „Þetta er kerfi sem ég hafði aldrei spilað áður. En þetta gekk svo mjög vel strax frá fyrsta degi og ég kann mjög vel við að vera í þessu hlutverki. Það gefur mér aðeins meira frelsi til að bera boltann upp og hlaupa meira.“ Mikill áhugi í bænum Eskilstuna var svo í titilbaráttu allt tímabilið sem fyrr segir. liðið tapaði aðeins fjórum leikjum allt tímabilið en svo vildi til að það var í báðum leikjum liðsins við rosengård (1. sæti) og Piteå (3. sæti). Eskilstuna hefði dugað sigur gegn linköping (4. sæti) í lokaum- ferðinni til að tryggja sér titilinn en varð að sætta sig við markalaust jafntefli og silfurverðlaunin. „Við vorum svo nálægt þessu að það var grátlegt,“ segir hún um titilbaráttuna. „Það var gaman hversu vel liðinu gekk í sumar því fyrirfram var talið að við ættum að vera bara miðlungslið. Þetta var því súrsæt tilfinning í lokin.“ Hrósið stígur mér ekki til höfuðs Frammistaða hennar með lands- liðinu hefur einnig vakið athygli en á dögunum lét Freyr Alexanders- son landsliðsþjálfari, þau orð falla í viðtali við Fótbolta.net að Glódís Perla væri besti miðvörður sem hann hefði séð. „Það var auð- v i t a ð m j ö g gaman að lesa þetta,“ segir h ú n . „ É g verð bara að passa að láta þetta ekki stíga m é r t i l höfuðs og nýta þetta til að gera enn betur,“ bætir hún við af mikilli hóg- værð. Ísland fer afar vel af stað í undankeppni EM 2017 og hún segir að leikmenn landsliðsins nái afar vel saman, rétt eins og leikmenn Eskils tuna í svíþjóð. „Þetta er frábær hópur [í landsliðinu]. Það er mjög gaman í ferðunum hjá okkur og við vitum hvenær við eigum að vera alvar- legar og hvenær við megum skipta yfir í grínið. Við höfum fundið fyrir því að við höfum bætt okkur í hverjum einasta leik og það er mikilvægt,“ segir hún. „Það er eins með Eskilstuna, það ríkir afar sterkur liðsandi þar. Og maður spilar alltaf betur ef manni líður vel. Ég held að það hafi verið lykillinn að velgengni okkar í sumar.“ eirikur@frettabladid.is Lykilatriði að manni líði vel Glódís Perla Viggósdóttir hefur átt frábært ár. Þessi sterki varnarmaður er orðinn lykilmaður, bæði með fé- lagsliði sínu í Svíþjóð sem og íslenska landsliðinu, þrátt fyrir að vera rétt að hefja atvinnumannsferilinn. Árið var frábært fyrir Glódísi Perlu sem ætlar sér að vinna fleiri sigra á knattspyrnuvellinum á komandi árum. FRéTTABLAðið/ERNiR Fyrri félög: HK og Stjarnan. Íslandsmeistari: 2 (2013, 2014) Bikarmeistari: 2 (2012, 2014) A-landsleikir: 34, 2 mörk U-23 landsleikir: 1. U-19 landsleikir: 9. U-17 landsleikir: 24, 6 mörk. Stöðvaðar á röltinu Glódís Perla Viggósdóttir segir að sér líði afar vel í Eskilstuna, sem er í um klukkustundarfjarlægð frá Stokkhólmi. Bæjarbúar hafi hrifist með liðinu í sumar og sýnt því mikinn áhuga. Svo mikinn Glódís Perla og liðsfélagar hennar gátu ekki gengið um götur bæjarins án þess að vera hvattar áfram af bæjarbúum. „Við vorum með meira en tvö þúsund manns á hverjum einasta leik í sumar og svo voru 6.500 manns á leiknum í lokaum- ferðinni. Ég hef ekki einu sinni spilað fyrir framan svo marga í landsleik.“ Meistaradeildin E-riðill Barcelona - BATE 3-0 1-0 Neymar, víti (30.) 2-0 Luis Suárez (60.), 3-0 Neymar (82.) Roma - Leverkusen 3-2 Stig liða: Barcelona 10, Roma 5, Leverkusen 4, Bate 3. F-riðill B. München - Arsenal 5-1 1-0 Robert Lewandowski (10.), 2-0 Thomas Müller (29.), 3-0 David Alaba (44.), 4-0 Arjen Robben (55.), 4-1 Olivier Giroud (69.), 5-1 Thomas Müller (89.). Olympiakos - D. Zagreb 2-1 0-1 Armin Hodzic (21.), 1-1 Felipe Pardo (65.), 2-1 Felipe Pardo (90.). Alfreð Finn- bogason kom inná sem varamaður á 81. mínútu og Olympiakos skoraði sigurmarkið níu mín. síðar. Stig liða: Bayern 9, Olympiakos 9, Zagreb 3, Arsenal 3. G-riðill Chelsea - Dynamo Kiev 2-1 1-0 Sjálfsmark Aleksandar Dragovic (34.), 1-1 Dragovic (78.), 2-1 Willian (83.). Maccabi Tel Aviv - Porto 1-3 Stig liða: Porto 10, Chelsea 7, Kiev 5, Mac 0. H-riðill Gent - Valencia 1-9 Lyon - Zenit 0-2 Stig liða: Zenit 12, Valencia 6, Gent 4, Lyon 1. Zenit er komið áfram. Domino´s deild kvenna í körfubolta Valur - Haukar 73-79 Stigahæstar: Karisma Chapman 36/18 frák., Guðbjörg Sverrisdóttir 12/9 frák./6 stoðs. - Helena Sverrisdóttir 16/12 frák./10 stoðs., Pálína María Gunnlaugsdóttir 15, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 15. Snæfell - Grindavík 60-83 Stigahæstar: Whitney Frazier 28/17 frák., Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 9, Ingunn Embla Kristínardóttir 8 - Gunnhildur Gunnars- dóttir 26, Haiden Denise Palmer 21 Hamar - Stjarnan 64-81 Stigahæstar: Suriya McGuire 20, Nína Jenný Kristjánsdóttir 14 - Chelsie Schweers 41, Margrét Kara Sturludóttir 16/25 frák./5 stoðs., Bryndís Hanna Hreinsdóttir 11. Haukakonur unnu fimmta leikinn í röð og Helena sverrisdóttir var með þrennu þriðja leikinn í röð. Glódís Perla Viggósdóttir Árið 2015 l Árangur Íslands í undankeppni EM 2017: 3 sigrar, markatalan 12-0. l Í liði Íslands sem hélt hreinu gegn verðandi heimsmeisturum Banda- ríkjanna á Algarve-mótinu. l Silfur með Eskilstuna United í Svíþjóð. l Fastamaður í bestu vörn sænsku deildarinnar. Fædd 27. júní 1995 5 . n ó v E M b E r 2 0 1 5 F i M M t U D A G U r32 S p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð sPort 0 6 -1 1 -2 0 1 5 0 9 :3 6 F B 0 7 2 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 D 6 -7 7 B C 1 6 D 6 -7 6 8 0 1 6 D 6 -7 5 4 4 1 6 D 6 -7 4 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 4 1 1 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.