Fréttablaðið - 05.11.2015, Síða 48
Ása Karen fæddist þann
3. desember 1942 og
ólst upp við Hofsvalla-
götu í Reykjavík. Hún
lést á Landspítalanum í
Fossvogi þriðjudaginn
27. október síðastliðinn.
Hún var dóttir hjónanna
Ásgeirs Matthíassonar
blikksmiðs og Þorgerðar
Jóhönnu Magnúsdóttur
húsmóður. Ása Karen á
þrjár eftirlifandi systur.
Ásu Karen og fyrrver-
andi eiginmanni hennar,
Jóhannesi Jónssyni, kaupmanni í
Bónus, varð tveggja barna auðið.
Þau eru Kristín og Jón Ásgeir.
Barnabörn Ásu Karenar eru fimm.
Útför hennar fer fram frá Dóm-
kirkjunni í Reykjavík í dag
5. nóvember kl. 15.00.
Með nokkrum orðum langar mig að
minnast Ásu Karenar Ásgeirsdóttur,
en það hefur verið í kringum 1977 eða
fyrir 38 árum síðan að ég fór að venja
komur mínar á heimili hennar og þeirra
Jóhannesar þar sem við Jón Ásgeir
urðum miklir vinir og höfum verið allar
götur síðan. Ég á svo endalaust margar
ljúfar minningar um Ásu, bæði heima
úti á Nesi, í SS Austurveri þar sem við
vinirnir unnum frá 11 ára aldri saman
og ekki síst í Kjósinni, sælureit Ásu.
Á árunum í Austurveri kom hún
ávallt með þeim fyrstu og fór með
þeim síðustu, vinnusemin
og dugnaðurinn hefur allt-
af einkennt hana, og þegar
t.d. hugsað er út í uppgang
og velgengni Bónuss mörg-
um árum síðar, þegar fyrir-
tækið var í uppbyggingu,
þá var þáttur Ásu þýðingar-
mikill í því samhengi, en
hún sá þar um uppgjör og
fjármál, og vann sem fyrr
mjög langan vinnudag og
kvartaði aldrei og hennar
einkenni nutu sín þá eins
og annars staðar. Fyrir mér
eru einkenni Ásu, dugnaður, heiðar-
leiki, hógværð, lítillæti, auðmýkt, góð-
mennska, réttlætiskennd. Mörg orð, en
hluti af þeim kostum sem hún skartaði.
Ása var yndisleg manneskja og þrátt
fyrir alvarlegt yfirbragð, var hún mik-
ill húmoristi og hafði til dæmis oftast
jafnvel mjög gaman af uppátækjum og
fíflaganginum í okkur Jóni og vinum
okkar, bæði á æskuárunum og eins
eftir að við urðum fullorðnir.
Um sumarið árið 2002 hófust, af
öflum í þjóðfélaginu, fordæmalausar
ásakanir og fjaðrafok, beint gegn fjöl-
skyldufyrirtækinu og stóð það yfir
í fjölda ára. Erfið fjölmiðlaumræða,
óvægin, og viðkvæm. Enginn fótur
reyndist síðar fyrir þessum ásökunum,
sem vinur minn þurfti að verja sig fyrir
og um leið fjölskylduna í áraraðir, eins
og síðar kom í ljós, þegar dómar voru
kveðnir upp. Þetta hafði djúpstæð
áhrif, ekki síst á Ásu, sem misbauð
algjörlega framferði einstakra manna
sem töldu sig koma fram í nafni rétt-
lætis. Hún þoldi ekki óréttlæti, hvort
sem það beindist að fólkinu hennar
eða öðrum. Ég held að Ása hafi aldrei
jafnað sig alveg á þessu.
Ég er Ásu mjög þakklátur fyrir allt.
Allar samverustundir, góðmennsku
hennar og umhyggju. Hún unni fólkinu
sínu og hún var „Súperamma“ og naut
sín í botn í kringum barnabörnin sín.
Og sem dæmi, jafnvel þegar ég renndi
við í Kjósinni með dóttur mína, þá fór
allt á flug hjá Ásu að bæta á pönnukök-
urnar og græja kakó. Þannig var hún.
Ása var ávallt náin Ester, mágkonu
sinni til fjölmargra ára. Ég hef líka
hugsað mikið til Önnu, systur Ásu.
Fyrir utan að vera tvíburasystur leyndi
það sér ekki að þær voru bestu vin-
konur líka. Það var eftirtektarvert,
kærleikurinn og vináttan á milli þeirra
alla tíð.
Ég hugsa til Jóns Ásgeirs og Kristínar
sem eru að kveðja báða foreldra sína á
rétt rúmum tveim árum. Ég á eftir að
sakna Ásu, eins og ég sakna Jóhann-
esar, og bið um allan þann styrk sem
systkinin, makar þeirra, barnabörnin,
fjölskylda og aðrir ástvinir þurfa á að
halda núna.
Ég minnist Ásu Karenar Ásgeirs-
dóttur með mikilli virðingu og þakk-
læti. Ása var einstök og ég bið Guð um
að blessa minningu hennar.
Magnús Örn Guðmarsson
Ása Karen Ásgeirsdóttir
Elskuleg móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Hulda Guðmundsdóttir
húsmóðir,
Ásgarði 4, Reykjanesbæ,
lést að heimili sínu þann 20. október
síðastliðinn. Útför hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hinnar látnu. Ættingjar þakka
hluttekningu og samúðarkveðjur.
Guðmundur Svavarsson Sigríður V. Árnadóttir
Margrét Ágústsdóttir Árni Ásmundsson
Skúli Ágústsson Stella M. Thorarensen
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn,
faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Jóhann Sigurðsson
Akurgerði 40,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum
mánudaginn 2. nóvember.
Útförin verður auglýst síðar.
Margrét Valdimarsdóttir
Einar Jóhannsson, Sigrún Jónsdóttir
Hekla Jóhannsdóttir, Ágúst Sigurmundsson
Einar Haukstein, Ásta Margrét, Jón Ingi, Guðrún
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Ásta Kristinsdóttir
áður til heimilis að Sólvöllum 17,
Akureyri,
lést á dvalarheimilinu Lögmannshlíð 31. október.
Sigurhörður Frímannsson
Kristjana Sigurharðardóttir
Gunnfríður Sigurharðardóttir
Kristinn F. Sigurharðarson Kristín J. Þorsteinsdóttir
Ívar E. Sigurharðarson Marta Vilhelmsdóttir
Guðný Sigurharðardóttir Einar Magnússon
Hörður Sigurharðarson Bryndís Jóhannesdóttir
ömmu- og langömmubörn.
Okkar ástkæra
Ásta Ísberg
Tjarnarmýri 35, Seltjarnarnesi,
lést mánudaginn 2. nóvember.
Útför hennar fer fram frá
Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn
10. nóvember kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gunnar Þórðarson
Bróðir minn og frændi okkar,
Guðmundur Þorkelsson
bókbindari,
Barmahlíð 51, Reykjavík,
sem lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni
fimmtudaginn 29. október,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju
mánudaginn 9. nóvember kl. 13.00.
Helgi Gunnar Þorkelsson
Kolbrún Guðmundsdóttir
Gunnar Þorsteinsson Ingveldur Þorkelsdóttir
Sigríður H. Þorsteinsdóttir Jón Ingi Guðmundsson
Ástkær sambýliskona, dóttir, móðir,
tengdamóðir, amma og systir,
Ásgerður Garðarsdóttir
Silungakvísl 6,
110 Reykjavík,
lést á líknardeild LSH sunnudaginn 1. nóvember.
Útförin fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn
16. nóvember kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á að láta Ljósið
líknarfélag njóta þess.
Þóroddur Stefánsson
Garðar Hinriksson Hulda Jónsdóttir
Ásgeir Jóel Þrúður Arna Briem
Tinna Rut Þóroddsdóttir Jóhann Kröyer Halldórsson
Rakel Þóroddsdóttir
Blær Örn Ásgeirsson Kolka Prema Ásgeirsdóttir
og systkini.
Okkar ástkæri
Skúli Grétar Guðnason
endurskoðandi,
Sólbraut 17, Seltjarnarnesi,
andaðist miðvikudaginn 28. október sl.
Útför hans fer fram frá Dómkirkjunni í
Reykjavík föstudaginn 6. nóvember
kl. 13.00.
Kristjana Björnsdóttir
Berglín Skúladóttir og Óskar Axelsson
Magnús Árni Skúlason og Kristín Dagmar Jóhannesdóttir
barnabörn og barnabarnabarn.
Þórir Magnússon
bóndi,
Syðri-Brekku,
sem andaðist á Heilbrigðisstofnuninni
á Blönduósi 28. október síðastliðinn,
verður jarðsunginn frá Þingeyrakirkju
föstudaginn 6. nóvember kl. 14.00.
Þeim sem vildu minnast hins látna er bent
á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Sigrún Þórisdóttir Gunnlaugur Björnsson
Þórkatla Þórisdóttir Jón Guðlaugsson
Axel, Sveinn, Elín Eva, Eva, Ingibjörg,
Þórey, Sigurður Björn, Þórir Óli,
tengdabörn og langafabörn.
„Við reiðum hátt til höggs og höldum tónleika annað kvöld til
að minnast þess að 100 ár eru frá stofnun Karlakórsins Svana.
Við erum á tánum og bíðum spennt. Svo erum við svo heppnir
að fá liðsmenn, hljómsveitina Dúmbó og Steina,“ segir Viðar
Einarsson sem er formaður Svana í dag.
Viðar kann sögu kórsins upp á sína tíu fingur. Hún hófst á því
að 10 ungir menn á Skaganum stofnuðu Svani 14. október 1915.
„Stjórnandinn var kona, eins og núna, hún hét Petrea Sveins-
dóttir,“ segir Viðar og tekur fram að kórinn hafi stundum tekið
hlé en blómaskeið hans hafi verið upp úr 1960 þegar Haukur
Guðlaugsson hafi stjórnað honum. „Þá þóttu Svanir með betri
kórum landsins.“
Lengsti lúr kórsins var frá 1983 til 2012. „Þegar gamlar upp-
tökur með kórnum höfðu verið gefnar út á diski kviknaði neisti
og kórinn var endurvakinn, með aðstoð Páls Helgasonar kór-
stjóra. Síðan tók Valgerður Jónsdóttir við, hún er dáð af öllum
enda er mjög gaman á æfingum hjá henni,“ segir Viðar og tekur
fram að tónleikarnir séu í Grundaskóla annað kvöld og hefjist
klukkan 20.30.
gun@frettabladid.is
Valgerður er
dáð af öllum
Karlakórinn Svanir á Akranesi fagnar
aldarafmæli á morgun með tónleikum.
Dúmbó og Steini leggja honum lið.
Svanirnir og Valgerður kórstjóri ásamt hljóðfæraleikurum.
Mynd/Guðni HanneSSon
5 . n ó v e m b e r 2 0 1 5 F I m m T U D A G U r36 T í m A m ó T ∙ F r É T T A b L A ð I ð
tímamót
0
6
-1
1
-2
0
1
5
0
9
:3
6
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
D
6
-5
F
0
C
1
6
D
6
-5
D
D
0
1
6
D
6
-5
C
9
4
1
6
D
6
-5
B
5
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
7
2
s
_
4
1
1
2
0
1
5
C
M
Y
K