Fréttablaðið - 05.11.2015, Side 52

Fréttablaðið - 05.11.2015, Side 52
Á sum dansverk mÁ koma bara til að njóta hreyfinga, hughrifa og fegurðar. Og himinninn kristall-ast er stór uppfærsla með sjö dönsurum, flóknum sviðshreyf-ingum, ljósum og flugeldum. Það er gríðarlega mikið í  hana lagt,“ segir Sigríður Soffía Níelsdóttir þegar hún er beðin að útskýra dansverkið sitt sem lifnar á stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld. Verkið er framhald flugelda- sýninga þriggja menningarnátta síðustu ára sem Sigríður Soffía hafði veg og vanda af. „Þetta er enda- punktur minn á því að kynna það fyrir almenningi að fugleldasýning geti verið samin sem dansverk, nú geri ég flugeldasýninguna að dansverki,“ segir Sigríður Soffía og segir verkið nánast endursköpun á flugeldasýningunni Stjörnubrim sem flutt var á Menningarnótt 2015. Hún þvertekur fyrir að hún segi sögu  í sýningunni. „Ég er einmitt að fá fólk til að njóta dansins á sama hátt og það nýtur flugelda- sýningar. Það dettur engum í hug að segja eftir flugeldasýningu: „Ég fattaði ekki hver var vondi karlinn og hver góði.“  Hið sama gildir hér, það er ekkert að skilja.  Í sumum dansverkum má fólk koma og njóta hreyfinga og  hughrifa og sjónar- spils.“ Sigríður Soffía  segir sýningar sínar unnar upp úr  heimspeki- legum pælingum um fegurðina og skynjun heilans á henni. Í fram- haldinu hafi komið  vangaveltur um af hverju við heillumst, til dæmis af hverju okkur þykja flug- eldasýningar svo æðislegar. „Það er fegurð þeirra sem hefur aðdráttar- afl,“ segir hún. „Flugeldasýning er sett upp niðri í miðbæ og hundrað þúsund  manns koma til að horfa á hana, nánast eins og flugur sem fljúga á ljós.“ Fegurðin hefur aðdráttarafl og himinninn kristallast heitir verk sem Íslenski dansflokkurinn sýnir í kvöld í borgarleikhúsinu. Það er eftir sigríði soffíu, hönnuð flugeldasýninga síðustu þriggja menningarnátta. Mikið er lagt í að endurskapa flugeldasýninguna Stjörnubrim, með dönsum, búningum og ljósum. Mynd/íSlenSki danSflokkurinn „en nú geri ég flugeldasýninguna að dansverki,“ segir danshöfundurinn Sigríður Soffía níelsdóttir. fréttablaðið/Stefán Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Sigríður Soffía vinnur að sýningunni með Hildi Yeoman fatahönnuði og Helga Má Kristinssyni listamanni en þau skipuðu hið listræna teymi sýningarinnar Svartar fjaðrir sem var opnunarsviðs- verk Listahátíðar í Reykjavík 2015. Þau hlutu öll mikið lof fyrir verkið og var Sigríður Soffía tilnefnd til Grímunnar 2015 sem Sproti ársins og Hildur Yeoman var tilnefnd til Grímunnar 2015 fyrir búninga ársins. listrÆnt teymi 5 . n ó v e M b e R 2 0 1 5 F I M M T U D A G U R40 M e n n I n G ∙ F R É T T A b L A ð I ð menning 0 6 -1 1 -2 0 1 5 0 9 :3 6 F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 D 6 -3 7 8 C 1 6 D 6 -3 6 5 0 1 6 D 6 -3 5 1 4 1 6 D 6 -3 3 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 7 2 s _ 4 1 1 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.