Fréttablaðið - 05.11.2015, Page 68
Þú þarft að bíða í röð, það er staðreynd. Og það er ekkert rosa gaman að bíða í röð fyrir
utan listasafnið að drepast úr
kulda,“ segir Ósk, en hún er
að fara á sína tólftu hátíð
í ár og því reynslubolti
með meiru sem veit
hvað blívur. „Þegar
m a ð u r t e ku r
þ e ss a f i m m
d a g a m e ð
trompi, er gott
að ákveða þetta
með mánaðar fyrir-
vara, svo maður endi
ekki á því að tæma budd-
una rétt fyrir Airwaves,“
bendir hún á.
„Maður þarf að fylgjast vel
með veðurspánni. Það skiptir
miklu máli. Árið 2012 fauk ég til
dæmis á bíl og fékk heilahristing,“
segir hún og skellir upp úr. „Öllu
skiptir að vera í þægilegum skóm,
ekki fara á háhæluðum skóm. Ekki
gera þér það.“
Verða næstu fjórir dagar stútfullir af hátíðarfatakrísum?
Það eru allir að reyna að vera eitthvað, en svo eru allir í sama pakkanum, svörtum
rúllukraga, pels og með hatt,“
segir Hlynur og bætir við: „Það er
leiðinlegt að vera gaurinn sem er
að reyna að vera nettur en hugsar
eins og allir hinir, „ég ætla að vera
tískumorðinginn“.“ Hann segist
aðhyllast kósí stemninguna í ár
og hræðist ekki að fara oft í sömu
fötunum.
Kósí og endurnýting aðalatriðið
Hlynur James horfir til hátíðarinnar uppfullur af þægilegheitum. Fréttablaðið/GVa
Ósk nýklippt, dressin hanga tilbúin hengd upp á skápa, og tilbúin til að leika á als oddi alla hátíðina. Fréttablaðið/anton brink
AirwAVes-reynsluboltAr opnA sig
Airwaves hófst í gær, en hátíðin er nú haldin í sautjánda skiptið. Þétt tónlistardagskrá um miðborgina,
hvort sem er fyrir armbandshafa eða undandagskrárfara. Eitt er þó á hreinu, og það er að fólk leggur
mikið upp úr útlitinu og ganga sumir svo langt að segja þetta smávaxna útgáfu af tískuviku. Fréttablaðið tók púlsinn
nokkrir þaulreyndum Airwaves-förum, sem vita hvernig best er að binda um hnútana fyrir komandi átök, útlitslega séð.
Ósk
GunnarsdÓttir
fjölmiðlakona
Hlynur james
Hákonarson
BloGGari á
Herratrend oG
einn af eiGendum
síðunnar rVk style
instaGram
Ósk mælir með
l Ekki vera á háhæluðum skóm.
l Vertu í léttri yfirhöfn, þú munt
fara úr henni.
l Notaðu lög. Flík ofan á flík,
sem þú getur svo tínt af þér
og bætt á eftir þörfum.
l Ekki vera í samfestingi. Sjúk
lega flott og gaman að vera
töffari í þannig. En hann er
ekki praktískur. Þú vilt vera
eins snögg og þú getur á klós
ettinu, raðirnar þangað eru
langar. Pissa og út.
l Vertu með lítinn bakpoka. Alls
ekki stóran. Það er illa séð.
l Vertu með húfu og trefil.
l Góð skyrta og gallabuxur koma
þér langt.
l Rokkaðu þig frekar upp með
eyrnalokkum og einhverju
glingri heldur en glimmergall
anum, þó hann sé mega kúl.
Hlynur mælir með
l Stórri lokaðri hettupeysu.
l Klofsíðum buxum.
l Vintage bomberjakka.
l Gallabuxur og svartir Timber
landskór eru eitthvað sem
mætti vinna með.
l Klæða sig í lögum, fara í rúllu
kragabol undir stóra peysu og
háskólajakka yfir það.
l Stórum frakka.
l Gott að velja eitt kvöld þar
sem maður er aðeins meira til
hafður. Fara í bikerjakka, opna
skyrtu og hlýrabol og bróka sig
vel. Þetta er ekki grín. Vera í
svörtum þröngum buxum við.
l Leðurbuxum, alvöru.
l Fyrir grautþunna á sunnudag
inn er sniðugt að pikka út úr
dressum undanfarinna daga
og fara í Stan Smithskóna við.
irena Sveinsdóttir leggur mikið upp úr að fólk klæði sig bara nákvæmlega eins og það langar
til og telur boð og bönn ekki eiga
við á Airwaves. „Maður sér mikið
af alls konar týpum á Airwaves og
hátíðin snýst um miklu meira en
bara tónlist. Hingað kemur fólk
til að taka myndir af gestunum,
svokallaðar „street style“ myndir
og það er voða gaman þegar ein-
hver hefur áhuga á að smella af
mynd af manni,“ segir Irena, sem
er nokkurn veginn komin með
samsetningar sínar á hreint, þrátt
fyrir að vera mikil b-manneskja að
eigin sögn.
Meira en tónlistarhátíð
irena Sveinsdóttir er tilbúin í slaginn, með kasjúal klæðnað að vopni fram að helgi
og þá tekur hún út pelsinn. Fréttablaðið/anton brink
irena mælir með
l Þægilegum föt umfram annað.
l Skóm sem þú endist í allt kvöld
ið. Strigaskór koma sterkir inn.
l Klæða sig vel, maður veit aldrei
með veðrið og búa þannig um
að hægt sé að fara úr fötum ef
það verður heitt.
l Pelsar og pallíettur ganga alltaf.
l Grípandi mynstur eru alltaf
skemmtileg í svona stússi.
l Byggja planið upp þannig að
maður er meira kasjúal fyrstu
dagana og koma svo með „item
in“ um helgina.
irena sVeinsdÓttir
tískuBloGGari á
trendnet.is
ekki Vera í
samfestinGi
Sjúklega flott og gaman
að vera töffari í þannig.
En hann er ekki praktísk-
ur. Þú vilt vera eins snögg
og þú getur á klósettinu,
raðirnar þangað eru
langar. Pissa
og út.
Guðrún Ansnes
gudrun@frettabladid.is
5 . n Ó V e m B e r 2 0 1 5 f i m m t u d a G u r56 l í f i ð ∙ f r É t t a B l a ð i ð
0
6
-1
1
-2
0
1
5
0
9
:3
6
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
6
K
_
N
Ý.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
D
6
-4
1
6
C
1
6
D
6
-4
0
3
0
1
6
D
6
-3
E
F
4
1
6
D
6
-3
D
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
7
2
s
_
4
1
1
2
0
1
5
C
M
Y
K