Vesturbæjarblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 1

Vesturbæjarblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 1
6. tbl. 10. árg. JÚNÍ 2007Dreift frítt í öll hús í Vesturbæ og Mi›borg Nægilegt framboð leikskóla- pláss í Vesturbæ og Miðborg Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks- ins í borgarstjórn Reykjavíkur og formaður leikskólaráðs borg- arinnar. Þorbjörg Helga var innt svara við því hvort nýtt fyr- irkomulag um sumarlokun leik- skóla Reykjavíkurborgar væri gert í góðu samkomulagi við foreldra og starfsmenn leikskól- anna og hvort það samræmdist áætlun allflestra foreldra um sumarfrí. “Síðan 2004 hefur fyrirkomulag um tveggja vikna sumarlokun leik- skóla verið við lýði. Til grundvall- ar ákvörðun um hvaða tímabil lokað er, liggur könnun meðal for- eldra barna í leikskólum. Gert er ráð fyrir því að barn taki fjögurra vikna samfellt sumarleyfi.” - Í hverju er þetta nýja fyrirkomu- lag aðallega fólgið? “Í vetur var tekin sú ákvörðun að geti foreldrar ekki tekið sumar- leyfi á lokunartíma leikskóla eða ekki tekið samfelldar fjórar vikur er einn leikskóli í hverju hverfi opinn og er sveigjanleiki í leikskól- anum ef því verður við komið. Í einhverjum tilvikum þarf að loka leikskólum lengur en í tvær vikur t.d. vegna framkvæmda við leik- skólann og liggur sú ákvörðun þá fyrir í mars.” - Fá öll börn í Vesturbæ og Mið- bæ Reykjavíkur, þ.e. þau sem búa í hverfum 101 og 107, leikskóla- pláss í dag ef foreldrar þeirra æskja þess? Er eitthvað um það að börn í Vesturbæ séu í leikskólum í öðrum hverfum bæjarins, jafn- vel öðrum sveitarfélögum, allfjarri sínu heimili? “Nær öll börn sem voru á skrá eftir leikskóla í mars þegar úthlut- un hófst, með lögheimili í Reykja- vík og tilheyra þeim hópi barna sem verða orðin 18 mánaða fyrir fyrsta september hafa fengið boð í leikskóla. Eftir er að bjóða 5 börnum í Vesturbæ og 8 börnum í Miðborg. Þar sem framboð af leikskólarým- um er nægilegt í þessum hverfum til að anna þörf fyrir 18 mánaða og eldri er ekki ástæða til að ætla að fjöldi barna úr þessum hverf- um séu í leikskólum í öðrum hverf- um, nema að vali foreldra.” - Leikskólaráð hefur samþykkt samning við Hjallastefnuna ehf. um að hún taki við rekstri leikskól- ans Laufásborgar. Er þetta tíma- bundinn samningur og má t.d. búast við samningi við leikskóla í Vesturbænum? “Um er að ræða samning við Hjallastefnuna um að reka Laufás- borg enda hafa foreldrar og kenn- arar óskað lengi eftir að skólinn fái að vera sjálfstætt rekinn til að auka sveigjanleika og hugmynda- fræðilega þróun. Engin sérstök áform eru uppi um fleiri skóla á þessum tímapunkti,” segir Þor- björg Helga Vigfúsdóttir, formaður leikskólaráðs Reykjavíkurborgar. Vinnuskólinn hóf starfsemi sína 11. júní sl. Heldur færri krakkar sóttu um nú en í fyrra, sem bendir til þess að atvinnulífið sé í blóma. Krakkar í 10. bekk fá 402 krónur á tímann og vinna i 7 tíma á dag alla virka daga í allt að 6 vikur. Góða veðrið lék við alla á geysistóru starfssvæði Vinnuskólans sl. föstudag sem nær frá Kjalarnesi til Bláfjalla að Vegamótum á Seltjarnarnesi. Á slíkum degi eru forréttindi að vinna í útiskóla! Þessir krakkar voru í Hljómskálagarðinum og sögðust taka þetta langt fram yfir það að vera t.d. lokaður inni á grillstað. Forréttindi að vera í útiskóla!

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.