Vesturbæjarblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 6

Vesturbæjarblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 6
6 Vesturbæjarblaðið JÚNÍ 2007 Tóku upp hanskan fyrir Vesturbæ Hreinsunarátak borgarstjóra “Taktu upp hanskan fyrir Reykja- vík” hófst í Vesturbæ Reykjavíkur laugardaginn 2. júní sl. Komu íbú- ar saman á fjórum stöðum í hverf- inu til að skipuleggja aðgerðir. Síð- an hófst tiltekt með borgarstjóra í broddi fylkingar. Deginum lauk með fjölskyldusamkomu við þjón- ustumiðstöð Vesturbæjar. Margt var um manninn og ljóst er að Vesturbæingar voru dugleg- ir við hreinsunina. Að lokinni fjöl- skylduskemmtun með hoppukast- ala frá skátunum í Ægisbúum, pylsum frá 10-11 og harmoniku- leik bauð starfsfólk Guðrúnar Örnu í Vesturbæjarlaug öllum þátt- takendum frítt í sund. Þykir dagur- inn hafa tekist sérlega vel og og naut fólk ómælt útiverunnar og þess að hreinsa í kringum sig. Benda má á að þótt hér hafi verið gert átak má halda áfram að fegra Vesturbæinn, einn eða í hópi annara. Hópurinn sem tók til á leikvellinum við Melhaga. Nýtt deiliskipulag Kvosarinnar tilbúið í haust Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt að að leita eftir hug- myndum vegna enduruppbygg- ingar í Kvosinni eftir bruna húsanna að Austurstræti 22 og Lækjargötu 2. Skipulagssvæðið er tvískipt; meginsvæði og jaðar- svæði. Meginsvæðið er Lækjar- torg og byggðin umhverfis það en afmörkun jaðarsvæðisins mið- ast við Pósthússtræti, suðurhlið Hótel Borgar, Skólastræti, Stjórn- arráðið, suðurhlið TRH-reitsins og Tryggvagötu. Markmiðið með að kalla eftir hugmyndum nú, er að fá tillög- ur að því hvernig styrkja megi enn frekar helstu hluta svæðis- ins. Gera skal tillögur að við- og nýbyggingum þar sem það er talið verða svæðinu til framdrátt- ar. Með þessu er ætlunin að auka enn frekar á aðdráttarafl miðborg- arinnar og styrkja hana sem þann drifkraft auðugs mannlífs sem henni ber að vera. Auglýst verður eftir arkitekta- stofum sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu og veittur 14 daga frestur til að skila inn upp- lýsingum um stofu, starfsmenn og fyrri verkefni. Sjö manna dóm- nefnd, skipuð fulltrúum frá Reykja- víkurborg, hagsmunaaðilum og Arkitektafélagi Íslands, mun síð- an velja 5-6 arkitektastofur til verksins. Þessum arkitektastofum verður greitt sérstaklega fyrir sitt framlag. Að auki verður auglýst eftir til- lögum frá öllum þeim sem áhuga hafa á að koma sínum hugmynd- um/skoðunum á framfæri við borgaryfirvöld, sem dómnefndin mun einnig yfirfara og meta. Gæta skal nafnleyndar og skulu allir sem skila inn tillögum hafa jafnan rétt til verðlauna. Áætlað er að tillögur liggi fyrir í byrjun ágúst nk. Í kjölfar þess mun dómnefnd velja bestu hug- myndirnar sem verða síðan inn- legg í áframhaldandi deiliskipu- lagsvinnu á svæðinu. Stefnt er að því að deiliskipulag svæðisins verði fullmótað á komandi hausti. Svæðið í Kvosinni sem um ræðir og leitað er eftir hugmyndum um. 1 3 24 Jaðarsvæði Meginsvæði Kvosin F:/Bskip/Bjorne/annad/starfsmenn_bs/Ulli/samkeppni.mxd “Það er nú einn það mesti heið- ur sem manni hlotnast í lífinu að starfa í sóknarnefnd!” sagði Mar- grét Sigurðardóttir þegar hún var spurð hvort hún gæfi kost á sér til starfa í þágu Neskirkju. “Já, já, ég er til sagði hún og svo var hún kosin sem varamaður sókn- arnefndar Neskirkju á aðalfundi 10. júní sl. Sóknarnefnd Nessóknar er ábyrg fyrir mikilvægu starfi fyrir fólk á öllum aldri. Kirkjustarfið er ekki aðeins milli 11.00 og 12.00 á sunnu- dagsmorgnum heldur alla daga vikunnar og frá morgni til kvölds. Vegna umfangs verður umsýsla æ meiri. Mikill fjöldi starfar og kemur í safnaðarheimilið og kirkjuna og mikilvægt að í sóknarnefnd starfi fólk með fjölbreytilega reynslu, menntun og hæfni til að stýra rek- stri sóknar, sem veltir á sjöunda tug milljóna á ári. Mikil endurnýjun hefur orðið í sóknarnefnd síðasta árið. Í fyrra urðu formannaskipti og í ár voru fimm nýir sóknarnefndarmenn kjörnir. Auk Margrétar voru kjör- in Auður Styrkársdóttir, Pétur Pét- ursson, Ragnheiður Margrét Guð- mundsdóttir og Þórdís Ívarsdóttir. Kristinn Jónsson, oft kenndur við KR, Sveinn Þorgrímsson, Thom- as Möller og Inga J. Backmann létu af störfum og er þeim þökkuð margvísleg og góð störf í þágu safn- aðarstarfsins. Inga heldur reyndar áfram að stýra röggsamlega kór eldri borgara, Litla kórnum, enda þurfa menn ekki að sitja í sóknar- nefnd til að syngja! Það er af sem áður var að karlar réðu öllu alls staðar. Í sóknarnefnd Neskirkju eru konur í meirihluta og líka í varanefnd. Fjöldi í sókn- arnefndum fer eftir stærð sókna og Nessókn er sú næstfjölmenn- asta á Reykjavíkursvæðinu. Fjórt- án manns eru aðal- og varamenn í sóknarnefnd. Formaður er Ingibjörg R. Guð- mundsdóttir og varaformaður Hanna Johannessen. Benedikt Sig- urðsson gegnir ritarastörfum en Gríma Huld Blængsdóttir er gjald- keri. Ný í aðalnefnd er Droplaug Guðnadóttir. Dr. Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju, segir það heið- ur að fá að fá að starfa í sóknar- nefnd. Og það sé heiður fyrir Nes- sókn að njóta góðs fólks, góðs safn- aðarstarfs og blómstrandi mann- lífs. Sigurður Árni biður Guð að gæta Vesturbæinga á sóknar- og sumarvegum. Heiður í lífinu Neskirkja.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.