Vesturbæjarblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 2

Vesturbæjarblaðið - 01.06.2007, Blaðsíða 2
Upp á Snorrabraut VESTURBÆJARBLAÐIÐ fer með þessu tölublaði í öll hús og heimili í póstnúmerinu 101 og 107, þ.e. blað- inu er dreift allt upp á Snorrabraut. Þetta er gert m.a. til að mæta ósk- um lesenda á þessu svæði en til þessa hefur blaðið aðeins farið í miðborgina. Hugmyndasamkeppni við Vesturbæjarlaug Á síðasta fundi Framkvæmdaráðs borgarinnar var lagt fram bréf hjúkr- unarforstjóra heilsugæslu miðbæj- ar varðandi ósk um viðbótarbíla- stæði merkt fötluðum framan við heilsugæslu miðbæjar. Samþykkt að vísa málinu til Framkvæmdasviðs þar sem skoðaðar verði aðgerðir til úrbóta fyrir fatlaða í bílageymslu- húsinu að Vesturgötu 2. Lagt var fram bréf sviðstjóra Framkvæmda- sviðs, Íþrótta og tómstundarsviðs og skrifstofustjóra Innkaupa og rekstrarskrifstofu , varðandi þró- unar og hugmyndarsamkeppni við Vesturbæjarlaug. Lagt var fram bréf fulltrúa húsfélagsins við Hjarð- arhaga 54-58 varðandi ósk um girð- ingu að lóðarmörkum o.fl. úrbætur við lóðarmörk Hjarðarhaga 54-58. Samþykkt var að vísa málinu til skrifstofu gatna og eignaumsýslu Framkvæmdasviðs. Sviðstjóri Fram- kvæmdasviðs kynnti drög af tillög- um um tímabundna lokun Pósthús- strætis í samræmi við framkvæmd- aráætlun Umhverfissviðs “ Grænu skrefin”. Samþykkt var að vinna frekari tillögu að útfærslu málsins og kynna í framhaldinu fyrir fram- kvæmdaráði. Óheimilt að falast eftir konu Á fundi Hverfisráðs Vesturbæj- ar nýverið var lögð fram bókun um auglýsingar í hverfisblöðum er brjóta í bága við jafnréttislög. Þar segir: “Áheyrnarfulltrúi Vinstri græn- na í hverfisráði Vesturbæjar furð- ar sig á að Vesturbæjarblaðið hafi birt auglýsingu frá Fatahreinsun- inni Hraða, þar sem sérstaklega var auglýst eftir konu til starfa. Þessi auglýsing brýtur í bága við 1. og 2. mgr. 24. gr. laga nr. 96/2000 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, en þar segir í 1. mgr. Atvinnurekendum er óheim- ilt að mismuna umsækjendum um starf á grundvelli kynferðis, og í 2. mgr.: Óheimilt er að auglýsa eða birta auglýsingu um laust starf þar sem gefið er í skyn að frem- ur sé óskað starfsmanns af öðru kyninu en hinu. Hér bera því bæði atvinnurekandinn og útgefandi blaðsins ábyrgð. Þar sem hverfis- ráð Vesturbæjar styrkir Vesturbæj- arblaðið fer fulltrúi Vinstrihreyfing- arinnar - græns framboðs fram á það að gerðar verði athugasemdir við þessa birtingu og þess óskað að Borgarblöð fylgi jafnréttislög- um, sem og öðrum gildandi lögum í framtíðinni.” Hér voru gerð mis- tök sem VESTURBÆJARBLAÐIÐ biðst afsökunar á. Ferðir frá félagsmið- stöðinni Aflagranda 40 Í sumar hafa verið farnar dags- ferðir frá félagsmiðstöðunum Afla- granda 40 og Hraunbæ. Næstu ferðir eru 4. júlí nk. að Skógum, Vík í Mýrdal og Kirkjubæjarklaustri og verður hádegisverður snæddur að Skógum. 25. júlí verður farið til Vest- mannaeyja og er innifalið í ferð- inni rútuferð til Þorlákshafnar, ferð með Herjólfi til Eyja, gisting í eina nótt á gistiheimili, kvöldmatur og morgunverður. Einnig er innfalin skoðunarferð um Heimaey og báts- ferð.Óhætt er að hvetja eldri borg- ara til þátttöku í þessum ferðum. Nýir skólastjórar og leikskólastjóri Á fundi menntaráðs 11. júní sl. var samþykkt að ráða Sesselju Ingi- björgu Jósefsdóttur skólastjóra Hagaskóla frá og með 1. ágúst. Sesselja Ingibjörg hefur starfað sem kennari og stjórnandi í 8 ár, síðast sem aðstoðarskólastjóri í Réttarholtsskóla Sex umsækjendur voru um stöðuna. Réttarholtsskóli er eins konar systurskóli Hagaskóla því báðir skólarnir eru einungis með nemendur í 8. - 10. bekk. Auk þess eru skólarnir byggðir eftir sömu teikningunni, en Réttarholtsskóli hefur starfað tveimur árum lengur en Hagaskóli, eða frá árinu 1956. Á fundi menntaráðs 4. júní sl. var samþykkt samhljóða að ráða Björn Ottesen Pétursson sem skólastjóra Melaskóla. Átta umsóknir bárust um stöðuna. Ein umsókn var dreg- in til baka. Nýir leikskólastjórar hafa verið ráðnir við þrjá leikskóla í Reykjavík, þ.á.m. við Ægisborg við Ægisíðu þar sem leikskólaráð ákvað að ráða Sigrúnu Birgisdótt- ur. Jafnframt var gengið frá ráðn- ingu Ásmundar Örnólfssonar sem aðstoðarleikskólastjóra í Ægisborg. VESTURBÆJARBLAÐIÐ óskar nýj- um skólastjórum og leikskólastjóra velfarnaðar í Vesturbænum. Efasemdir um ágæti Miðborgarfélags Á fundi borgarráðs nýverið lét borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna bóka: “Fulltrúi Vinstri grænna telur stofnun Miðborgarfélags jákvæða en varar hins vegar við því að hverfisráð Miðborgar sé samhliða lagt niður. Með því munu íbúar Miðborgar ekki sitja við sama borð og íbúar annarra hverfa. Þá orkar mjög tvímælis að frjáls félagasam- tök geti átt raunverulega möguleika á aðild að félaginu þar sem áhrif inn- an félagsins eru veltutengd. Heppi- legra hefði verið að halda starfsemi hverfisráðs Miðborgar óbreyttri, um sinn a.m.k., meðan reynsla fæst af hinu nýja félagi. VG hefði stutt stofnun félagsins ef meirihlutinn hefði komið til móts við þessar athugasemdir.” Í framhaldi létu borg- arráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks bóka: “Hagsmunir íbúa jafnt sem fyr- irtækja í Miðborginni eru tryggðir í hinu nýja félagi Miðborgar. Góð- ar vonir eru um að félagið verði Miðborginni lyftistöng. Það verður öllum til hagsbóta, íbúum og öllum fyrirtækjum.” Hvatningarverðlaun til Dvergasteins Í athöfn í Höfða um miðjan maí- mánuð var sex leikskólum veitt hvatningarverðlaun leikskólaráðs. Leikskólinn Dvergasteinn að Selja- vegi 12 fékk verðlaun fyrir verkefn- ið “Ótrúleg eru ævintýrin” og fyrir samstarf myndlistaskólans og leik- skólans. Nýbygging að Skildinganesi 44 Ingvar Vilhjálmsson og Helga María Garðarsdóttir að Skildinga- nesi 25 og Birna Geirsdóttir, Skild- inganes 42, hafa sótt um leyfi til þess að byggja tvílyft steinsteypt einbýlishús með innbyggðri tvö- faldri bílgeymslu á lóð nr. 44 við Skildinganes. Stærð: Íbúð kjallari 205,3 ferm., 1. hæð 194,5 ferm., bíl- geymsla 47,8 ferm., samtals 447,6 ferm., 1917,1 rúmm. Skipulags- ráð Reykjavíkurborgar gerir ekki athugasemd við að veitt verði bygg- ingarleyfi þegar teikningar hafa ver- ið lagfærðar í samræmi við athuga- semdir á umsóknareyðublaði. Mál- inu var vísað til afgreiðslu bygging- arfulltrúa. Breyting á aðalskipulagi vegna Keilugranda 1 Á fundi skipulagsráðs var lögð fram tillaga skipulags- og byggingar- sviðs breyting á aðalskipulagi vegna Keilugranda 1, en næstu nágrannar hafa mjög lagst gegn áformum um byggingu þar, þó sérstaklega nýtingar- hlutfalli og bent á skort á bílastæðum o.fl. M.a. er um að ræða breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Í tillögunni felst að skilgreina nýjan þéttingarreit við Keilugranda þar sem gert er ráð fyrir allt að 130 íbúðum. Samþykkt að kynna framlagða tillögu að breytingu á aðalskipulagi með vís- an til 17. gr. skipulags- og byggingar- laga nr. 73/1997 á vef skipulags- og byggingarsviðs. Fulltrúar Samfylk- ingarinnar; Stefán Benediktsson og Heiða Björg Pálmadóttir, fulltrúi Vin- stri hreyfingarinnar Græns framboðs; Svandís Svavarsdóttir og áheyrnar- fulltrúi Frjálslyndra og óháðra; Ásta Þorleifsdóttir, greiddu atkvæði gegn tillögunni og óskuðu bókað: “Við leggjumst eindregið gegn framlagðri tillögu að breytingu á aðalskipulagi þar sem lögð er til fjölgun íbúða, auk þess sem reiturinn er skilgreindur sem þéttingareitur. Ekki verður séð að breytingin þjóni íbúum í nágrenn- inu eða hagsmunum grenndarsam- félgsins. Svo virðist sem hér sé verið að þjóna hagsmunum eigenda lóðar- innar, verktökum og þeim sem hafa vætingar um hagnað undir yfirskini þéttingar byggðar.” 2 Vesturbæjarblaðið Útgefandi: Borgarblöð ehf. Vesturgötu 15 • 101 Reykjavík Sími: 511 1188 • 561 1594 Fax: 561 1594 Ritstjóri: Geir A. Guðsteinsson, Sími 564 5933, 898 5933 Netfang: geirgudsteinsson@simnet.is Auglýsingasími: 511 1188 • 561 1594 • 895 8298 Netfang: borgarblod@simnet.is Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Kristján Jóhannsson Umbrot: Valur Kristjánsson Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Dreifing: Íslandspóstur 6. tbl. 10. árgangur Vesturbæjarblaðinu er dreift í hvert hús í Vesturbæ og Miðborg. S T U T T A R B O R G A R F R É T T I R F jöldi unglinga hefur á sl. 50 árum notið þess að geta farið erlendis sem skipinemar á vegum AFS, Alþjóðlegrar fræðslu og samskipta. AFS eru alþjóðleg sjálfboðaliða- og fræðslusamtök sem starfa í yfir 50 þjóðlönd- um, óháð stjórnvöldum, trúfélögum, sem og hagsmunasamtökum og eru ekki rekin í hagnaðarskini. Þeir unglingar sem fara út til ársdvalar á vegum AFS fá að kynnast ólíkum menningarheimum af eigin raun. Þetta þroskar hæfileika þeirra og skilning á því að nauðsynlegt er að auka réttlæti og frið í heiminum. Fjöldi íslenskra unglinga hefur farið erlendis sem skiptinemi, m.a. úr Vesturbænum, en skiptinemadvöl kostar hálfa milljón króna, en flestir telja þó þeim peningum vel varið, heim koma unglingarnir með mikla reyn- slu og þroska. Það er full ástæða til að hvetja unglinga í Vesturbænum, sem og annars staðar, til að kynna sér hvað er í boði á skrifstofu AFS. Það er þess virði. AFS-samtökunum er óskað til hamingju með afmælið og velfarnaðar í framtíðinni. Hvað er að? Þ egar þetta er ritað hefur KR aðeins hlotið eitt stig í Landsbankadeild karla, jafntefli við Breiðablik, en í gærkvöldi léku þeir við HK á Kópa-vogsvelli. Gengi liðsins hefur verið firnaslakt, liðinu vantar einhvern neista, einhverja leikgleði til þess að geta náð árangri. Ef ekki fylgir ánægja því sem tekið er sér fyrir hendur, t.d. í fótbolta, er ekki hægt að búast við árangri. Liðið náði góðum árangri á undirbúningstímanum, t.d. á La Manga á Spáni þar sem það lagði mörg af bestu liðum Noregs, en svo virðist sem tapleikur gegn Sandgerðingum skömmu fyrir mót hafi verið fyrstur tapleikja í röð allt of margra, því í KR-liðinu eru margir snjallir knattspyrnumenn og gengi liðsins því ekki í neinu samræmi við það. En hvað veldur? Liðið er með fínan þjálfara, Teit Þórðarson og umgjörðin er fín, eða hvað? Sumir aðilar utan KR, og jafnvel fyrrum þjálfarar félagsins hafa sagt að þeir mundu ekki koma aftur til starfa hjá félaginu ef þeim yrði boðið það meðan núverandi stjórnarmenn KR-sports væru við völd! Þetta eru hörð gagnrýn- isorð, en kannski ættu stjórnarmenn KR að fara í ákveðna naflaskoðun nú þegar þessi staða er uppi, það skaðar engan, heldur er félaginu eingöngu til góðs. Metnaður KR-inga er mikill og krafan um gengi og titla jafnvel meiri en hjá mörgum öðrum félögum. Það á því hver og einn KR-ingur að skoða þessi mál af einlægni og hreinskilni. Stuðnings er aldrei meira þörf en þegar á móti blæs. Framtíð byggðar í Örfirisey R áðstefnan “Ný Örfirisey - framtíðarnotkun og skipulag byggðar í Örfirisey” var haldin nýverið að að tilhlutan Faxaflóahafna og Reykja-víkurborgar. Markmiðið með ráðstefnunni var að meta hugmyndir um íbúabyggð á landfyllingum vestan við Örfirisey og einnig sambúð hafnarstarf- semi og íbúabyggðar. Meðal annars kom fram að í vinnu við að endurgera aðalskipulag Reykjavíkurborgar er gert ráð fyrir þessu landsvæði sem íbúa- byggð. Ráðstefnan var liður í vinnu starfshóps sem fjallar um framtíðarnotk- un og skipulag byggðar í Örfirisey og mun hópurinn skila tillögum í lok þessa árs. Það eru mörg ár í það að byggð fari að rísa á uppfyllingu í Örfirisey og telja margir að borgarstjórn ætti að líta sér nær og skipuleggja t.d. byggð á svæðum við Ánanaust sem eru mjög ljót í dag, hrein sjónmengnum. Þar má t.d. nefna svæðið sem afmarkast af Mýrargötu, Ánanausti, Vesturgötu og Seljavegi og einnig svæði sem afmarkast af Vesturgötu, Ánanausti, Holtsgötu og Seljavegi. Líklega væri snjallast að leyfa byggingarverktaka að skipuleggja þessi svæði frá grunni, byggja á þeim og selja síðan íbúðirnar almenningi eða leigja út. Sums staðar fer fram þétting byggðar í Vesturbænum, og ekki alltaf í sátt við nágranna, en um þessar framkvæmdir hljýtur að nást góð sátt um. Ekki ætti útsýni úr húsum semþarna risu að draga úr vinsældunum. Þeg- ar olíubirgðarstöðvarnar í Örfirisey verða horfnar verður svæðið meðfram strandlengjunni við Ánanaust eitt vinsælasta hverfi Reykjavíkur. Geir A. Guðsteinsson AFS skapar reynslu og víðsýni Vesturbæingar Þarf ekki að styrkja verslunar- rekstur í Vesturbænum rétt eins og í miðborginni? JÚNÍ 2007

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.