Vesturbæjarblaðið - 01.06.2007, Qupperneq 3
3VesturbæjarblaðiðJÚNÍ 2007
AUGL†SINGASÍMI 511 1188 - 895 8298
Skrúður / Radisson SAS Hótel Saga / Sími: 525 9900 / www.skrudur.is
Fjölbreyttur og girnilegur Skrúður
Nýr matseðill
Fjölbreyttir og spennandi réttir. Komdu og njóttu góðrar stundar yfir góðum mat.
Brunch í hádeginu á sunnudögum
Frábært fyrir alla fjölskylduna. Frítt fyrir börn yngri en 6 ára, 50 % afsláttur fyrir börn 6 -12 ára.
P
IP
A
R
• S
ÍA
• 70765
Hús ferðaðist um
Vesturbæinn að
næturlagi
Liðlega 100 ára gamalt hús tók
sig nýlega upp og ferðast vestur á
Grandagarð. Þetta hús hefur stað-
ið að Laugavegi 74, en eigendur,
Arnór Heiðar Arnórsson og Emil
Emilsson, hafa fengið leyfi til að
byggja nær 1.200 fermetra hús á
lóðinni þar sem verða bæði versl-
anir og íbúðir. Leið hússins á tengi-
vagni sem dráttarbíll dró lá um
Barónsstíg, Skúlagötu, Geirsgötu,
Mýrargötu og Fiskislóð vestur á
Granda. Húsinu er ætlaður staður
í framtíðinni á Nýlendugötunni en
það hafa keypt Sigurður Örlygs-
son listmálari og Ingibjörg Einars-
dóttir. Húsið er friðað. Það verður
flutt á Nýlendugötuna þegar sam-
þykkt þess efnis liggur fyrir.
Laugavegur 74 kominn vestur á Mýrargötu að leið vestur á
Grandagarð.
Þjónustumiðstöð Miðborgar og
Hlíða er að Skúlagötu 21 en félags-
miðstöðvarnar eru að Vestur -
götu 7, Lindargötu 59 (Vitatorgi),
Lönguhlíð 3 og að Bólstaðarhlíð
43. Unglingasmiðjan Stígur er að
Amtmannsstíg 5a. Í samstarfi við
Svæðisskrifstofu heldur þjónustu-
miðstöðin utan um rekstur íbúða-
kjarnans að Skúlagötu 46. Á svæð-
inu eru auk þess 3 grunnskólar og
15 leikskólar.
Á Þjónustumiðstöð Miðborgar og
Hlíða starfa u.þ.b. 260 manns við
að veita þjónustu. Um er að ræða
félagslega þjónustu og sérfræði-
þjónustu á sviði skóla- og uppeldis-
mála allra aldurshópa, ýmiss konar
stuðningsþjónustu, heimaþjónustu,
aksturs- og búsetuþjónustu ásamt
þjónustu við mismunandi hópa af
fólki. Þjónustumiðstöðin er í sam-
starfi við hagsmunahópa eins og
foreldra- og íbúasamtök, en einnig
við hverfisráðin. Til þjónustumið-
stöðvarinnar leitar fólk yfirleitt af
fyrra bragði, en einnig á starfsfólk
þjónustumiðstöðvarinnar frum-
kvæði að því að leita til annarra um
samstarf að uppbyggilegu og fögru
mannlífi í hjarta Reykjavíkur.
Sigtryggur Jónsson er fram-
kvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar-
innar. Hann segir að í þjónustumið-
stöðinni við Skúlagötu sé sérhæfing
í fjölmenningu og fjölbreytileikinn
því mikill enda leiti margir nýbú-
ar til þeirra og málefni minnihluta-
hópa því þeim hugstæð, enda búi
margir þeirra á svæðinu. Sigtrygg-
ur segir þjónustumiðstöðina vera
stefnumótandi fyrir Reykjavíkur-
borg í málefnum þessa fólks og þar
sé t.d. starfsmaður sem sér fyrst
og fremst um málefni Víetnama og
einnig verður þar starfsmaður sem
sérhæfir sig í málefnum heyrnar-
lausra. Sérþekking og sérhæfing
starfsmanna sé beggja hagur.
Þjónustumiðstöð Miðborgar og
Hlíða þjónar auk þess velferðar-
sviði sem var formlega stofnað 1.
febrúar 2005.
Stefnumótun í velferðarmálum er
á ábyrgð Velferðarsviðs í umboði
Velferðarráðs. Sviðið ber ábyrgð á
áætlanagerð, samhæfingu og sam-
þættingu verkefna á sviði velferð-
arþjónustu, eftirliti í samræmi við
lög, reglur, samþykktir og pólitíska
stefnu í velferðarmálum, þróun vel-
ferðarþjónustu og gerð þjónustu-
samninga um framkvæmd þjónust-
unnar.Velferðarsvið býr Reykjavík-
urborg ennfremur undir að taka
við nýjum velferðarverkefnum, s.s.
í málefnum fatlaðra, öldrunarþjón-
ustu og heilsugæslu. Sviðsstjóri vel-
ferðarsviðs er Stella K.Víðisdóttir.
Þjónustumiðstöð Miðborgar
og Hlíða er stefnumótandi í
málefnum minnihlutahópa
Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða.