Vesturbæjarblaðið - 01.06.2007, Qupperneq 5
5VesturbæjarblaðiðJÚNÍ 2007
Viðburðaríku 110 ára afmæl-
isári Landakotsskóla lauk í
vor sem bar augljós merki sam-
heldni nemenda, starfsmanna,
foreldra og velunnara skólans. Á
afmælisárinu voru uppákomur
í skólanum, með þátttöku núver-
andi og eldri nemenda og bárust
skólanum ýmsar gjafir á afmælis-
daginn.
Árlegur leikjadagur var haldinn
í Landakotsskóla síðasta kennslu-
daginn, og var hann þrunginn
fjöri. Nemendur kunna vel að
meta frelsið sem sumarið færir
þeim. Á sama tíma fengu foreldrar
tækifæri til að sjá afrakstur vetrar-
ins í handmennt og myndlist.
Landakotsskóli er brautryðj-
andi í tungumálakennslu þar sem
nemendur hefja tungumálanám
strax í 5 ára bekk með ensku og
frönsku. Enn frekari efling tungu-
málakennslu er framundan þar
sem ráðnir hafa verið kennarar til
stuðnings tvítengdum nemendum
sem hafa pólsku eða frönsku sem
sitt móðurmál.
Skólagjöld stórlega
lækkuð
Skólagjöld eru í skólanum en
þau hafa verið lækkuð stórlega í
kjölfar þess að Menntaráð Reykja-
víkurborgar hefur hækkað veru-
lega framlag til einkareknu grunn-
skólanna. Vonast er til að þessi
þróun stuðli að fjölgun nemenda
í skólanum og að aðstaða skól-
ans verði fullnýtt. Á nýafstöðnu
skólaári voru 144 nemendur, von-
ir standa til að 170 nemendur
verði við skólann næsta skólaár.
Einstaka bekkjadeildir eru fullar,
eins og verðandi 5 ára bekkur.
Námsárangur nemenda í Landa-
kotsskóla er framúrskarandi, þar
sem nemendur liggja langt yfir
meðaltali jafnaldra sinna, sé tek-
ið mið af samræmdum prófum.
Einkunnir segja ekki nema hluta
af sögunni, ef ekki fer saman góð-
ur félagsandi og gott félagslíf þá
eru þær til lítils. Öflugt félagslíf
sérstaklega unglingadeildar er
áherslusvið skólastjórnenda og
foreldra.
Skólinn er í afar sérstöku og
vinalegu umhverfi, umhverfi með
sögu og sál, skapandi umhverfi.
Umhverfið mótar alla, það á ekki
síst við um nemendur í Landakots-
skóla, það sýnir sig að einstaka
nemendur eiga foreldra, afar og
ömmur sem hafa sótt skólann,
betri meðmæli fást varla.
Öflugt foreldrastarf
Framtíðin í Landakotsskóla
byrjar alltaf núna, sama á hvaða
tíma staðan er tekin. Skóli eins
og Landakotsskóli þarf að vera
í stöðugri endurnýjun, sem
þrýstir á nýsköpun í skólastarf-
inu. Framundan er stefnt að því
að nýta betur upplýsingatækni
í námi, þegar nemendur mæta í
haust verður búið að uppfæra
alla tölvuaðstöðu í skólanum og
tengja skólann með ljósleiðara
við háhraðanet grunnskóla Reykja-
víkur. Upplýsingatæknin gefur
ómæld tækifæri og möguleika,
það er svo undir starfsmönnum
skólans og foreldrum að nýta
tæknina og skapa tækifærin til efl-
ingar kennslu.
Það er athyglisvert til þess að
hugsa að nemendur og foreldrar
í Landakotsskóla velja sjálf í sam-
einingu skólann og eru tilbúin að
greiða skólagjöld. Þessi þróun hef-
ur það í för með sér að í skólann
koma foreldrar sem hafa mótað
sér skoðun á skólanum, og fara
þangað með ákveðin markmið
í huga. Það er þessi hugur sem
stuðlar að því að í skólanum er
afar öflugt foreldrastarf, foreldra-
starf sem á einungis eftir að styrkj-
ast enn frekar í framtíðinni. Í for-
eldrafélagi Landakotsskóla leggja
foreldrar fram fórnfúst starf til
stuðnings nemendum, kennurum
og skólastjórnendum.
Starf foreldrafélags og starfs-
manna tekur engan endi og er
unnið að því á hverju ári að skapa
sem öflugast umhverfi fyrir nem-
endur, umhverfi sem gagnast öll-
um innan skólans. Laun erfiðisins
eru glaðir nemendur, nemendur
sem eru að gera sitt besta, í félags-
lega vinveittu umhverfi.
Skólagjöld stórlega lækkuð í Landakotsskóla
Frá leikjadegi 4. júní sl. Hraustlega tekið á!