Vesturbæjarblaðið - 01.06.2007, Page 7
7VesturbæjarblaðiðJÚNÍ 2007
Vegna fréttar í síðasta tölu-
blaði Vesturbæjarblaðsins um að
styrkur til Vesturgötu 26b hafi
verið afturkallaður að geðþótta
undirritaðs þótt teikningum hafi
verið fylgt í hvívetna, er rétt að
eftirfarandi komi fram:
Styrkurinn hefur ekki endan-
lega verið afturkallaður heldur
hefur húseigendum verið boðin
ráðgjöf við lagfæringar á glugg-
um hússins til að milda útlits-
galla þeirra þannig að hægt sé að
greiða styrkinn.
Allir styrkir eru háðir því að
farið sé eftir verklagsreglum Húsa-
friðunarnefndar sem eru afar
einfaldar: Þegar um glugga er að
ræða sé farið eftir upphaflegri
gerð glugganna hvað varðar efnis-
þykktir og hefilstrik, en um leið er
fallist á að setja tvöfalt gler þeirr-
ar gerðar að með það sé hægt að
fara eins og gamalt einfalt gler.
Um þetta geta allir fengið upplýs-
ingar hjá Húsafriðunarnefnd.
Við styrkúthlutanir eru oft lagð-
ar fram útlitsteikningar í litlum
mælikvarða (t.d. 1:100) sem ekki
sýna útfærslu byggingarhluta.
Er þá ætlast til að leitað sé ráð-
gjafar um framhaldið. Vandinn er
hins vegar of sá að verktaki sem
tekur að sér verk eins og þetta,
tjáir húseigendum að allt muni
gert í upphaflegum stíl og gerð en
reyndin verður svo önnur. T.d. að
keyptir séu gluggar innanlands
eða utanlands “einhvern veginn
smíðaðir” með digrum sprossum
og annarlegu útliti eins og í þessu
tilviki.
Það hlýtur að vera deginum ljós-
ara að Húsafriðunarnefnd styrkir
ekki hvaða sem er heldur reynir
að stuðla að því að nokkurn veg-
inn rétt og fallega sé staðið að
verki.
Það er alltaf leiðinlegt þegar
fólk gerir við hús sín og er í góðri
trú um að vel hafi tekist en reynd-
in er svo önnur. Húsið Vesturgata
26b á svo sannarlega skilið að fá
andlitslyftingu eftir áratugalanga
niðurlægingu.
Magnús Skúlason
forstöðumaður
Um afturkallaðan styrk
Húsafriðunarnefndar
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
7
0
9
94
Nánari upplýsingar á www.landsvirkjun.is og í síma 515 9000
„Hvað er með Ásum?“
Ævintýraferð í goðheima fyrir alla fjölskylduna.
Goðastyttur Hallsteins Sigurðssonar við texta
Árna Björnssonar, þjóðháttafræðings.
Laxárstöðvar í Aðaldal
Orka í iðrum jarðar!
Heimsækið gestastofuna í Kröflu, sjáið myndir
frá Kröflueldum. Kynnist jarðvarma og
orkuvinnslu.
Kröflustöð í Mývatnssveit
List í eigu Landsvirkjunar
Listaverk sem sjaldan hafa komið fyrir almenn-
ingssjónir – mörg hver með áhugaverða sögu
sem tengist Landsvirkjun og orkumálum.
Ljósafossstöð við Sog
Kynnist Kárahnjúkavirkjun!
Upplýsingar um Kárahnjúkaframkvæmdirnar
ásamt ferðamennsku og útivist norðan
Vatnajökuls. Góður viðkomustaður áður en
haldið er upp á Fljótsdalsheiði.
Végarður í Fljótsdal
Líf í Þjórsárdal
Ómissandi viðkomustaður á leiðinni inn á
Sprengisand og í Veiðivötn.
Sultartangastöð ofan Þjórsárdals
Heimsókn í Húnaþing
Kynnið ykkur orkumál og starfsemi
Blöndustöðvar í starfsmannahúsi stöðvarinnar.
Blöndustöð, Húnaþingi
Kynnist okkur af eigin raun
Heimsækið Landsvirkjun í sumar.
Stöðvarnar eru opnar alla eftirmiðdaga í sumar.
Komdu í heimsókn í sumar!
Landsvirkjun býður landsmönnum að heimsækja sex stöðvar í sumar þar sem bæði er hægt að kynna sér staðreyndir
um umhverfisvæna íslenska orku og skoða fjölbreyttar sýningar um menningu, list og sögu.
Íslensk orkumál og virkjanir – alþjóðleg fyrirmynd í umhverfismálum
Fyrstu sýningar op
na 9. júní
Eðlilega smíðaður gluggi í Fischer-
sundi.
Gluggi að Vesturgötu 26b.
S u m a r i ð
er t íminn
þegar börn
eiga frí og
geta hlaðið
“ r a f h l ö ð -
urnar” eftir
a n n a s a m -
a n v e t u r.
Til að njóta
fr ísins og
efla félags-
f æ r n i e r
fátt betra en frístundaiðkun í
tryggu umhverfi undir góðri
handleiðslu fagfólks. Framboð
viðfangsefna í Vesturbæ er fjöl-
breytt í sumar eins og mörg
undanfarin ár og geta börn á
aldrinum 6 - 16 ára fengist við
verkefni af margvíslegu tagi.
Skátafélagið Ægisbúar, Nes-
kirkja, Frístundamiðstöðin
Frostaskjól, Myndlistarskóli
Reykjavíkur við Hringbraut
og íþróttafélagið KR reyna að
mæta ólíkum þörfum og sjá
til þess að sem flestir fái verk-
efni við hæfi. Einnig er hægt að
sækja námskeið út fyrir hverfið
í sértækari viðfangsefni eins og
söngmennt, leiklist, siglingar-
námskeið ofl.
Dreift hefur verið upplýs-
ingariti “Sumar 2007” þar sem
ítarlega er gerð grein fyrir frí-
stundatilboðum Íþrótta- og
tómstundaráðs Reykjavíkur.
Ef þú lesandi góður vilt frek-
ari upplýsingar eða ráðgjöf get-
urðu alltaf leitað til frístunda-
ráðgjafa Þjónustumiðstöðvar
Vesturbæjar að Hjarðarhaga 45
- 47 eða sent tölvupóst á póst-
fangið trausti.jonsson@reykja-
vik.is
Gleðileg sumarkveðja!
Trausti Jónsson
frístundaráðgjafi Þjónustumið-
stöðvar Vesturbæjar
Frístundir
sumarið
2007 í
Vesturbæ
Trausti Jónsson.