Vesturbæjarblaðið - 01.06.2007, Side 8
8 Vesturbæjarblaðið JÚNÍ 2007
Ufsaklettur og Selsvör
2. maí 2007 var kynnt í Skúla-
túni 2, á vegum framkvæmda-
sviðs Reykjavíkurborgar, fyrir-
huguð stækkun sjóvarnargarðs
við Ánanaust. Þar kom fram að
hann á að hækka nokkuð og
breikka um fjóra metra, víst eink-
um inn á land (www. reykjavik.
is; „Ánanaust” sem leitarorð).
Þetta veldur því væntanlega að
göngu- og hjólastígurinn, sem
liggur núna meðfram garðinum,
verði undir nýrri uppfyllingu og
nýr stígur verði lagður innar,
nær götunni Ánanaustum. Með
endurbættum garði skal brugð-
ist við ágangi sjávar sem hefur
spillt stígnum og splundrað hon-
um víða og ítrekað borið sjávar-
gróður, sand, möl og hnullunga
á land.
Þessar framkvæmdir vekja
spurningar um hvað verði um
staka klettinn sem hefur verið
komið fyrir nærri brún uppfylling-
ar þar sem eru stígamót, beint
fyrir enda Sólvallagötu. Kletturinn
er norðvestur af torginu sem er
fyrir fram JL-húsið við Hringbraut
121 og hann á sér merka sögu.
Hún verðu reifuð stuttlega í eftir-
farandi samantekt. Þegar talað er
um „norðvestur af torginu” er mið-
að við að Vesturgata vísi í vestur,
sem er ekki kórrétt. Esja telst þá
vera í norður, samkvæmt þessari
gömlu áttaviðmiðun, þótt áttaviti
samþykki það ekki alveg.
Fyrir hálfri öld var fjaran við
götuna Ánanaust eitt helsta
athafnasvæði æskufólks vestast
í Vesturbænum og hafði verið
lengi; krossfiskar og ígulker voru
algeng leikföng barna, steinum
og glerbrotum, sem sjórinn hafði
núið og nuggað, var safnað, kerl-
ingum var fleytt, hlaupið undan
öldunni, færi rennt, stálpaðir
strákar fóru í þönglastríð eða
lögðu í ævintýraferðir á prömm-
um, og fleira var sér til gamans
gert. Margir minnast ljúfra æsku-
ára í fjörunni við Ánanaust, td.
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi
forseti, sem átti heima á Ásvalla-
götu og kallaði sig „fjörubarn” í
útvarpsviðtali við Jökul Jakobs-
son, muni ég rétt. Merkilegt vitni
um bjartar bernskuminningar er
Ufsaklettur sem stóð einu sinni
í fjörunni skammt fyrir norðan
Selsvör, þegar hún var og hét, við
enda Hringbrautar. Meðfylgjandi
mynd sýnir afstöðuna milli var-
arinnar og klettsins, eins og hún
var (1. mynd). Á sínum tíma var
mæld staða Ufsakletts áður en
hann lenti í uppfyllingu. Sá sem
mun einkum hafa beitt sér fyrir
þessu var Grétar Jónsson, fyrrum
starfsmaður Reykjavíkurhafnar,
og átti heima á Vesturvallagötu 7
í æsku sinni. Hann vildi ekki týna
Ufsakletti með öllu og hafði í huga
að síðar mætti grafa hann upp og
koma fyrir varanlega aftur.
Tuttugu strákar taka sig
saman
Grétar fékk hóp stráka úr Vest-
urbænum til að styðja þá viðleitni
að láta grafa klettinn upp og úr
því varð árið 1993, með tilstuðlan
borgarverkfræðings. Þá voru. í
forystu fyrir strákahópnum með
Grétari þeir Sigurður Þ. Árnason,
fyrrum skipherra hjá Landhelgis-
gæslunni, og Rafn Sigurðsson, fyrr-
um framhaldsskólakennari, báðir
úr Lautinni, en svo nefnist svæðið
milli Holtsgötu og Bráðræðisholts.
Við þá hef ég báða rætt og þeir
hafa lesið þessa samantekt mína
í drögum og gert athugasemdir.
Þremenningarnir fengu strák af
Ásvallagötunni, Guðmund J. Guð-
mundsson, formann Dagsbrúnar,
til að styðja við málefnið, og sam-
an sendu þeir borgaryfirvöldum
bréf árið 1993 og aftur 1994 og
báðu í seinna bréfinu um að hlað-
ið yrði undir klettinn og komið
fyrir merkingu. Þeir töluðu í nafni
20 manna hóps og vildu að fram
kæmu á skilti þessi orð um Ufsa-
klett, „Hann tengist manndóms-
vígslu stráka í Vesturbænum”. Hin-
um nýuppgrafna kletti var í fyrstu
komið fyrir á torginu framan við
JL-húsið við Hringbraut en þetta
torg mætti nefna Selstorg.
Um aldamótin síðustu skyldi
torgið svo endurhannað og hækk-
að. Áhyggjur vakti að erfitt yrði
áhugasömum að komast að klett-
inum úti á torginu, vegna mikill-
ar umferðar, og var þá rædd hug-
mynd um að koma honum fyrir
þar sem hann hafði staðið áður,
eða sem næst því, en að vísu
ofan á uppfyllingunni. Umrædd-
ur hópur Vesturbæjarstráka sam-
þykkti þetta á fundi og forkólfarn-
ir sendu borgaryfirvöldum bréf
um málið í árslok 1999 og lögðu
jafnframt til að torgið yrði nefnt
Selstorg. Kjartan Mogensen lands-
lagsarkitekt, sem ráðamenn borg-
arinnar fólu að skipuleggja torgið,
sat fundinn og var með í ráðum
um frágang við Ufsaklett. Hann
var síðan settur ofan á uppfylling-
una, sem næst sínum gamla stað,
öllum aðgengilegur. Hörður Ósk-
arsson prentari, þekktur á sjötta
áratuga 20. aldar sem miðvörður
í meistaraflokki KR í knattspyrnu,
hafði meðferðis ljósmynd af klett-
inum þar sem hann stóð á upp-
runalegum stað og gat ekki verið
vafa undirorpið að klettur sá sem
komið var fyrir norðvestan við
torgið, var hinn eini sanni Ufsa-
klettur og snýr eins og hann gerði
á gamla staðnum.
Mikilvægi Ufsakletts
Sá sem þetta ritar, mun yngri
en umræddir Vesturbæjarstrák-
ar, man vel hversu mikið aðdrátt-
arafl kletturinn hafði snemma á
sjötta áratug síðustu aldar þar
sem hann stóð allhátt norðan
Selsvarar. Hann dró til sín krakka,
kannski helst stráka, sem stóðust
ekki mátið að klifra upp á hann, til
dæmis til að renna þaðan færi og
veiða þyrskling eða ufsa. Stund-
um fréttist að sumir fengju lax,
eftir því sem hermt er. Mest þótti
varið í að klífa klettinn þegar gætti
öldugangs, leita þá lags til að kom-
ast upp og stökkva síðan niður
áður en næsta holskefla riði yfir.
Þarna stendur hann, nánast
í beinu framhaldi af Sólvallagöt-
unni, kletturinn sem nefndur var
í upphafi þessarar samantektar.
Þetta er sjálfur Ufsaklettur, en
fáir munu þekkja sögu hans. Hún
er vel þess virði að halda henni
til haga, vekur ljúfar minningar
um liðna tíð og björgunarsagan
er merkur vitnisburður um þörf
manna fyrir að leggja rækt við
sameiginlegar minningar. Slíkar
minningar tengjast mikilvægri vit-
und um sameiginlegan uppruna
og stuðla að samsemd. Þeir sem
stóðu fyrir að bjarga Ufsakletti
voru æskufélagar úr Vesturbæn-
um og þegar klettinum var komið
fyrir á gamla staðnum voru þeir
líklega flestir við lok starfsferils,
hver á sínu sviði. Þeir áttu með
sér fundi og sögðu sögur um lífið
í gamla Vesturbænum. Kletturinn
var miðlægur í minningum þeirra
og þeir tengdu hann manndóms-
vígslu.
Ég undirritaður gerðist afskipta-
samur sumarið 1999, skrifaði borg-
arverkfræðingi bréf og vildi láta
flytja Ufsaklett af torginu yfir á
sjávarkambinn, sem næst gamla
staðnum, og lagði jafnframt til að
torgið yrði nefnt Selstorg. Mér var
þá sagt frá strákahópnum, sem
ég vissi ekki um, og Sigurður Þ.
Árnason bauð mér að vera með á
fundi þeirra, sem ég gerði, mér til
mikillar ánægju.
Gagnlegt að merkja
Þetta er rifjað upp hérna ma.
af því að fyrirhuguð stækkun
sjóvarnargarðs við Ánanaust og
færsla göngustígs, og framkvæmd-
ir sem þessu fylgja, gæti vakið þá
hugmynd að best væri að færa
klettinn, svo að um muni, eða
jafnvel flytja brott. Sú saga sem
hér hefur verið rakin sýnir að það
væri synd og skömm og lausleg
könnun mín bendir til að unnt eigi
að vera að leggja nýjan stíg í fullri
breidd án þess að færa klettinn.
Ástæða er til að merkja Ufsaklett
í von um að það gæti orðið hon-
um til nokkurrar varnar og haldið
lífinu í sögu hans. Og takist vel til
um sjóvarnir væri kjörið að koma
fyrir bekk hjá klettinum og stuðla
að því að hér á stígamótum geti
verið áningarstaður fyrir hina fjöl-
mörgu sem njóta útivistar á stíg-
unum við sjóinn.
Það er annað sem mætti líka
merkja. Eins og fleiri á höfundur
þessa pistils góðar minningar
tengdar Selsvör, bátum, hrogn-
kelsum og grásleppukörlum. Áður
var stunduð sókn frá Selsvör á
djúpmið en Rafn Sigurðsson telur
að slíkir róðrar hafi verið hættir
á þriðja áratug síðustu aldar. Eftir
það voru aðeins stundaðar hrogn-
kelsaveiðar úr vörinni, sumir
höfðu þær sem aukavinnu og svo
reru líka gamlir sjómenn sem voru
komnir í land en áttu erfitt með að
slíta sig frá sjónum, eftir því sem
Rafn hermir. Af grásleppukörlum
þarna var kannski þekktastur á
sjötta áratug síðustu aldar Pétur
Hoffmann eða öðru nafni Pétur H.
Salómonsson sem átti heima við
vörina, og var reyndar ekki einn
um það. Pétur segir af sér sögur
í bókinni “Þér að segja”, veraldar-
saga Péturs Hoffmanns Salómons-
sonar sem Stefán Jónsson færði
í letur. Núna mun fólk af yngri
kynslóðum kannski helst kannast
við Pétur af því að til er um hann
söngurinn Hoffmannshnefar, við
texta Jónasar Árnasonar.
Margir komu við í Selsvör fyrir
ríflega hálfri öld til að kaupa sér í
soðið og þar gat verið líflegt. Strák-
ar hjálpuðu til við að setja fram
báta eða ráða þeim til hlunns og
fengu stundum að fljóta með þeg-
ar vitjað var um.
Eftir að fyllt var upp í Selsvör
ofanverða, trúlega árið 1959, hef-
ur hún smám saman verið að
hverfa með auknum uppfyllingum
og niðurbroti sjávar. Ég tel þó að
á mikilli fjöru megi greina síðustu
leifar hennar og vísa á meðfylgj-
andi mynd því til staðfestingar (2.
mynd). Milli vararinnar, sem ég
þykist greina, og Ufsakletts, þar
sem hann er að finna á uppfylling-
unni fyrir norðan hana, eru um
30 metrar. Ég legg til að Selsvör
verði líka merkt og tilgreini frekari
ástæður þess hér á eftir.
Sorpa, Selsvör og
Öskuhaugar í einni bendu
Svo mjög er farið að fyrnast
yfir hvar Selsvör er að í sérstakri
grein um hana í alfræðisafninu
Wikipedia, sem finna má á netinu
(www.juugle.info/is/Selsvör), seg-
ir að hún hafi verið þar sem núna
er endurvinnslustöð Sorpu og að
áður hafi verið urðunarstaður á
sama stað, þe. ruslahaugar. Þessi
endurvinnslustöð er fyrir vestan
Mýrargötu og æðispöl frá Selsvör
þar sem hún er við enda Hring-
brautar. Þessi ónákvæmni á sér
líklega þá skýringu að skammt frá
endurvinnslustöðinni var Litla-
Selsvör, fyrir neðan núverandi
Vesturgötu, kennd við Litla-Sel, og
munu hafa verið ruslahaugar hjá
vörinni í eina tíð. Önnur ranghug-
mynd er sú að ruslahaugar hafi
verið við Selsvör sjálfa (Stóra-Sels
vör), umrædda vör við enda Hring-
brautar, en það mun aldrei hafa
verið. Haugarnir þar sem Pétur
Hoffmann fann dýrgripi voru kall-
aðir Öskuhaugarnir eða Haugarnir
og voru í fjörunni við Eiðsgranda,
fyrir sunnan Grandaveg. Ég þykist
muna að um miðbik sjötta áratug-
ar síðustu aldar hafi rusli einkum
verið ekið á svæðið svo að segja
beint þar fyrir framan sem síðar
varð til gatan Rekagrandi.
Athygli vekur hve fjaran þar
sem haugarnir voru er orðin hrein
og fjörusandurinn freistandi til
athafna. En erfitt er að klöngrast
ofan í fjöruna hér við Eiðsgranda
og væri eðlilegt að gera tröpp-
ur til að auðvelda fólki, ungu og
gömlu, að komast hérna að sjón-
um, svo sem til að vaða, fleyta
kerlingar eða skoða fjörulífið eða
bara til að spígspora í sandinum.
Þarna gæti líka verið gaman að
koma fyrir upplýsingum um sögu
og náttúru.
Ufsaklettur við Ánanaust í dag. Selsvör (Stóra-Sels vör) um 1950. Hægra megin við miðja mynd sést
Ufsaklettur á sínum gamla stað en nokkurn veginn beint fyrir aftan
má sjá hús Járnsteypunnar við Ánanaust, nú horfið, og í fjarska eru
Móskarðshnjúkar.