Vesturbæjarblaðið - 01.06.2007, Síða 9
9VesturbæjarblaðiðJÚNÍ 2007
Selsvör og Stóra-Sel
Ærið tilefni er til að merkja Sels-
vör, ekki aðeins vegna umrædds
ruglings heldur vegna þess að
þetta er ein helsta og þekktasta
vör í Reykjavík. Hún er kennd við
bæinn Sel eða Stóra-Sel sem var
lögbýli á 14. öld og er ætlandi að
þá þegar hafi vörin verið til, í ein-
hverri mynd. Stóra-Sel er við Holts-
götu 41, á baklóð, og þar stendur
enn steinbær sem mun hafa verið
reistur árið 1884 og ætti að sýna
honum verðugan sóma. Í slíkum
steinbæjum áttu oft heima útvegs-
bændur sem lifðu af sjávarafla
og höfðu nokkurt jarðnæði fyrir
skepnur (grasbýlingar) og svo
hinir sem nefndust jafnan tómt-
húsmenn og lifðu eingöngu af
sjávarafla og vinnu sem féll til. Á
seinni hluta 19. aldar gerðu marg-
ir þessara manna út opna báta,
ekki aðeins til að veiða hrognkelsi
uppi við landsteina á vorin heldur
einkum til þorskveiða um hávet-
ur, jafnvel allt suður í Garðsjó, og
þurfti áræði til og kunnáttu. Um
þetta má fræðast í bókinni Þættir
úr sögu Reykjavíkur. Í Stóra-Sels
vör drógu á land báta sína undir
lok 19. aldar ekki einungis útvegs-
bændur frá Stóra-Seli heldur líka
tómthúsmenn frá Pálshúsum, að
talið er (þar sem er Hringbraut
117 eða 119) og af norðanverðu
Bráðræðisholti, svo sem Háholti
og Lágholti. Enn fremur af Meln-
um en þá mun átt við býli sem
var gegnt Ásvallagötu 53-5, eða
þar um bil (taldist til Sólvallagötu
31). Úr umræddri vör reru líka
sem formenn, Snorri Þórðarson
í Steinsholti sem Snorrakot mun
kennt við (síðar Holtsgata 1) og
Jón Ingimundarson í Selsholti
eða Jónskoti (Holtsgötu 3). Er
um þetta farið eftir þeim Ágústi
Jósefssyni heilbrigðisfulltrúa og
Þórbergi Þórðarsyni rithöfundi,
sem skráði eftir Ólafi Jónssyni fisk-
matsmanni. Stærstu bátarnir, þeir
sem haldið var á djúpmið, voru
sex- og áttæringar og á þeim voru
ófáir aðkomumenn sem fengu inni
hjá útvegsbændum og tómthús-
mönnum.
Þetta er merkileg saga um fram-
farir, fólksfjölgun og bættan hag
sem átti rætur í betri bátum, hag-
kvæmari seglabúnaði og harðari
sjósókn. Framfarirnar birtust ma.
í vandaðri húsakynnum, þar sem
voru steinbæir, eins og á Stóra-
Seli. Þessa ber að minnast og lið-
ur í því væri að merkja Selsvör.
Það mætti gera með því að setja
stólpa með skilti við fyrirhugað-
an garð og gera tröppur sem auð-
veldi fólki að fara upp á garðinn
til að fá yfirsýn. Óttist yfirvöld að
tröppurnar ýti undir fólk að fara
sér að voða með því að ganga á
garðinum, eða feta sig um illfært
stórgrýti niður að sjónum, mætti
kannski afmarka útsýnisstaðinn
með traustri girðingu. Eftir mik-
inn ágang sjávar á síðastliðnum
vetri voru lítil merki um að hann
hefði borið sand og möl á land
við Selsvör enda var hún önnur
tveggja þrautalendinga við Reykja-
vík, hin var Grófin.
Að sunnanverðu í Selsvör telj-
ast vera leifar af hlöðnum garði
eða fremur mætti tala um vegg.
Í Fornleifaskrá Reykjavíkur frá
árinu 1995 segir (bls. 175), „Til
stendur að endurhlaða garðinn
og koma fyrir upplýsingaskilti á
staðnum”. Því miður hefur dreg-
ist úr hömlu að koma fyrir skilti.
Upplýsingar á slíku skilti þyrftu
ekki að vera mjög rækilegar,
áhugasömum mætti vísa á fyllri
upplýsingar á heimasíðu borgar-
innar á netinu. Vegginn má sjá á
meðfylgjandi mynd sem er ný (3.
mynd) og væri nokkurs virði að
halda við sem síðustu minjum
um vörina. Segir í fornleifaskránni
að hleðslusteina úr veggnum
megi sjá á víð og dreif hið næsta
honum. Auðvitað er hætt við að
þeir gangi úr skorðum að nýju en
þannig var raunveruleikinn áður
fyrr og menn létu sig hafa það að
lagfæra vörina og hreinsa hana
eftir þörfum.
Niðurlagsorð
Framtak strákanna vestast í
Vesturbænum sýnir ríka þörf fyrir
tengsl við fortíðina. Ummerkjum
um líf og starf á fyrri tíð hefur
verið eytt jafnt og þétt, stundum
alveg án þess að nauður ræki til
þess. Okkur er þarft að staldra
stundum við og minnast þess að
merki fortíðar hafa oft í sér fólgin
mikil verðmæti, jafnvel þótt þau
láti lítið yfir sér.
Helgi Þorláksson
Hér má sjá Selsvör eins og hún var fyrir 15 árum. Greina má afstöð-
una til Akrafjalls og Esju.
Þetta munu vera leifar Selsvarar þar sem sjá má þarabrúsk og þöngla-
stóð við sjóinn. Tveir áberandi steinar liggja nær. Umræddan vegg má
sjá fyrir miðri mynd, við vörina að sunnanverðu. Myndin er tekin 17.
maí 2007, um kl. 12:45 en háfjara var 12:34. Staðurinn er um 30 metr-
um fyrir sunnan Ufsaklett þar sem hann stendur á uppfyllingunni.
Kaupi
hljómplötur (LP) helst
Jazz. Annað kemur
til greina.
Ingvar sími: 699 3014
& 534 9648.