Vesturbæjarblaðið - 01.06.2007, Page 10
Útilífsskóli skátafélagsins Ægis-
búa í Vesturbænum er starfrækt-
ur í samvinnu við ÍTR og Banda-
lag íslenskra skáta. Á námskeið-
unum er lögð áhersla á útivist,
náttúrafræðslu og sjálfsbjargar-
viðleitni. Í sumar er tíunda starfs-
ár Útilífsskólans sem hefur not-
ið mikilla vinsælda frá upphafi.
Eins og í öllu skátastarfi er mark-
mið Útilífsskólans m.a. að kynna
þátttakendum náttúru landsins
og jafnframt fræða þá um hvern-
ig beri að umgangast hana að
virðingu.
Skátafélagið Ægisbúar býður
í sumar upp á spennandi útilífs-
námskeið fyrir krakka á aldrinum
8 til 10 ára, þ.e. börn fædd fædd
1997 til 1999. Meðal viðfangsefna
á námskeiðunum er sund, stang-
veiði, náttúruskoðun, hópeflisleik-
ir, skátaleikir, hellaskoðun, heim-
sóknir á söfn og siglingar. Hvert
námskeið er sérstakt og því getur
dagskrá þeirra verið mismunandi.
Í upphafi námskeiðs fá allir þátt-
takendur með sér heim ítarlegan
bækling um tilhögun námskeiðs-
ins. Athyglisvert er að dagskrá
námskeiðanna er mismunandi og
því er tilvalið að skrá sig á fleiri
en eitt námskeið. Það er hægt að
gera á vef Ægisbúa, www.skati.is
eða í síma 552-3565.
Reynslumiklir
leiðbeinendur
Allir leiðbeinendur Útilífsskóla
Ægisbúar hafa starfað um árabil
með börnum og unglingum í skáta-
starfi. Leiðbeinendur eru af báð-
um kynjum, hafa hlotið viðeigandi
þjálfun hjá Bandalagi íslenskra
skáta og sótt sérstök námskeið
fyrir starfsfólk sumarnámskeiða
hjá ÍTR. Næstu námskeið eru frá
25. júní til 29. júní og frá 13. ágúst
til 17. ágúst nk.
10 Vesturbæjarblaðið JÚNÍ 2007
Sumarfrístund í Selinu
Gert er ráð fyrir að hefðbund-
in leikjanámskeið ÍTR fyrir
6-7 ára börn verði lögð niður
og í staðin boðið upp á áfram-
hald í starfi frístundaheimil-
ina, kallað Sumarfrístund. Í
sumar ríður Frostaskjól á vað-
ið með þessa nýbreyttni fyrst
frístundamiðstöðva. Ótvíræðir
kostir við þetta fyrirkomulag
eru að auðveldara er að halda í
reynt starfólk og börnin eru í
umhverfi sem þau þekkja.
Þeir sem eru hjá Frostaskjóli í
sumar eru öllum hnútum kunnug
og þekkja starfið, aðstæður og
börnin vel úr starfi vetrarins og
því eru börn eru öruggari og líð-
ur betur. Foreldrar virðast líka
ánægðir með þetta fyrirkomulag
og í Selinu, frístundaheimilinu í
Melaskóla og komust færri að en
vildu í júní.
Í Selinu er mikil dagskrá flesta
daga og mikið verið á ferðinni.
Sem dæmi um dagskrárliði í fyrstu
viku í Selinu var farið tvisvar í
sundkennslu, hannaðir flugdrek-
ar, fengin glímukennsla frá félög-
um úr Glímusambandi Íslands,
farið í Laugardalslaugina, könnuð
fjaran á Gróttu, og einnig var heil-
mikið af frjálsum leik heima fyrir.
Vikan endaði svo með í grillveislu
í Hljómskálagarðinum svo þetta
var frábær byrjun á góðu sumri.
Starfsemi skáta er bæði uppbyggjandi og skemmtileg sem allir geta notið.
Útilífsskóli Ægisbúa leggur
áherslu á sjálfsbjargarviðleitni
www.blomalfur.is
kíktu á nýju heimasíðuna....
góða skemmtun..
Nú er sumarið gengið í garð
og hefðbundnu vetrarstarfi hjá
unglingum að ljúka. Sumrinu
fylgir tilhlökkun, skólunum lýk-
ur og eitthvað nýtt og spenn-
andi tekur við hjá flestum. Sum-
arið er líka sá tími sem ungling-
ar upplifa meira frjálsræði og
því geta fylgt ákveðnar hættur.
Sumarið á að vera skemmtilegt
og unglingar eiga að upplifa
nýja og spennandi hluti, en sú
upplifun verður að vera jákvæð
og það er á ábyrgð okkar full-
orðna fólksins og passa upp á
að svo verði.
Unglingar taka áhættu og er
það mikilvæg leið í sjálfsskoðun
þeirra og þroska. Áhættuhegð-
un þeirra beinist oft að þeim
hlutum sem þau hafa litla eða
enga þekkingu á og þess vegna
er mikilvægt að reyna að koma
í veg fyrir að unglingar leiðist
út í óæskilega hegðun. Það er
ýmislegt sem foreldrar og for-
ráðamenn geta gert til að reyna
að koma í veg fyrir að unglingar
fari út af sporinu. Mikilvægt er
að foreldrar þekki vini barna
sinna og að foreldrar tali sam-
an. Foreldrar þurfa að vera
samstíga um að fara eftir úti-
vistarreglunum og leyfa ekki eft-
irlitslaus partý og útilegur. Vina-
hópur er uppbyggður af einstak-
lingum sem leita sér stuðnings,
öryggis og samkenndar innan
hópsins.Oft kemur þessi hópur
í staðin fyrir fjölskyldu unglings-
ins og þess vegna er mikilvægt
að foreldrar þekki þennan vina-
hóp og sé í góðum tengslum við
aðra foreldra.
Unglingar sem leiðast út af
beinu bautinni geta lent í mikl-
um vanda og það reynist flest-
um unglingum og fjölskyldum
þeirra afar erfitt. Ef hægt er að
koma í veg fyrir þá þróun í ein-
hverjum tilvikum er hægt að
spara unglingnum, fjölskyldu
hans og vinum ómælda erfið-
leika og sorg, svo ekki sé talað
um hvað samfélagið sparar í
ýmsum kostnaði sem fylgir þess-
um málaflokki.
Öll höfum við miklar vænting-
ar til barnanna okkar og viljum
koma þeim til manns.
Rannsóknir hafa sýnt að ken-
nsla í því að styrkja ungmenni í
að taka eigin ákvarðanir, kenna
þeim félagslega færni og trúa á
sjálfan sig, eflir þau og styrkir
til þess að verða góðir og gildir
þjóðfélagsþegnar.
Skilningur á frávikshegðun
unglinga er nauðsynlegur og
það þarf að setja hana í sam-
hengi við áhrif vina, fjölskyldu
og samfélagsins almennt. Ung-
lingar sýna ekki frávikshegðun
af því þau vilja taka áhættu, þau
gera það einnig af því að þau
sjá aðra unglinga og fullorðna
hegða sér á ákveðinn hátt. Þau
vilja lifa eins og fullorðna fólkið
og þau verða fyrir ýmsum áhrif-
um frá samfélaginu og þeirri ung-
lingamenningu sem haldið er að
þeim í gegnum t.d. fjölmiðla, tón-
list og internetið. Rannsóknir
hafa verið gerðar á áhrifum vina
á frávikshegðun unglinga og
m.a. hefur verið sýnt fram á að
þátttaka í skipulögðu tómstunda-
starfi, íþróttastarfi og góð tengsl
við fjölskyldu draga úr neikvæð-
um áhrifum sem unglingar geta
orðið fyrir af jafnöldrum sínum.
Þessir þættir hafa fyrirbyggj-
andi áhrif á frávikshegðun ung-
linga og byggja á því sjónarmiði
að því minni tíma sem unglingar
verja utan skipulagðs starfs, því
minni tíma hafa þau til þess að
tileinka sér frávikshegðun.
Höfum þetta í huga núna þeg-
ar sumarið er gengið í garð.
Reynum að verja sem mestum
tíma með börnunum okkar, fylgj-
umst með því hvað þau eru að
gera og með hverjum þau eru.
Við eigum að vera góðar fyrir-
myndir, vera í góðu sambandi
við aðra foreldra og leyfum ekki
eftirlitslaus partý og úilegur.
Gleðilegt sumar !
SUMARTÍMINN
Frá Höllu Björk Marteinsdóttur
Félagsfræðingi og verkefnisstjóra
Þjónustumiðstöð Vesturbæjar
Greinin byggir á meistaraprófsritgerð
í félagsfræði HÍ (2004)
Sumarstarfið er byrjað á fullu
í Frostaskjólinu. Fjöllistahópur
Frosta er tilraunarverkefni á
vegum Vinnuskólans og Frosta-
skjóls. Hópurinn er skipaður
unglingum úr 9. bekk Hagaskóla
og mun hópurinn vera með
ýmiskonar listræna viðburði fjöl-
förnum stöðum í Vesturbænum
í sumar. Má þar nefna gjörninga
og annarskonar listsköpun.
Starfsmenn Frostaskjóls
hvetja þá sem áhuga hafa að
fylgjast vel með.
Atriði frá fjöllistahópnum.
Blómlegt sumarstarf
í Frostaskjóli