Vesturbæjarblaðið - 01.06.2007, Page 11
Starf Leynileikhússins í leiklistar-
starfi fyrir börn er nú komið inn í
valda skóla á höfuðborgarsvæðinu. Í
vor voru námskeið í fimm skólum á
Stór-Reykjavíkursvæðinu og voru nám-
skeiðin í tengslum við stundartöflu
barnanna til að mynda samfelldan
skóladag. Það má taka fram að þetta
er hugmynd frá foreldrum sem eiga
framtakssöm börn og eru að verða
langþreyttir á því að skutla börnun-
um sínum um víðan völl á þessum
örfáu mínútum sólarhringsins sem til
aflögu eru. Þetta mældist vel fyrir og
verður áframhald á því í haust.
Námskeiðin sem fóru fram í vor
enduðu með sýningum á leikritum
barnanna og unglinganna í Austurbæ
við Snorrabraut og í Tjarnarbíó við
Reykjavíkurtjörn svo allir nemendurn-
ir fengu að leika í alvöru leikhúsum
við frábærar undirtektir áhorfenda.
Drekaskógur í leikferð til
Finnlands Vorið 2007
Krakkarnir í Barna- og unglingaleik-
húsinu hittust fyrst á námskeiðum
á vegum Leynileikhússins. Barna og
unglingaleikhúsið setur svo upp leik-
rit nú í sumar í samstarfi við Leynileik-
húsið og verða prufur fyrir hlutverk í
boði fyrir þátttakendur á námskeiðum
Leynileikhússins. Námskeiðin byrjuðu
18. júní sl. í Tjarnarbíói. Þetta eru viku-
námskeið fyrir unga leikarara á aldr-
inum 9-15 ára. Allar upplýsingar og
skráning fer fram á leynileikhusid.is.
Á menningarnótt Reykjavíkur í fyrra
frumsýndi nýstofnað Barna- og ung-
lingaleikhús barnaleikritið Drekaskóg
eftir Agnar Jón Egilsson. Þetta var
fyrsta uppsetning Barna- og unglinga-
leikhússins en síðan þá hefur Barna
og unglingaleikhúsið sýnt leikritið
Jólafár eftir Kikku. Bæði verkin voru
í leikstjórn Agnars Jóns Egilssonar.
Leikendur eru á aldrinum 9-17 ára og
listrænir stjórnendur sýningarinnar
allir fagmenn úr leikhúsheiminum.
Drekaskógur er sígilt ævintýr. Góð
og ill öfl takast á um framtíð alheims-
ins. Skógardísir og svartálfar berjast
um yfirráð yfir uppsprettu alls sakleys-
is og mannabörnin villast inn í hring-
iðuna. Hróður Drekaskógs hefur náð
út fyrir landssteinana því 20 manna
hópur á vegum Barna- og unglingaleik-
hússins lagði upp í ferð til Finnlands
á 20 ára afmæli barnaleikhúshátíðar-
innar í Kuusankoski í Finnlandi í maí-
mánuði sl. Með leikmynd og búninga
í farteskinu byrjaði ævintýrið í helli-
rigningu í Kaupmannahöfn, þar sem
var millilent og tekið forskot á sæluna
með tívolískemmtun í millilending-
unni. Í Kuusankoski var æft undir ber-
um himni í 25 stiga hita og síðan tóku
við tvær sýningar sem uppselt var á,
og vöktu mikla hrifningu.
Undirbúningurinn féllst meðal ann-
ars í því að einfalda sögusögn leik-
ritssins með því að leika meira með
látbragði fremur en með tungumálinu
og viðbrögðin létu ekki á sér standa.
Skemmtilegast fannst finnsku áhorf-
endunum sem sátu og nutu ævintýr-
insins, sem fram fór á íslensku, þegar
leikararnir brugðu fyrir sig kunnáttu
sinni í finnsku. Þá var mikið hlegið.
Barna og unglingaleikhúsið er sjálf-
stætt starfandi leikfélag sem setur
upp sýningar fyrir yngri áhorfendur.
Félagið naut engra opinberra styrkja
við undirbúning sinn undir ferð sína
til útlanda, heldur var sameinast í fjár-
öflun með dyggri aðstoð foreldra.
11VesturbæjarblaðiðJÚNÍ 2007
Sýningar barnanna eru bæði lifandi og litskrúðugar.
Hollusta og ham-
ingja í Skólastræti
Hollustu- og hamingjumarkaður
hefur verið opnaður í Skólastræti en
til stendur að starfrækja markaðinn
þar um helgar í sumar. Opið verð-
ur laugardaga og sunnudaga frá kl.
12.00 til 18.00. Þar verður hægt að
krækja sér í lífrænt grænmeti, krydd-
jurtir, Hollustu úr hafinu, orkusteina
og blóm svo eitthvað sé nefnt. Ekki
er ólíklegt að talsverð umferð verður
á þennan markað í sumar, en hann
er góð viðbót við annars ágæta flóru
verslana í miðborginni.
Segja má að í sumar gildi í Skóla-
strætinu eitt boðorð: BLÓMSTRUM!
Leiklistarnámskeið fyrir börn í Tjarnarbíói
Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur
Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar
Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is
Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt
Komum heim til aðstandenda ef óskað er
Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför
Hermann Jónasson Geir Harðarson