Vesturbæjarblaðið - 01.06.2007, Síða 14
Árið 1998 kom á markað hér
á landi mjólkurafurð sem strax
vakti athygli og hefur notið vin-
sælda frá fyrsta degi, LGG+. Smá-
skammtaflöskurnar sem lands-
menn þekkja mætavel mörkuðu
reyndar nokkur tímamót í mark-
aðssetningu á matvælamarkaði;
MS var eitt allra fyrsta fyrirtæk-
ið í heiminum sem kynnti þessa
nýju umbúðategund til sögunnar.
Fyrir skemmstu fjölgaði í LGG+-
fjölskyldunni þegar LGG+ jógúrt
kom á markað.
Styrkur LGG+ felst í LGG-gerlin-
um, sem tveir bandarískir háskóla-
prófessorar einangruðu snemma
á níunda áratug síðustu aldar.
Finnski mjólkurframleiðandinn
Valio fékk einkaleyfi á notkun ger-
ilsins árið 1990 og átta árum síðar
samdi MS við Valio og tryggði sér
þar með notkunarleyfi.
Jákvæð áhrif
„Fjölmargar vísindalegar rann-
sóknir hafa verið gerðar á LGG-gerl-
inum og virkni hans”, segir Björn
S. Gunnarsson matvæla- og nær-
ingafræðingur hjá MS. „Sýnt hefur
verið fram á margvísleg jákvæð
áhrif hans, t.d. á meltingarstarf-
semi. LGG hefur bæði fyrirbyggj-
andi áhrif og getur komið í veg
fyrir kvilla af ýmsum
toga og hann eflir
mótstöðuafl líkamans
og stuðlar þar með að
vellíðan og hreysti.”
Margar rannsókn-
ir á LGG-gerlinum
benda til þess að
hann geti haft jákvæð
áhrif á ónæmiskerf-
ið, fæðuofnæmi og
kveftíðni, svo fátt eitt
sé nefnt. „LGG-
gerillinn, sem
o g re y n d a r
aðrir mjólkur-
sýrugerlar, eru
einnig taldir
hafa góð áhrif
á mjólkursyk-
ursóþol,” segir
Björn ennfrem-
ur. „Það ger-
ist þannig að
gerlarnir sjálfir
brjóta niður
mjólkursykur-
inn í vörunni
við sýringu,
sem er ferlið
þegar mjólkur-
varan er sýrð
og verður t.d.
að jógúrt eða
skyri.”
Skammta-
stærðin
er engin
tilviljun
LGG+ fæst í
65 ml smáflösk-
um og þessi
skammtastærð
hefur va f is t
fyrir sumum.
Þær tröllasög-
ur gengu fjöllunum hærra á sín-
um tíma að óhollt væri að drekka
meira en eina smáflösku á dag.
„Í 65 ml smáflöskunni af LGG+
er hæfilegur dagskammtur af LGG-
mjólkursýrugerlum, a- og b-gerlum
og heilsutrefjum til að ná hámarks-
áhrifum” segir Björn. “Hins vegar
er hættulaust með öllu að drekka
fleiri en eina smáflösku á dag, enda
er LGG+ matvara en ekki lyf. Sama
gildir um nýju jógúrtdósirnar, hæfi-
legur dagskammtur er ein dós, en
óhætt að borða fleiri yfir daginn.
Dagleg neysla LGG+ tryggir fulla
virkni gegn fjölmörgum neikvæð-
um áhrifum og byggir upp varnir
líkamans, því hver smáflaska eða
jógúrtdós inniheldur það magn
af LGG sem stuðlar að hámarks
áhrifum.”
14 Vesturbæjarblaðið JÚNÍ 2007
Ý M I S Þ J Ó N U S T A
Hreinsum allan fatnað,
sængur, millidýnur og gardínur
á athyglisverðu verði.
EFNALAUGIN
DRÍFA
Hringbraut 119 • Rvk.
ÖLL ALMENN PRENTUN
SÍMI 561 1594
895 8298
HRÓLFSSKÁLAVÖR 14
NETFANG: NES@ISHOLF.IS
AUGL†SINGASÍMI
511 1188
895 8298
Netfang:
borgarblod@simnet.is
LGG hefur fyrirbyggjandi og jákvæð áhrif
„ N ý v e r i ð
gaf Mjólkur-
samsalan út
uppskriftabæk-
ling, þann 114.
í ritröðinni.
Bæklingurinn,
Sælkeraréttir
með Delfí, inni-
heldur 12 upp-
skriftir sem
að þessu sinni
eru tileinkaðar
Delfí ostinum
sem kom á
markað fyrir
nokkrum mánuðum. Delfí er fersk-
ur léttur rjómaostur með aðeins
15% fituinnihald.
Osturinn er mjög skemmtilegur
í matargerð þar sem hann er fersk-
ur og gefur skemmtilegt rjóma-
bragð. Lágt fituinnihaldið veldur
því að osturinn heldur sér betur
en fitumeiri rjómaostar, þannig
lekur hann ekki þegar hann hitn-
ar og því klessist maturinn ekki"
segir Guðbjörg Helga Jónsdóttir
markaðstjóri osta- og smjörvara.
Signý Jóna Hreinsdóttir mat-
gæðingur þróaði uppskriftirnar
og fór hún þá leið að nota ákveð-
na grunnuppskrift í nokkrar upp-
skriftirnar til að sýna ólíka notkun-
armöguleika á sama hlutnum.
Hér er ein uppskrift úr bæk-
lingnum sem gefur smá innsýn í
það sem þar er að finna:
Delfí-tortillur með mangó
chutney og salsasósu
FYRIR FJÓRA
1 pakki tortillur (8 stk.)
600 g kjöt, t.d eldaður, kaldur
kjúklingur í bitum eða steikt nauta-
hakk.
1 avókadó, skorið í litla bita
1 askja kirsuberjatómar, skornir í
tvennt
1 dós maísbaunir og/eða nýrna-
baunir
1 dós Delfí
4-6 msk. mangó chutney
200 g rifinn Gratínostur
1 krukka salsasósa (u.þ.b. 200 ml)
Hitið ofn í 180 °C. Delfí-osti
og mangó chutney er blandað
saman í skál. Á miðju hverrar
tortillu, eftir henni endilangri, er
sett Delfí-mangómauk, kjöt, avo-
cado, baunir og tómatar.
Tortillunum er rúllað upp og
þeim raðað í eldfast mót. Salsasó-
su dreift langsum yfir hverja tor-
tillu og síðan rifnum osti. Bakað
í ofni í 20 mín. Berið fram með
fersku salati.
Sælkeraréttir með
114
Guðbjörg Helga
Jóhannesdóttir
Markaðsstjóri
osta- og
smjörvara.
Björn S. Gunnarsson, matvæla- og næringafræðingur MS
Björn S.
Gunnarsson.
Sigurbjörg Halldórs-
dóttir í verðlaunasæti
Um mánaðmótin apríl/maí tók
Sigurbjörg Halldórsdóttir (Silla)
þátt í alþjóðlegri nemakeppni
hárgreiðslunema í Gautaborg.
Árangur Sillu var frábær því hún
varð í þriðja sæti. En í keppninni
tóku þátt um 50 nemar frá öllum
heimshornum. Greiðsla Sillu var
einstaklega falleg og glæsileg
galahárgreiðsla.
Silla, sem er tvítug, hefur unnið
á stofunni hjá Arnari í þrjú ár, eða
síðan árið 2004. Hún útskrifaðist
úr Iðnskólanum í Reykjavík í des-
ember s.l. Henni finnst skemmti-
legast að klippa og lita, en er
greinilega mjög fjölhæf eins og
árangur hennar í keppninni sýnir.
Arnar er mjög ánægður með
flutninginn á Grandann og finnst
hann hálft í hvoru kominn heim.
“Hverfið er mjög lifandi” segir
hann. Enda mikill uppgangur á
svæðinu og ný fyrirtæki spretta
þar upp eins og gorkúlur allt í
kringum stofuna hans. Arnar vildi
taka fram hve vel viðskiptavinirn-
ir kunna að meta ný húsakynni og
ekki síst hvað Vesturbæingar hafa
tekið vel á móti honum og hans
starfsfólki. Arnar og stofan hans
Salon Reykjavík er komin í Vestur-
bæinn til að vera.
Vesturbæjarblaðið óskar Sillu
til hamingju með árangurinn og
samgleðst Arnari með velgengni
hans og ánægju með flutninginn í
Vesturbæinn.
Sigurbjörg Halldórsdóttir ásamt Arnari eigenda Salon Reykjavík.
Salon Reykjavík á Granda:
KR-sport rekur Nike verslun í Frostaskjólinu en allir keppendur KR
klæðast nú NIKE vörum. Á myndinni er Guðjón Kristinsson, fram-
kvæmdastjóri KR-sports, sem segist ánægður með þær viðtökur
sem verslunin hafi fengið það sem af er sumri.