Vesturbæjarblaðið - 01.06.2007, Qupperneq 15
15VesturbæjarblaðiðJÚNÍ 2007
KR-SÍÐAN“Hörð deild sem ég hef
fundið fyrir í leikjunum”
Rúnar Kristinsson kom til liðs
við KR í sumar en hann hefur leik-
ið undanfarin ár erlendis, nú síðast
í Belgíu. Rúnar lék sem kunnugt
er með KR sumarið 1994 áður en
hann hélt utan til að spila fótbolta.
Rúnar segir að það hafi komið til
greina að hætta alveg knattspyrnu-
iðkun þegar hann hætti að spila í
Belgíu, en fyrst og fremst hafi hann
verið að einbeita sér að því verk-
efni sem hann hafði í Belgíu, þ.e.
að sjá til þess að það lið sem hann
var að spila með þar héldi sínu
sæti í deildinni, og það tókst.
“Það er ljóst að ef ég hefði ekki
fundið mig vel í síðustu leikjunum
í Belgíu og fundið til löngunar að
halda áfram að spila fótbolta, hefði
ég einfaldlega hætt en ekki komið
hingað heim til Íslands til að spila
fótbolta, heldur taka mér eitthvað
annað fyrir hendur hér heima. Ég
velti hins vegar aldrei vöngum yfir
því að spila með einhverju öðru liði
en KR hér heima, það var bara KR í
dæminu.”
- Hvernig hefurðu fundið þig í þess-
um leikjum sem þú ert búinn að spila
með KR?
“Þetta eru allt nýir félagar fyrir
mig, nema kannski Pétur Marteins-
son og Kristján markmaður, með öðr-
um hef ég nánast ekkert spilað með
nema aðeins lítilsháttar með Gunn-
laugi Jónssyni. Maður þarf alltaf að
venjast nýjum leikmönnum, nýrri
taktík og aðstæðum, en til þessa hef
ég ekki verið upp á mitt allra besta.
En vonandi get ég bætt mig og spil-
að betur fyrir KR. Liðið ætti að vera
búið að ná vel saman þar sem það
hefur verið saman í allan vetur að
mér undanskildum, og það er ekki
afsökun fyrir slöku gengi. Hins vegar
er mótið mjög stutt og það eru gerð-
ar miklar kröfur til KR, eins og reynd-
ar löngum áður, og fyrstu tveir leik-
irnir fóru ekki eins og menn héldu,
þ.e. gegn Keflavík og Breiðablik. Þar
vorum við strax búnir að tapa fimm
stigum af sex mögulegum og þá fara
leikmenn kannski að efast svolítið
um eigin getu og getu liðsins. Þá
geta menn orðið smeykir og misst
eitthvað að því sjálfstrausti sem
nauðsynlega þarf. Ef KR hefði unnið
fyrsta leikinn gegn Keflavík væri allt
annað uppi á teningunum nú hvað
varðar stöðu KR í Landsbankadeild-
inni, önnur úrslit mun hagstæðari.
Við þurfum kannski að vera svo-
lítið brosmildari og glaðari en við
erum þegar við erum að spila fót-
bolta, þetta er jú það skemmtileg-
asta sem við leikmennirnir gerum.
Við verðum að njóta leiksins betur
og ekki hræðast tap og að gera mis-
tök. En ef ég og aðrir vissum eitt rétt
í þessu sambandi væri ekki erfitt að
laga hlutina.”
- Þú ert að spila hér aftur eftir 13
ára hlé.Hefur íslenska úrvalsdeildin
breyst mikið á þessum árum að þínu
mati?
“Ég held alveg heilmikið, og til
þess betra. Það er mikið af flínkum
strákum að spila í deildinni og tækn-
inni hefur fleygt fram. En aðstaðan
hér, t.d. vallarskilyrðin sums staðar,
leyfa ekki alltaf þann hraða sem æski-
legt væri að ná í leiknum. En það
veldur því að þú hefur minni tíma
með boltann og það er auðveldra
að pressa andstæðingana, einnig að
pressa þá til að gera mistök. Þess
vegna er mikil barátta hér í deild-
inni, þetta er mjög hörð deild, og ég
hef fundið fyrir því í leikjunum hér.
En fótboltinn í Belgíu er miklu betri
en hér, enda er þar fín aðstaða og fín-
ir vellir sem veita möguleika á betri
fótbolta. Þar vita menn að ef bolt-
inn kemur fastrúllandi til þín hratt
á hann ekki eftir að skoppa í þúfu í
leiðinni eða ofan í holu. Það hefur
auðvitað mjög mikið að segja.”
- Eru áhangendur KR óþolinmóðari
en stuðningsmenn annara liða hvað
varðar árangur, ætlast þeir til meira
af sínu liði en áhangendur annara
íslenskra liða?
“Ég held að áhangendur KR séu
ekkert óþolinmóðir, það eru frekar
fjölmiðlar sem gera sér mat úr því ef
miður gengur, og svo auðvitað stuðn-
ingsmenn annara liða. Þegar við
töpuðum upp á Skaga kom hálfsíðu
frásögn um það á baksíðu Morgun-
blaðsins, en ef við ynnum leik fengj-
um við ekki hálfsíðu á baksíðu Morg-
unblaðsins. Nú er það fréttnæmt að
okkur hefur gengið illa, en ef okkur
fer að ganga vel, þá er það ekki eins
fréttnæmt, kannski vegna þess að
fjölmiðlum finnst það eðlilegt.
Mat mitt á öðrum liðum í deildinni
er það að FH sé með besta liðið enda
með marga leikreynda leikmenn, og
staða þeirra staðfestir það. En Vals-
menn eru að byggja upp skemmti-
legt lið og það er gaman að horfa á
þá. En ég vona fyrir alla knattspyrnu-
unnendur í landinu að þetta verði
jöfn deild í sumar og spenna fram í
síðustu umferð, og að FH stingi ekki
af,” segir Rúnar Kristinsson knatt-
spyrnumaður.
Fannar Ólafsson
íþróttamaður KR
Á aðalfundi KR sem haldinn
var í sl. mánuði var Fannar Ólafs-
son, fyrirliði Íslandsmeistara KR
í körfuknattleik, valinn íþrótta-
maður ársins hjá KR. Nafnbót-
in er æðsti heiður sem íþrótta-
manni innan KR er sýndur og
Fannar svo sannarlega vel að
þessu kominn, en fjölmargir
afburðaríþróttamenn voru til-
nefndir og því valið erfitt. Síð-
ustu tvö ár hefur Ragnheiður
Ragnarsdóttir sunddrottning
hampað þessum titli.
Fannar hefur leikið með KR und-
anfarin tvö ár og var fyrir tímabil-
ið gerður að fyrirliða liðsins. Bar-
áttuandi og sigurvilji Fannars átti
ekki síst þátt í að KR-ingar unnu
Íslandsmeistaratitilinn í magnaðri
úrslitarimmu við Njarðvíkinga.
Margir frábærir íþróttamenn inn-
an raða KR sem náð hafa frábær-
um árangri komu til greina við
valið, s.s. Pétur Eyþórsson glímu-
kóngur, Ragnheiður Ragnarsdóttir
sunddrottning og Björgólfur Take-
fusa knattspyrnumaður.
Rúnar Kristinsson knattspyrnumaður, á KR-vellinum.
Joshua Helm til KR
Í s l andsmeis tarar KR í
körfuknattleik hafa fengið góðan
liðsstyrk þar sem Joshua Helm
hefur gengið til liðs við KR. Jos-
hua var valinn besti erlendi leik-
maður úrvalsdeildarinnar þeg-
ar hann lék með liði Ísfirðinga
fyrir tveimur árum. Þá skoraði
hann að meðaltali 37,2 stig í
leik. Jovan Zadravevski hefur
einnig samið við KR og leikur
með þeim næsta vetur.
Nokkrar vangaveltur hafa
verið um það hvort Tyson Patt-
erson verði áfram með KR, en
Böðvar Eggert Guðmundsson,
formaður körfuknattleiksdeild-
ar KR segir að ljóst sé að hann
verði ekki með, og það sé skarð
fyrir skildi.
Fannar Ólafsson, íþróttamaður KR, með verðlaunagripinn sem
Guðjón Guðmundsson, formaður KR, afhenti honum á aðalfundinum.
KR-kreditkort tryggir
afslátt hjá fjölda fyrirtækja
Þessa dagana er verið að kynna
KR-kreditkortið sem á að nýtast
öllum KR-ingum vel, ekki síst í
formi afsláttar á vörum og þjón-
ustu. Það er von KR-inga að sem
flestir fái sér KR-kort og beini
viðskiptum sínum til þeirra fyr-
irtækja sem þar um ræðir. Með
notkun þess tryggja korthafar auk
þess innviði KR og auka möguleik-
ana á að bæta enn frekar þjónust-
una við iðkendur innan KR sem og
foreldra. Auk þessa er KR-kortið
félagskort KR, og með því að nota
það er viðkomandi einfaldlega að
sýna öllum, ég er KR-ingur!
Um er að ræða fjórar gerðir
korta; gráa kortið sem m.a. gildir
á heimaleiki KR og veitir aðgang
að styrktarmannaklúbbinum,
KR-klúbbnum. Hvíta kortið gild-
ir fyrir tvo á heimaleiki í fótbolt-
anum og svarta kortið fyrir þrjá,
en öll kortin gilda veita aðgang
að KR-klúbbnum. Fjórða kortið er
hvíta kortið fyrir körfuboltann og
gildir á heimaleiki í körfunni auk
aðgangs að styrktarmannaklúbbi
körfuboltans, 6-maðurinn!
Kortin verða seld á næstu
heimaleikjum KR í Frostaskjólinu.
Knattspyrnuskóli KR er nú í full-
um gangi frá kl. 08.30 á morgnanna
til kl. 12.00, og tekur fjöldi barna
þátt í honum, en hann er ætlaður
börnum á aldrinum 6 til 12 ára.
Hvert námskeið stendur yfir í tvær
vikur. Þetta starf er mjög mikil-
vægt, bæði fyrir börnin og félagið,
þarna læra þau að vinna saman,
fara með bolta og svo er útiveran
svo skemmtileg. Einnig er í gangi
körfuboltaskóli á vegum KR, og þar
er áhugi barnanna ekki síðri. Körfu-
boltaskólinn er frá kl. 12.30 til 16.00.
Allar upplýsingar um námskeiðin
er að fá á skrifstofu KR eða á www.
kr.is/ithrottaskoli
Miklar framkvæmdir
Nú stendur fyrir dyrum að
leggja parketgólf á íþróttasal KR, en
á síðasta ársþingi Körfuknattleiks-
sambands Íslands var samþykkt að
allir leikir í úrvalsdeild körfuboltans
færu fram á parketi. Rífa þarf dúkin
af og tekur þetta ferli allt um tvo
mánuði og verður því lokið um 20.
ágúst nk. Kostnaður er áæltlaður
um 22 milljónir króna.
Einnig verður farið í að skipta um
gervigras á gervigrasvelli KR sem
var vígður árið 2005. Hann hefur
reynst gallaður, en gúmmíkúlurnar
sem áttu að ganga niður í hann hafa
ekki gert það. Reykjavíkurborg kost-
ar þessa framkvæmd, en sami galli
mun hafa komið upp á tveimur öðr-
um gervigrasvöllum í borginni.
Mikill áhugi á knattspyrnu-
skóla og körfuboltaskóla KR
Við leitum að samviskusömum og jákvæðum starfskrafti til
starfa í íþróttahúsi KR. Um er að ræða almenna húsvörslu,
þrif, þvott og baðvörslu í búningsklefum stúlkna.
Nánari upplýsingar um starfið í síma 898-3148.
Egill Orri Árnason með boltann í knattspyrnuskóla KR. Áhuginn er
alveg augljós en þarna voru þeir yngstu í boðhlaupi með bolta.
- segir Rúnar Kristinsson