Allt um íþróttir - 01.09.1950, Qupperneq 3
ALLTUM ÍÞRÓTTIR
TÍMARIT UM INNLENDAR □□ ERLENDAR ÍÞRDTTIR
RITSTJDRAR I
RAGNAR INBÓLFBSDN □ G ÖRN EIÐSSDN
ÁBYRGÍ3ARMAOUR :
EÍSLI ÁSMUNDSSON
UTANÁSKRIFT:
TÍMARITIÐ ÍÞRÓTTIR,
VÍÐIMEL 31
SÍMI: 5P55 - KL. 9—11 ÁRD. -
3. HEFTI SEPTEMBER 195D 1. ÁRG.
Ágæt frammistaða íslenzku
keppendanna á hinu nýafstaðna
Evrópumeistaramóti hefur orðið
dýrmæt íþróttamönnum okkar. Öll
þjóðin fylgdist af áhuga með af-
rekum þeirra, og úti uirj heim er
skrifað og talað um þá sem hetj-
ur, víkinga og jafnvel undramenn
frá Sögueyjunni í norðri.
Þetta var ekki í fyrsta skipti,
sem íþróttamennimir varpa ljóma
á nafn íslands, þótt aldrei hafi þeir
gert það jafn eftirminnilega og nú.
Allt frá styrjaldarlokum hafa þeir
staðið í ströngu og aldrei legið á
liði sínu. — Það er því ekki að
ófyrirsynju, að áhrifamenn í ís-
lenzku þjóðlífi eru famir að við-
urkenna, að þeim gjaldeyri, sem
eytt er til íþróttamálanna, hefur
verið vel varið.
Það er einmitt þess vegna, sem
nýir sigrar á erlendri grund eru
dýrmætir og sýnir bezt, að íþrótta-
mennimir og forystumenn í
íþróttamálum hafa notað féð á
réttan hátt: til eflingar þeim grein-
um, sem stærstan ávöxt bera.
Samt má með sanni segja, að
aðbúnaður íslenzkra íþróttamanna
til æfinga stendur langt að baki
þeim, sem grannþjóðimar veita
sínum íþróttamönnum. Síðustu ár-
in hefur þó verið bætt úr að
nokkru, en langt er í land.
I Reykjavík er það höfuðnauð-
syn, að Laugadals-leikvangurinn
verði sem allra fyrst tilbúinn. Með
honum mun skapast nýtt og öflugt
íþróttalíf, sem allri þjóðinni ber
skylda til að hlúa að eftir fremsta
megni, því að sú æska, sem alin
er upp við íþróttaiðkanir og sem
áhorfendur að hvers konar íþrótta-
leikjum, er betur búin undir að
erfa landið en sú, sem hefur eytt
frístundum sínum og svalað hé-
gómagimd sinni í salarkynnum
veitingahúsanna og á sjálfri göt-
unni.
IÞRÓTTIR
3