Allt um íþróttir - 01.09.1950, Blaðsíða 14
eins og Ameríkani væri á hlaupa-
brautinni, svo vel fór Filiput yfir
grindumar. Litujev og Whittle
háðu harða baráttu um annað sæt-
ið, sem Litujev vann, en hann hafði
beztan tíma í Evrópu í fyrra.
Vonbrigði Svía yfir 1500 metra
hlaupinu og 3 km. hindrunarhlaup-
inu voru mikil og er það ekki að
furða, sérstaklega þar sem þeim
hefur gengið illa allt mótið í gegn.
Heimsmetshafinn í 1500 m., Lenn-
art Strand, hætti eftir einn hring,
en hinn Svíinn, Ingvar Eriksson,
varð aðeins 7. í mark. Enginn Svíi
meðal sex fyrstu! Sömu söguna er
að segja í hindrunarhlaupinu: Sá,
sem hefur náð beztum tíma í ár,
varð aðeins 7. og enginn Svíi meðal
sex fyrstu. Hollendingurinn Slijk-
huis, sem vann 1500 m., er mjög
frægur hlaupari, varð þriðji á Ól-
ympíuleikunum í London á sama
tíma og Strand og fékk bezta
heimstímann í fyrra, 3:43.8 mín.
Aftur á móti er Tékkinn Roudny
ekki eins frægur. Kannske að þar
sé annar Zatopek á ferðinni.
Finnar og Svíar háðu harða bar-
áttu um fyrsta sætið í spjótkast-
inu og var Berglund fyrstur eftir
fjórar umferðir, en í fimmtu um-
ferð náði Hyytiáinen forustunni og
lengdi sig enn meira í sjötta kast-
inu. Ólympíusigurvegarinn Rauta-
vara varð aðeins fimmti og virtist
ekki vel upplagður.
Boðhlaupsins 4X100 m. biðu ís-
lendingar með mikilli eftirvænt-
ingu, því að strákamir hafa kann-
ske möguleika á verðlaunum, ef
skiptingamar heppnast sæmilega.
Brautarskiptingin var frá innstu
braut: Svíar, Englendingar, íslend-
ingar, Frakkar, ítalir, Rússar.
Ásmundur hljóp fyrsta sprett-
inn, náði ekki góðu viðbragði og
var seinn að komast í gang, skipt-
ingin tókst þolanlega, en ekki er
vel gott að sjá, hvemig röðin er,
fyrr en í síðustu skiptingu: Rússar
fyrstir, Frakkar næstir, þá Svíar,
ítalir, Englendingar og íslending-
ar nærri samhliða. Svíar skiptu dá-
samlega, en hinir ekki. Svíinn var
kominn of langt, íslendingar fengu
sama tíma og Svíar, sem urðu
óvænt þriðju í röðinni.
4X400 m. boðhlaupið var einnig
mjög skemmtilegt. Englendingar
unnu með Itali næsta, en Svíum
tókst að verða þriðju og vinna
Frakkana, en báðir fengu sama
tíma.
F. Blankers-Koen vann 200 m.
hlaup kvenna með miklum yfir-
burðum, eins og hinar tvær grein-
amar, sem hún hafði unnið. Frú-
in var eini þrefaldi sigurvegari
mótsins. Ensku stúlkumar unnu
svo 4X100 m. boðhlaup, en Hol-
land fékk sama tíma.
Úrslit dagsins:
Hastökk:
1. Paterson, Bretl., 1.96 m., 2. Ah-
man, Svíþj. 1.93, 3. Benard, Frakkl.
1.93, 4. Whal, Sviss 1.90, 5. Svensson,
Sviþjóð 1.90, 6. Damitio, Frakkl. 1.90.
1934: Kotkas, Finnl., 2.00 m.
1938: Lundquist, Sviþjóð, 1.97.
1946: Bolinder, Sviþjóð, 1.99.
Sleggjukast:
1. Strandli, Noregi, 55.71 m., 2. Tad-
dia, Italíu 54.73, 3. Dadák, Tékkósl.
53.64, 4. Gubijan, Júgósl. 53.44, 5. Ka-
naki, USSR 53.09, 6. Clark, Bretlandi
52.83.
14
IÞRÓTTIR