Allt um íþróttir - 01.09.1950, Side 27
fyrir. Verða leikmenn því að vera
á sífelldri hreyfingu, sífellt að
leika sig lausa, hlaupa á eyðum-
ar, því að ella vill koma snuðra á
þráðinn og er þá vörn venjulega
snúið upp í skyndisókn, sem oft
endar með því, að knötturinn hafn-
ar í netinu, er mannfrek upp-
hlaup fer skyndilega út um þúfur
í miðju kafi.
Sérstaka eftirtekt vakti leikni
Þjóðverjanna í að leika á and-
stæðingana með líkamssveigju,
senda þá með smávindu af þeirri
leið, er leikmaðurinn með knött-
inn ætlar, enn fremur leikni þeirra
að „skrúfa“ knöttinn annaðhvort
með innan- eða utanfótar-spymu.
Á hinar löngu spyrnur markvarð-
arins, Helmuts Jahn, má einnig
benda, en hann spyrnti iðulega út
undir vítateig andstæðinganna, og
fer enginn í grafgötur með það,
hve mikil not em af slíkum risa-
spymum, sérstaklega ef þeir koma
eftir sóknarlotu andstæðinganna
og vörnin er heldur fáliðuð.
En vekur ekki hin mikla harka,
sem reykvísku liðin sýndu flest,
menn til umhugsunar um það stig,
sem íslenzk knattspyma er núna
á? Það er staðreynd, að veik lið
freistast oft til að leika fast og
hörkulega gegn liðum, sem þau
finna að em þeim ofurefli, og
reyna með því að bæta upp van-
mátt sinn á öðmm sviðum. Sigur
í knattspyrnukappleik er ekki svo
þýðingarmikill, að tilvinnnadi sé
að fyrir hann komi líkamleg meiðsl
á andstæðingum, sem síðan flytja
það með sér, að hér sé ekki leik-
andi vegna hörku.
í einstökum leikjum urðu úrslit:
Fram 2 — Rínarlönd 6.
Víkingur 4 — Rínarlönd 5
Valur-K.R. 3 — Rínarlönd 2
Reykjavík 0 — Rinarlönd 2
Fram-Víkingur 2 — Rínarlönd 2.
Höröur skorar hjá Rínar-úrvalinu
Leiðrétting.
Slæm villa var í síðasta blaði
í greininni um Nínu Dumbadze. —
Heimsmet hennar í kringlukasti
er 53.25 m., sett árið 1948.
IÞRÓTTIR
27