Allt um íþróttir - 01.09.1950, Qupperneq 31
Vt
an
lir
k
eum.
Finnland.
Sunnud. 27. ágúst s.l.
sigruðu Danir Finna í
knattspyrnu í Helsinki
með 2:1. Dönnunum veitti betur
framan af og skoraði miðframherj-
inn P. E. Petersen eftir 22 mín., en
í síðari hálfleik veitti finnska lið-
inu betur og á 72. mín. jafnaði
Aisikainen (miðfrh.), en nokkrum
augnablikum síðar tókst Seebach
að skora sigurmarkið. Áhorfend-
ur voru um 20.000. — Liðin litu
þannig út:
Finnland: Sarnola, Lindman,
Myntti, Asikainen, Pylkönen, Bei-
jar, Vaihela, Rytkönen, Asikainen,
Lilja, Lehtovirta.
Danmörk: E. Nielsen, P. Peter-
sen, Edvin Hansen, G. Dahlfelt, D.
ömvold, H. Colberg, J. W. Hansen,
N. Bennike, P. E. Petersen, K.
Lundberg, H. Seebach.
Fyrir nokkru voru frönsku
meistaramir, Girondins frá Bor-
deaux, á keppnisferð í Vestur-
Þýzkalandi. Léku þeir fyrst gegn
Berlínarfélaginu Tennis Borussia
og töpuðu með 2:1, en í Essen
fengu þeir heldur betur hirtingu
hjá Rot-Weiss, 8:0. Svipað fór fyr-
ir austurríska liðinu Wacker, sem
beið lægra hlut fyrir „stórliðinu"
F. C. Kaiserslautem, 7:2.
Noregur.
Fyrir Evrópumeistara-
mótið í Briissel gerði
blaðið Sportsmanden að
umtalsefni hina undraverðu getu
íslenzkra frjálsíþróttamanna. End-
ar greinin á þessum orðum: „Við
verðum að koma á landskeppni
milli íslands og Noregs næsta
sumar? Það verður bæði skemmti-
leg og spennandi keppni. ísland
vann t. d. Danmörku með næstum
sömu yfirburðum og Noregur." —
Já, því ekki það!
Sverre Strandli setti 13. ágúst
nýtt met í sleggjukasti með 57.32.
Hann kastaði kringlu 38.97, varp-
aði kúlu 13.77 og stökk 13.11 í
þrístökki.
Holland.
Á meistaramótinu í
frjálsíþróttum náðist
þessi árangur: Lang-
stökk: 1. Wessels 7.38, 2. Luewen-
hoek 7.15. Þrístökk: 1. Egmond
14.36, 2. Lourens 13.72. Hástökk:
1. Meulen og 2. Dukker, báðir með
l. 75. Stangarstökk: Lamoree 3.80
og Swart 3.50. 100 m.: Lammers
10.5, Saat 10.7. 200 m.: Lammers
21.8 og Greep 22.1. 400 m.: De
Kroon 51.2 og Mathieu 51.9. 800
m. : Wolsnik og Kreuningen báðir
með 2:00.4. 1500 m.: Harting
3:56.6, Jansen 4:05.4. 5000 m.:
Slijkhuis 15:37.8, de Limburger
16:04.6. Kúluvarp: Derichs 14.05
og Bruijn 13.63. Kringlukast:
Bruijn 47.87 og Derichs 41.00.
iiilllll
IÞRÖTTIR
31