Allt um íþróttir - 01.09.1950, Page 33
17.95 og var kast„serían“ þessi:
1781 - 17.95 - 17.44 - ógilt - 17.63
og 17.52.
Þýzkaland.
Carl Diem, aðalritari
þýzku Ólympíuneíndar-
innar var fyrir skömmu
í heimsókn hérlendis á vegum Í.S.Í.
í viðtali lét hann svo um mælt, að
hvað þátttöku Þjóðverja í næstu
Ólympíuleikum snerti, þá mundu
ekki aðrir frjálsíþróttamenn send-
ir en þeir, sem væru fæddir eftir
1931. Væri það ráðstöfun til að
fyrirbyggja að fyrrverandi nazist-
ar slæddust með.
Vestur-Þýzkaland:
Nýlega náði 23 ára gamall Þjóð-
verji, Hipp að nafni, 7074 stigum
í tugþraut og vann fyrra árs meist-
arann, Luther, sem hlaut 6641 st.
Á drengjamóti hljóp 19 ára piltur,
Hass, 400 m. á 47.9.
Bretland.
• Enska knattspymu-
tímabilið hófst 19. ágúst
síðastl. og mun nú vera
lokið 5 umferðum. Á þessu stigi
málsins er hæpið, að hægt sé að
segja fyrir með nokkurri vissu,
hver skipa muni efsta sætið í vor,
en ensku sérfræðingamir benda á
Portsmouth, núverandi meistara,
Tottenham, Sunderland og einkum
þó Newcastle sem líklega sigur-
vegara, þegar að lokauppgjörinu
kemur í vor.
Fyrst í stað verður gengi Tott-
enhams, liðsins, sem sló í gegn á
síðasta leiktímabili og bar sigur
úr býtum í II. deild, fylgt af at-
hygli, því að í vor var það talið
standa jafnfætis beztu 1. deildar
liðunum. Til þessa hefur það ekki
slegið í gegn, tapað fyrir Black-
pool, 1:4, jafntefli gegn Arsenal og
Charlton, en sigrað Bolton 4:1.
Portsmouth hefur ekki vegnað vel.
tapaði fyrir Huddersfield og Shef-
field Wednesday, en fékk jafntefli
við Newcastle og Middlesbrough.
Annars er staðan þessi:
L U J T Mörk St.
Arsenal 4 3 1 0 7-2 7
Charlton 5 2 3 0 8-5 7
Newcastle 5 2 3 0 6-4 7
Wolves 4 3 0 1 12-4 6
Bumley 4 3 0 1 6-3 6
Huddersfield 4 3 0 1 9-3 6
Manch. Ún. 5 3 0 2 4-3 6
Aston Villa 5 2 2 1 11-9 6
Liverpool 5 2 1 2 7-5 5
Middlesbro 5 2 1 2 7-5 5
Fulham 5 2 1 2 4-5 5
Everton 5 2 1 2 7-12 5
Portsmouth 5 1 2 2 7-6 4
Tottenham 4 1 2 1 8-8 4
W.B.A. 5 1 2 2 6-6 4
Blackpool 4 1 í 2 5-4 3
Sunderland 5 1 1 3 5-11 3
Chelsea 4 1 0 3 5-6 2
Stoke City 4 1 0 3 6-6 2
Derby County 4 1 0 3 6-9 2
Bolton 4 1 0 3 6-15 2
Sheff. Wedn. 5 1 0 4 3-13 2
í annarri deild voru Manch. City
og Blackburn með 100% eftir 4
leiki, en enn fremur höfðu Birm-
ingham, Southampton og Hull ekki
tapað leik. Queen’s Park Rangers
hefur gengið heldur illa, er 16.
IÞRÓTTIR
33