Allt um íþróttir - 01.04.1951, Side 2

Allt um íþróttir - 01.04.1951, Side 2
Herra ritstj. Það munu flestir gleðjast yfir útkomu tímarits yðar, og ég er þeirrar skoðunar, að ritið muni verða æ vinsælla eftir því sem það kemur lengur út. Það er með mig eins og e. t.v. fleiri, að mér þykir að fréttir ut- an af landi hafi verið og séu allt of af skornum skammti, og í því sambandi vil ég bjóðast til að senda yður fréttir í sumar, t. d. af Héraðsmóti H.S.S. á Hólmavík og e. t. v. fleira. Einnig vildi ég bjóðast til að gerast útsölumaður ritsins og sendi eg þá pöntun til yðar sem fyrst. Að vísu er ekki mikill áhugi fyrir íþróttum hér, en því meiri nauðsyn er að auka kynningu á íþróttum og markmiðum þeirra, en það verður bezt gert með því að útbreiða tímarit yðar. Ég vil nota tækifærið og spyrja hér nokkurra spurninga: 1. Hvað hafa margir menn hlaupið 100 m. á 10.2 sek. við lög- legar aðstæður? 2. Hvað hafa margir menn stokkið yfir 15,60 í þrístökki? 3. Hvar er hægt að fá hina ný- útkomnu bók: Kennslubók í frjáls- um íþróttum og hvað kostar hún? 4. Er nokkurstaðar hægt að fá kringlur og spjót hér á landi núna? 5. Hvenær kemur nýja stiga- taflan hér út? Með vinsemd og virðingu, Sigurður Guðbrandsson, Broddanesi, pr. St. Fjarðarhom, Strandasýslu. Ritstj. þakka alveg sérstaklega fyrir þetta vinsamlega bréf og notar tækifærið til að benda ung- um mönnum víðsvegar um land á það, að ritið vantar útsölumenn á sem flestum stöðum á landinu. Svör við spurningum: 1. Jesse Owens 20. júní 1936, H. Davis 6. júní 1941, L. LaBeach 15. maí 1948, B. Ewell 9. júlí 1948. 2. Vísum til afrekaskrárinnar í þættinum „Afreksmenn í frjáls- íþróttum" í þessu hefti. 3. Hjá útgef., Jens Guðbjörns- syni bókbindara, Reykjavík. Hún kostar 45 kr. 4. Það hefur verið erfitt, en reynið hjá Sportvöruverzl. Hellas, Hafnarstræti 22, Reykjavík. 5. Ennþá hefur ekkert heyrzt um það, en ekki getur það dregizt lengi. Leiðréttingar. Pétur Kristjánsson var sagður 17 ára í des.-hefti ritsins, en hann er aðeins 16 ára. Kristján Krist- jánsson, spjótkastari Akureyringa, er í Þór, en ekki K.A. — Á bls. 57 í febr.-heftinu féll heil lína niður. I framhaldi af 7. línu vinstra dálks á að koma: að sigra P. Vesterinen, úrslitamann o. s. frv. Lesendur eru beðnir afsökunar á þessum leiðinlegu mistökum. 110 ÍÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.