Allt um íþróttir - 01.04.1951, Qupperneq 10

Allt um íþróttir - 01.04.1951, Qupperneq 10
Skíðamót íslands: Isfirðingar fóru með flesta sigra af hólmi. Á Skíðamóti íslands, sem fram fór um páskana á ísafirði, voru það ísfirðingar, sem hæst bar, því þeir fengu 6 meistarastig af 11 og svigsveit þeirra hlaut nafnbót- ina „Bezta svigsveit íslands“, en það var í þriðja sinn í röð, sem hún getur sér þann orðstí. Þá voru það Þingeyingamir, sem báru af í göngu, og hrifsuðu þeir til sín bæði meistarastigin í þeirri grein. Siglfirðingar fengu, Ásgeir Eyjólfsson eins og við var búizt, sigur í stökkum og norrænni tvíkeppni, en Reykvíkingar létu sér nægja eitt meistarastig (í bruni). Sökum rúmleysis verður ekki farið út í að lýsa keppninni ná- kvæmlega, þótt vel sé hún þess virði, en hún var mjög spennandi, og sýndi þorri keppenda meiri leikni en áður á landsmótum. Sérstaka athygli vakti frammi- staða þingeysku göngumannanna, sem röðuðu sér í fyrstu sætin í bæði 18 og 30 km. göngunum. Að- eins Gunnari Péturssyni (ísaf.) tókst að kljúfa fylkingu þeirra í 18 km., en hann varð þar þriðji (fyrstur í B-fl.) og er það mál manna, að hann hefði orðið fram- ar, ef hann hefði ekki þurft að ganga fyrstur alla leiðina. Siglfirðingarnir eru enn beztu stökkmennirnir og sigraði Jónas Ásgeirsson, sem svo oft áður, en ekki gátu þeir sýnt sérstök tilþrif vegna lélegra aðstæðna (lengsta stökk 25 m.). Haraldur Pálsson varð annar í stökkum og fimmti í göngu og sigraði þar með í tví- keppninni. í sviginu gekk á ýmsu og bar það helzt til tíðinda, að Reykvík- ingamir Ásgeir Eyjólfsson og Guðni Sigfússon voru dæmdir úr leik (hefðu annars orðið 1. og 4.), en ísfirðingurinn Haukur Sigurðs- son vann verðskuldaðan sigur, þ. e. hann sýndi mest öryggi í báðum 118 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.