Allt um íþróttir - 01.04.1951, Síða 13

Allt um íþróttir - 01.04.1951, Síða 13
Nýjung í knattspyrnu: VÍXLUN FRAMHERJANNA leiðir til skemmtilegri leiks og fleiri marka. Eftir JOHN AKLOTT. Framh. „Kúrfa“ markafjöldans komst hæst með afrekum hinna tækifær- issinnuðu miðframherja um 1930, en komst lægst 1948 síðan á dögum „eins bakvarðar kerfisins“. Mörk- in gera út um leikina og draga áhorfendur að, en án þeirra er nú- tíma skipulögð knattspyma óhugs- andi. Svarsins er nú beðið frá fram- herjunum. Það svar kann vel að vera orð- ið margraddað áður en yfirstand- andi leiktímabil er úti. Enn einu sinni er það ekki alveg nýtt af nálinni, en hugmyndin um að gera innherja að oddamanni sóknarinn- ar hefur aldrei verið sú almenna Iéikaðferð, sem hún nú virðist ætla að verða. Að vísu var hinn eini sanni Steve Bloomer, sem eitt sinn átti markametið, hægri innherji, og það voru einnig þeir Charles Bu- chan og David Jack (báðir með Arsenal), sem á sínum tíma skor- uðu mikið af mörkum, sömuleiðis voru Billy Walker og Peter Do- herty vinstri innherjar. En hin „nýja“ leikaðferð með innherja fremstan, mætti ef til vill kalla kerfið með „uppbyggjandi mið- framherja". Saga þessarar leikaðferðar er til þess að gera stutt, og sýnir ljós- lega þýðingu mögulegs mótleiks gegn „þriðja bakverðinum“. Tommy Lawton varð miðfram- herji Englands mestmegnis vegna hæfileika sinna til að skora mörk upp á eigin spýtur. Um lok stríðs- ins síðasta varð hann oft fyrir því, að hans var gætt vel og vandlega af miðframvörðum þeirra megin- landsliða, sem enska landsliðið lék gegn. Undir þeim kringumstæðum kom það iðulega fyrir, að Lawton skapaði op og tækifæri fyrir inn- herja sína, með því að draga mið- framvörðinn frá markinu. Þann 10. maí 1947 var þessu síðan beitt við eins ákjósanlegar aðstæður og hægt er að hugsa sér, í leik brezka úrvalsins gegn úrvali meginlandsins á Hampden Park- leikvellinum. Leikurinn var aug- lýstur sem „vináttuleikur", háður í tilefni af endurinngöngu brezku knattspymusambandanna í FIFA, en engu að síður varð ekki hjá því komizt að telja hann alvarleg- ustu og erfiðustu prófraun, sem brezk knattspyma hefur gengið í gegnum fram að því. Bretar töpuðu hlutkestinu og hófu því leikinn og innan 20 sek. hafði Lawton fengið knöttinn við IÞRÓTTIR 121

x

Allt um íþróttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.