Allt um íþróttir - 01.04.1951, Page 17

Allt um íþróttir - 01.04.1951, Page 17
Árið 1921 setti Nurmi fyrsta heimsmet sitt, var það í 10 km. hlaupi, er hann hljóp vegalengd- ina á 30:40.2 mín. á móti í Stokk- hólmi. Síðan setti Nurmi hvert heimsmetið á fætur öðru, allt frá 1500 m. og upp úr. Á Ólympíuleikunum í París 1924 stóð Nurmi á hátindi frægðar sinn- ar og vakti meiri undrun og að- dáun en nokkur hefur gert á Ól- ympíuleikum fyrr eða síðar. Hann keppti í þrem greinum, eða 1500 m. og 5000 m. hlaupum og 10 km. víðavangshlaupi. Honum tókst að sigra í öllum þessum hlaupum og það við hin erfiðustu skilyrði og aðstæður. Úrslit í 1500 og 5000 m. fóru t. d. fram á sama klukkutím- anum og eftir að hafa sigrað alla beztu 1500 m. hlaupara heimsins með yfirburðum, lagði hann upp í 5 km., en þar voru heldur engin smámenni fyrir, eða landi hans Ritola og Svíinn Wide. Samt tókst honum að sigra og það á nýju ól- ympisku meti, 14:31.2.10 km. víða- vangshlaupið í París var það síð- asta í röðinni á Ólympíuleikjum, og var það ekki að ástæðulausu. Þegar hlaupið fór fram gekk nefni- lega hitabylgja yfir Frakkland og mun hitinn hafa verið um 55 gráð- ur á Celcius. Hlaupið var yfir hæð- óttar vegleysur og hnéhátt gras, sem ekki virtist vera sérstaklega heppilegt fyrir hlauparana. Það var ekki nema lítill hluti hlaupar- anna, sem komu í mark, margir fengu sólsting o. s. frv. Sá eini, sem hitinn virtist ekki bíta á, var Nurmi, hann kom langfyrstur í mark, og í svip hans var hvorki mæðu né þreytu að sjá. Nurmi var alger bindindismaður og var ekki hrifinn af kjöt- og fiskáti, aftur á móti var hann mik- ið fyrir grænmeti og fannst það hafa góð áhrif á líkamann. Ekki komst Nurmi hjá því að vekja á sér geysilega eftirtekt með afrekum sínum, en hann sagði, að það væri ekki frægðin, sem gerði mennina mikla, heldur framkoma þeirra í daglegu lífi, og aðferðin, sem þejr uppfylltu skyldur sínar með. íþróttaferli Nurmis lauk með því, að hann var dæmdur atvinnu- maður í íþróttum, og fekk hann því ekki að vera með í maraþon- hlaupinu í Los Angeles 1932, eins og hann hafði í hyggju. í sambandi við það var sögð sú saga, að Nurmi hefði einu sinni samþykkt að taka þátt í 5 km. hlaupi í Þýzkalandi fyrir ákveðna peningaupphæð, en þegar hann var kominn á staðinn, prúttuðu Þýzkaramir og sögðust ekki geta greitt honum nema % af því, sem umsamið var. Nurmi gat ekkert við þessu sagt, en þegar hann hafði hlaupið 3 km., gekk hann úr leik. Þá var hann búinn að hlaupa fyrir það, sem honum var greitt. ALLT UM ÍÞRÓTTIR Gerizt ásTcrifendur! IÞRÓTTIR 125

x

Allt um íþróttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.