Allt um íþróttir - 01.04.1951, Qupperneq 20

Allt um íþróttir - 01.04.1951, Qupperneq 20
Islenzkir íþróttamenn VIQ: BALDUR JÓNSSON Baldur Jónsson, íþróttafél. Þór, Akureyri, hefur orðið: Ég er borinn í þennan heim 20. jan. 1930 að Efri-Dálkstöðum á Svalbarðsströnd í Suður-Þing- eyjarsýslu, en tæpra 4 mánaða fluttist ég til Akureyrar og hef átt heima þar síðan. Mér er ætlað að segja hér lítil- lega frá íþróttaferli mínum og það ætti líka að geta orðið fljót- legt, því að hann er bæði stuttur og stórviðburðalítill enda tel ég mig nú fyrst vera að byrja fyrir alvöru. Alla tíð hef ég haft gaman af hvers konar líkamsæfingum, og mér er sagt, að 3 ára hafi ég reynt að stæla handstöðu eldri frænda míns, og gekk þá mikið á. Snemma beygðist því krókurinn. Til 10 ára aldurs kynntist ég Báldur Jónsson engum íþróttum af eigin raun, nema þá helzt einhverjum æfing- um, sem ég reyndi að apa eftir eldri strákum. Það kann að virð- ast undarlegt, að ég skyldi ekki ganga í annað hvort íþróttafélag bæjarins, eins og ýmsir jafnaldr- ar mínir, eða taka þátt í knatt- spymu eins og þeir, því að ekki vantaði mig áhugann á íþróttun- um. En þetta mun hafa stafað af feimni og óframfæmi. í bamaskólanum var mér fyrst kennd leikfimi veturinn 1940—41. Næsta vetur kom Tryggvi Þor- steinsson íþróttakennari að skól- anum, og þakka ég honum fyrst og fremst þann árangur, sem ég hef náð — einkum í leikfimi —, því að auk ágætrar kennslu í henni veitti hann mér þá andlegu örvun, sem mér var nauðsynleg. Síðasta veturinn minn í bamaskólanum sýndi ég leikfimi í fyrsta skipti í drengjaflokki, sem valinn var úr efstu bekkjum skólans. Nú var áhuginn kviknaður fyrir alvöm, en veturinn eftir lá allt íþróttalíf í dvala á Akureyri, þar sem ekk- ert íþróttahús var til í bænum, og það held ég að hafi orðið mér óbætanlegur skaði. Iþróttafélagið Þór æfði alltaf sýningarflokka á þessum árum undir Tryggva stjóm, en ég var allt of ungur til að vera með full- orðnum mönnum. Ég byrjaði þó 128 IÞRÖTTIR

x

Allt um íþróttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.