Allt um íþróttir - 01.04.1951, Qupperneq 34
Ávarp um þdtttöku í hinni samnorrœnu
sundkeppni.
„Þing hins norræna sundsambands hefur ákveðið að efna til sund-
keppni milli Norðurlandaþjóðanna í sumar.
ísland tekur þátt í þeirri keppni.
Þingið ákvað jöfnunartölur, sem reikna skal eftir stig þjóðanna
að keppni lokinni. Jöfnunartala íslands var ákveðin hæst, vegna þess,
að þingfulltrúar töldu íslendinga mestu sundþjóð Evrópu. Sundskyldan
mun eiga sinn þátt í þeim dómi.
Hver sundfær Islendingur getur tekið þátt í keppni þessari. Þraut-
in er ein og hún er sú, að synda 200 m. bringusund.
íþrótta- og ungmennafélög landsins munu, hvert í sínu byggðar-
lagi, hafa á hendi forystu og undirbúning norrænu sundkeppninnar. Hlut-
ur almennings er sá, að æfa sig í bringusundi og koma á einhvern sund-
stað á tímabilinu frá 20. maí til 10. júlí og synda 200 m. bringusund.
Jöfnunartala íslands í sambandi við norrænu sundkeppnina er eigi
hærri en svo, að íslendingar ættu að geta borið sigur af hólmi.
Hér er um hollt og heilbrigt metnaðarmál að ræða. Þess vegna er
oss undirrituðum ljúft að beina þeirri áskorun til allra sundfærra íslend-
inga, að láta eigi sitt eftir liggja, til þess að vegur vor og heiður í
þessum efnum megi vera sem mestur.
ÍSLENDINGAR! Hjálpumst að því að létta undirbúningsstarfið.
Lærum sund. Æfum sund. Tökum þátt í hinni samnorrænu sundkeppni.
íslendingar eru af mörgum taldir mesta sundþjóð í Evrópu. Sýnum
það á norrænu sundkeppninni í sumar, að það sé eigi ofmælt.
Allir sundfærir íslendingar á sundstað í sumar!‘“
Björn ölafsson
menntamálaráðherra
Helgi Elíasson Guöm. Kr. GuÖmundsson
fræðslumálastjóri form. Iþr.n. ríkisins
Bragi Friöriksson
form. Iþróttbandal. fram-
haldsskóla i Rvík o. nágr.
Þorsteinn Einarsson
íþróttafulltrúi
Þorgeir Sveinbjarnarson
varaforseti I.S.I.
Hermann GuÖmundsson
í framkv.stjórn I.S.I.
Gauti Arnþórsson
form. íþróttan. SBS
Benedikt G. Waage
forseti I.S.l.
Þorgils GuÖmundsson
gjaldkeri I.S.l.
Logi Einarsson
í stjórn Sundsamb. Isl.
Karl Guömundssön
form. íþr.kennarafél. Isl.
Erlingur Pálsson
form. Sundsamb. Islands
Frímann Helgason
í framkv.stjórn l.S.Í.
Úlfar ÞórÖarson
í stjórn Sundsamb. ísl.
Kjartan Bergmann Eiríkur J. Eiríksson GuÖrún Pétursdóttir
framkv.stjóri l.S.l. sambandsstjóri U.M.F.l. form. Kvenfél.samb. Isl.
Stefán Jóli. Stefánsson
form. Norræna félagsins
Helgi Tómasson
skátahöfðingi
Guöbjartur Ólafsson
form. S.V.F.l.
Jón Bjarnason
form. Blaðamannafél. ísl.
Daníel Ágústínusson
sambandsritari U.MÍF.l.
142
IÞRÓTTIR