Allt um íþróttir - 01.10.1951, Síða 7

Allt um íþróttir - 01.10.1951, Síða 7
1950 og s.l. sumar. Þá má einnig benda á, að vegna Ólympíuleik- anna á næsta sumri eru færri landskeppnir ákveðnar en venju- lega. Enn er þó ekki útilokað að íslendingar heyi landskeppni á næsta sumri. Ýmsar samþykktir. Samþykkt var, eftir tillögu ís- lendinga, að þingið staðfesti hér eftir Norðurlandamet í ýmsum greinum karla og kvenna. Enn- fremur, að fyrir næsta þing yrðu athugaðir möguleikar á að halda reglulegt Norðurlandameistaramót í öllum venjulegum greinum annað hvort ár. Þá lá fyrir af hálfu íslands greinargerð og tillögur um sérregl- ur um löglegan hámarksmeðvind í 200 m. hlaupi á beygju og um að hlaupa fyrri helming í 800 m. hl. á aðskildum brautum. Var samþykkt að senda Laga- og leikreglnanefnd Alþjóðasam- bands frjálsíþróttamanna (IAAF) greinargerð íslands um fyrrnefnda atriðið, en um hið síðamefnda var ákveðið að gera tilraunir, hver í sínu landi, með aðskildar brautir í 800 m. hlaupi fyrstu 200 til 400 metrana. Samþykkt var að hafa jafnan ljósmyndara við hendina til að ljósmynda endaspretti í öllum hlaupum í landskeppnum á Norð- urlöndum. Um stigareikning í landskeppn- um og aldursákvæði drengja urðu miklar umræður og var hvoru- tveggja vísað til hinna einstöku sambanda til frekari athugunar. Ákveðið að skiptast á upplýsing- um um málið og taka það síðan til endanlegrar afgreiðslu á næsta þingi. Breytingar þær, sem Alþjóða- sambandið hefur nýlega gefið út, voru mikið ræddar og hin nýja stigatafla. Var ákveðið að óska nánari skýringa á hvorutveggja atriðinu og nýja taflan gagnrýnd harðlega af íslendingum og Norð- manninum. Ólympíuleikarnir og Norðurlöndin gegn U.S.A. Lauri Miettinen svaraði fyrir- spumum um framkvæmd hinna væntanlegu Ólympíuleika í Hel- sinki, en hann og Erik Áström eru í framkvæmdanefnd leikanna. — Kvað Miettinen opinberan árangur allra keppenda verða gefinn upp, hvar sem þeir yrðu í röðinni í mark. Gaf hann einnig skýringar á verði aðgöngumiða og uppihalds- kostnaði, sem fulltrúum þótti all- hár. Þá var samþykkt að taka nú þegar upp samninga við Banda- ríkjamenn um aðra keppni Norð- urlandanna gegn U.S.A., sem fara skyldi fram í Bandaríkjunum 1953. Áhugamannareglumar voru nokkuð ræddar og var samþykkt, að Norðurlöndin stæðu saman um svipaða afstöðu og undanfarið. Þá var samþykkt að vinna að því, að Þing IAAF yrði haldið fyr- ir Ólympíuleikana í Helsinki, en ekki eftir leikina, eins og undan- farið. IÞRÓTTIR 329

x

Allt um íþróttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.