Allt um íþróttir - 01.10.1951, Page 8
Loks var samþykkt, að næsta
Norðurlandaþing yrði haldið í
Osló.
Á meðan hinir erlendu fulltrúar
dvöldu hér, en þeir flugu utan með
Gullfaxa s.l. þriðjudag, sátu þeir
hóf hjá eftirfarandi aðilum:
Stjórn FRÍ, framkvæmdastjóm
ÍSÍ, Ólympíunefnd, íþróttanefnd
ríkisins, Bæjarstjóm Hafnarfjarð-
ar, Frjálsíþróttaráði Reykjavíkur
og íþróttafélagi Reykjavíkur.
Þá hafði menntamálaráðherra
boð inni fyrir fulltrúa þingsins og
nokkra aðra gesti í ráðherrabú-
staðnum. Þá bauð Reykjavíkurbær
þingfulltrúum til hringferðar aust-
ur fyrir fjall, en Norræna félagið
í Þjóðleikhúsið. Loks sýndi íþrótta-
nefnd ríkisins fultrúum helztu
íþróttamannvirki í Reykjavík og
í sambandi við það fluttu þeir
Gísli Halldórsson arkitekt og Þor-
steinn Einarsson íþróttafulltrúi er-
indi.
Stjórn Frjálsíþróttasambands ís-
lands hafði allan veg og vanda af
móttökum hinna erlendu fulltrúa
og þinghaldinu.
í stjórn FRÍ eiga nú sæti: Garð-
ar S. Gíslason, formaður, Jóhann
Bernhard, Bragi Kristjánsson,
Gunnar Vagnsson og Brynjólfur
Ingólfsson. — í varastjórn eru:
Jón Guðmundsson á Reykjum,
Skúli Guðmundsson og Stefán Sör-
ensson.
(Fréttatilkynning frá FRÍ).
Fréttabréf frá Svíþjóð.
Rúnar Bjarnason
úr ÍR dvelur nú við
nám í Svíþjóð og
ætlar að senda rit-
inu línur við og við.
Nýlega kom fyrsta
bréfið frá Rúnari,
dags. í Stokkhólmi
27. okt., og hljóðar
það á þessa leið:
„Ég ætla nú ekki að fara að
rita neitt langt bréf núna, bæði
sökum ferlegs annríkis í skólanum
og jafnframt sökum skorts á and-
ríki og fréttum. Samt ætla ég að
hripa eitthvað smávegis til að
uppfylla loforð, sem erfitt verður
að standa við, að skrifa fréttabréf
frá Svíþjóð.
Síðan ég kom hingað fyrir hálf-
um öðrum mánuði hefur að visu
margt skeð markvert á sviði
íþrótta, en því miður hef ég ekki
haft tíma til að fylgjast nákvæm-
lega með öllu, sem skeð hefur.
Knattspymukeppnin stendur nú
sem hæst, og í meistaraflokki er
Norrköping nokkuð á undan næstu
félögum. Malmö, meistararnir frá
undanförnum árum og sem unnu
49 leiki í röð 1948 og ’49, eru aðr-
ir nú, en eiga í harðri baráttu við
næstu félög. Annars eru Svíar
mjög gramir yfir atvinnumanna-
vandamálinu. Svo er mál með
vexti, að um leið og einn maður
stendur sig vel tvo—þrjá leiki í
röð, eru agentar frá ítalíu, Spáni
eða Frakklandi á hælum hans með
330
ÍÞRÓTTIR