Allt um íþróttir - 01.10.1951, Page 9

Allt um íþróttir - 01.10.1951, Page 9
glæstan samning. Það er því eng- in furða að illa gangi að koma upp góðu sænsku landsliði. Svíar hafa líka tapað landsleikjunum gegn ís- lendingum, Norðmönnum og Dön- um í sumar, en því hefðu fáir trú- að á Ólympíul. ’48. Svíar hafa þó hug á að gera sitt bezta, og und- irbúa sig betur undir Helsingfors næsta sumar. Frjálsíþróttatíminn er nú á enda og hefur gengið allvel síðasta mán- uðinn. Bertil Albertsson setti met á 10 km. og varð fyrsti Svíinn undir y2 klukkustund. Hástökkv- arar eru margir góðir hér, hafa tveir stokkið yfir tvo metra og er mikils af þeim að vænta næsta ár. Lundberg hefur lýst yfir, að næsta ár verði hann betri í stöng en í ár, og auk þess ætli hann að reyna tugþraut, en þar gæti hann kom- ið á óvart, því að hann er f jölhæf- ur íþróttamaður og 4.40 í stöng og 14.7 í grindahlaupi bæta upp veikar greinar. Vetraríþróttir æfa menn nú af kappi og hefur bæði skíða- og skautafólk hér æft síðan um mitt sumar fyrir vetrar- ólympíuleikana. Sjást hér oft myndir af frægum skíðagörpum þrammandi uppi í fjöllum með skíðastafi í fögrum blómstrandi trjálundi. Þeir ætla auðsjáanlega ekki að vera óviðbúnir, þegar snjór fer að falla. Handboltakeppni hef- ur byrjað af krafti nú, en körfu- bolta hafa Svíar lítinn áhuga á. Sundmenn eru hér margir góðir, þrátt fyrir slælega frammistöðu Svía í samnorrænu sundkeppninni. Hins vegar held ég, að Svíar hafi því miður ekki tekið keppnina eins alvarlega og við gerðum heima. Þó voru allir mjög hrifnir af frammistöðu íslendinga og voru ýmsir að óska okkur íslenzku stúd- entunum hér til hamingju með sig- urinn. Nafnið, sem hæst ber meðal sundmanna hér, er Göran Larsson, 19 ára skólapiltur, sem var valinn bezti íþróttamaður í september hér í Svíþjóð. Hann er þegar kominn niður á ca. 56 sek. á 100 m. skrið- sundi og samsvarandi tíma á 200 m. Val bezta íþróttamannsins hér fer fram svo, að nokkrir íþrótta- leiðtogar raða upp fimm beztu að sínu áliti og út frá því er reiknað. Hér eru, auk áðurnefndra greina, ýmsar íþróttagreinar mjög vinsæl- ar, sem ekki hafa náð vinsældum heima og álít ég, að því sé vel far- ið. íþróttir eins og vélreiðar (= mótorhjólakappreiðar) og fjöl- bragðaslagsmál lízt mér ekki á. í vélreiðunum slasast venjulega nokkrir við hverja keppni. Einnig hafa Svíar mikinn áhuga á ratvísi (= orientering), sem eru hlaup og staðarákvarðanir í skóginum, en erfitt væri að koma við slíkum íþróttagreinum í íslenzku skóg- unum. Fyrir framan mig liggur hér nýtt eintak af „Idrottsbladet". Þar er skýrt frá, að Svíar hafi fengið 1. og 3. sæti við heimsmeist- arakeppni í nútíma fimmtarþraut, en annar varð Finni. Þessi grein virðist því ætla að verða norrænn sigur á Ólympíuleikunum. Annars er þessi tími eins konar millibils- ástand milli sumar- og vetrar- írþótta og verður því bréf mitt ÍÞRÖTTIR 331

x

Allt um íþróttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.