Allt um íþróttir - 01.10.1951, Síða 10

Allt um íþróttir - 01.10.1951, Síða 10
HEIMSMEISTARAR í SKÁK V: Jose Raoul Capablanca y Graupera 1921 —1927 Á síðari helming 19. aldarinnar var mjög fjörugt og viðburðaríkt skáklíf í Havana á Kúbu. Skák- snillingar voru þar tíðir gestir, og glæsileg og rúmgóð salarkynni skákfélaga borgarinnar hýstu mörg merk einvígi, m. a. einvígið um heimsmeistaratitilinn 1887 milli Steinitz og Tchigorins. Það er engin tilviljun, að slíkar að- stæður vilja oft vera samfara til- komu sterkra skákmeistara, en það er einkennileg tilviljun, að ári eftir titileinvígið skyldi þar í heiminn borinn einstaklingur, sem síðar átti eftir að hreppa það hnoss, sem um var keppt. Jose Raoul Capablanca y Grau- pera var fæddur 19. nóv. 1888. Hann lærði ungur að tefla, og fylg- ir það sögunni, að hann hafi fjög- urra ára séð föður sinn tefla við kunningja, og leikur þeirra hafi vakið athygli barnsins. Tveim dög- um síðar á hann að hafa tekið eft- ekki öll lengra að þessu sinni. í útvarpinu heyri ég nú um einn skólabróður minn, sem ég að vísu ekki þekki, að hann eigi að fara til Ástralíu að keppa í tennis í Davis-Cup, og virðist hann all- kvíðinn, sérstaklega vegna þess, að af honum er mikils vænzt.“ ir röngum riddaraleik föður síns, sem ekki vildi trúa því, er hann benti honum á það. Kvað hann soninn ekki einu sinni kunna mann- ganginn, en hann á að hafa sýnt föður sínum það svart á hvítu með því að máta hann tvisvar. Þjóðsaga segir einhver, en hvað um það, 8 ára var hann kominn í fremstu röð skákmanna Kúbu og 12 ára varð hann skákmeistari eyj- unnar. Eftir það dró hann sig í hlé og helgaði sig námi bæði heima og í New York, þar sem hann las verkfræði við Columbía-háskólann. Árið 1909 skapar hann sér heimsfrægð með því að sigra hinn þekkta skákmeistara Bandaríkja- anna Marshall í einvígi með 15—8 og aðeins einu tapi. Varð þetta til þess, að honum var boðið til stór- móta í Evrópu, sem hann þó ekki gat þegið fyrr en 1911. Var hon- um þá boðið til afar sterks móts í San Sebastian, þar sem hann hitti fyrir 14 sterkustu meistara heimsins fyrir utan heimsmeistar- ann, Lasker, sem ekki gat komið. Hann var þó ekki boðinn velkom- inn í þennan hóp útvaldra. Meðal þeirra, sem kváðu upp úr um and- úð sína á þátttöku hans, var Nim- zowich. Capablanca veitti honum og öðrum andstæðingum sínum 332 IÞRÓTTIR

x

Allt um íþróttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.