Allt um íþróttir - 01.10.1951, Page 11

Allt um íþróttir - 01.10.1951, Page 11
eftirminnilega ráðningu, bæði í einstökum skákum og með því að sigra í mótinu. Eftir þetta var hann talinn standa næstur til ein- vígis um heimsmeistaratitilinn, en ýmissa orsaka vegna dróst það um heilan áratug, aðallega vegna heimsstyrjaldarinnar. Árið 1921 gat loks orðið af ein- vígi við Lasker, en hann var þá brotinn maður á sál og líkama af völdum ófriðarins og varð það því öll önnur barátta en hefði orðið 7—8 árum áður. Þegar 14 skákum var lokið og Lasker hafði enga unnið (Capablanca 4), gafst hann upp og Capablanca tók við völdum í heimi skákarinnar. En konung- dómur hans varð ekki langvinnur. Frá því Lasker og Capablanca hittust fyrst í skákmóti í St. Pét- ursborg 1914, og þar til í skák- mótinu í New York 1927, fylgdi ungur Rússi þeim eftir eins og skuggi í öllum meiri háttar mót- um, alltaf þó í nokkurri fjarlægð. Það var Alexander Alekhine. Eftir hið mikla skákmót 1927 í New York, sem var f jórfalt mót 6 sterk- ustu meistara heimsins og Capa- blanca hafði unnið með 3Ví> vinn- ing yfir Alekhine, skoraði sá síð- arnefndi á hann til einvígis um heimsmeistaratitilinn. Fór það fram í Buenos Ayres og má vera, að vegna yfirburða sinna í N.Y.- mótinu hafi Capablanca ekki tekið einvígið alvarlega í fyrstu, því að í fyrstu skákinni beið hann lægri hlut, og tókst honum aldrei síðan að ná yfirhöndinni. Baráttan var hörð og langvinn, og í 34. skákinni náði Alekhine að komast 3 vinn- ingum yfir til að sigra (18y2— 15%). Capablanca reyndi á næstu árum að fá tækifæri til annars einvígis, en er sýnt var, að þær tilraunir væru unnar fyrir gíg, dró hann sig í hlé 1931. Helgaði hann sig þá aðallega starfi sínu fyrir utan- ríkisráðuneyti Kúbu, sem hann varð starfsmaður hjá 1913. En 1935 kom hann aftur fram á sjón- arsviðið, fyrst í smámótum í Eng- landi án sérstaks árangurs, en fyrr en varði var hann aftur kominn í fremstu röð eins og árangur hans í hinum sterku mótum í Moskva 1935 og 1936 og Nottingham 1936 sýnir: í Moskva 1935 4., vinning á eftir Botvinnik og Flohr, ári síðar á sama stað efstur, vinning á undan Botvinnik og efstur í Nottingham ásamt Botvinnik, og á undan Euwe, heimsmeistaranum, og Lasker og Alekhine. Eftir þetta tók að halla undan fæti, og í síð- asta stórmóti hans mistókst hon- um illa, hann varð 7. meðal 8 sterkustu skáksnillinga heimsins. Má segja, að það hafi verið eina skiptið, sem honum brást boga- listin í skákmóti. Hann var þá far- inn að þjást af hjartveiki, sem síð- ar varð honum að aldurtila. Capablanca lést af hjartabilun í New York 8. marz 1942. Capablanca var gæddur óvenju- lega fjölbreyttum og miklum gáf- um. Hann var hvort tveggja í senn stærðfræðingur og málamaður mikill, og hann mun hafa verið gæddur meiri og ríkari skákhæfi- ÍÞRÓTTIR 333

x

Allt um íþróttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.