Allt um íþróttir - 01.10.1951, Side 15
HEINO LIPP.
Keppir hann á nœstu Olympíuleikjum?
Á síðastliðnum fimm til sex ár-
ur hefur ekki ósjaldan verið minnzt
á nafnið Heino Lipp og þá í sam-
bandi við einhver meiri háttar
frjálsíþróttaafrek. —
Þessi Heino Lipp, sem er Est-
lendingur að uppruna, 190 cm. á
hæð og tæplega 100 kg. á þyngd,
á sér langa íþróttaþjálfun að baki
og byrjaði snemma að keppa. Þess
er minnzt, að hann tók þátt í tug-
þrautarmeistaramóti Estlanos
1940 og varð hann þá annar í röð-
inni með 5800 stig. Lipp var þá
óharðnaður unglingur, langur og
mjór.
Svo kom styrjöldin með allar
sínar „dásemdir“ og íþróttaiðkanir
lágu niðri. En strax og styrjöld-
inni lauk fréttist af Lipp, sem nú
var orðinn afbragðs kúluvarpari
og var reiknaður einna sigur-
stranglegastur á E.M. í Osló 1946.
En hvernig sem á því stóð, kom
hann ekki til keppninnar og Huse-
by varð meistari með 15.56, en
sama sumar kastaði Lipp 16.12 m.
í Moskva.
Enn meiri athygli vekur Lipp á
sér 1947, er hann þrívegis bætir
hið rúml. 10 ára met Woellkes,
fyrst í 16.66 og því næst í 16.72
og 16.73. — Margir fóru nú að
telja víst, að hann yrði fyrstur
Evrópumanna yfir 17 metra, en
svo varð þó ekki — a. m. k. ekki
ennþá! Hann sneri sér að tug-
þrautinni 1948 og öllum til mik-
illar undrunar náði hann um 600
stigum meira en Mathias, sem sigr-
aði á Ólympíuleikjunum það ár í
London. Lipp hlaut 7780 stig, sem
þá var þriðji bezti árangur í heimi
(nú fimmti). Annars er Lipp ólík-
ur öllum öðrum tugþrautarmönn-
um að þvi leyti, að hann er ekki
góður stökkvari, t. d. náði hann í
þetta skipti aðeins 6.55 í lang-
stökki og 1.70 í hástökki. En kast-
ari og hlaupari er hann aftur á
móti góður og gerir það gæfu-
muninn.
Árið 1950 var enn búizt við Lipp
IÞRÓTTIR
337