Allt um íþróttir - 01.10.1951, Síða 16
á E.M. og nú í Brússel. Hann hafði
varpað, kúlunni 16.93 og kastað
kringlunni yfir 50 m. og hafði
mesta möguleika á sigri í kúlu-
varpinu. En ljóshærði Estlending-
urinn kom ekki fram á sjónar-
sviðið. Menn spurðu — hvers-
vegna? En engin skýring var gef-
in á þessu.
Nú líður senn að Ólympíuleikj-
um og er vitanlega víða um heim
farið að leiða getur að úrslitum í
einstökum greinum. Nafnið Heino
Lipp er vissulega eitt af aðal-
umræðuefnunum, en hann er álit-
inn vera einn af þremur Evrópu-
búum, sem hafa möguleika á að
sigra í tugþrautarkeppninni. Hann
hefur einnig mikla möguleika í
kúluvarpi, því í sumar varpaði
hann lengst 16.98, sem er nýtt Ev-
rópumet.
En verður Heino Lipp með?
Hver veit?
Góður árangur.
Náðst hefur góður árangur í
nokkrum greinum frjálsíþrótta í
haust. Sigurður Júlíusson F.H.,
varpaði kúlu 14.38 m., sem er
fimmti bezti árangur hér á landi
í ár. Kristleifur Magnússon Í.B.V.
stökk 14.50 í þrístökki, sem er
bæði bezti árangur í ár og það
lengsta, sem Kristleifur hefur
stokkið. Sigurjón Ingason kastaði
sleggju 43.92 m.
^preijttu.
/
*9
Sá, sem getur svarað 8 spurn-
ingum rétt, hefur góða þekkingu
á íþróttum og íþróttamálum.
1. Hvaða félag notar skamm-
stöfunina Í.M.?
2. Hver varð annar í 100 m. hl.
á Ólympíuleikjunum í Los
Angeles 1932?
3. Hvaða bæjarfélag hafði bezta
útkomu í samnorænu sund-
keppninni?
4. Hvort var J. Verdeur ólympíu-
meistari í 200 m. bringusundi
eða 100 m. baksundi?
5. Hver hefur náð næstbezta
tíma í heimi í 10 km. hlaupi?
6. Hvaða félag sigraði í fyrsta
körfuknattleiksmóti hér á
landi?
7. Hvaða ár var Meistaramót ís-
lands í frjálsíþróttum háð
fyrst?
8. Hvað heitir maðurinn, sem
flytur íþróttaþátt útvarpsins?
9. Hver átti íslandsmetið í tug-
þraut áður en Örn Clausen
tók það?
10. Hvað hlaut Torfi Bryngeirs-
son mörg prósent í atkvæða-
greiðslunni um íþróttamann
ársins 1950?
Svör á bls. 345.
338
IÞRÓTTIR