Allt um íþróttir - 01.10.1951, Page 20
íslenzkir íþróttamenn XIII:
Valdimar Örnólfsson
Frá því ég fyrst tók að iðka
íþróttir, hafa þær ætíð verið mér
kærar, enda veitt mér margar glað-
ar stundir. Því er mér ekki á móti
skapi að gera hér stutta grein fyr-
ir þeim kynnum, er ég hef haft til
þessa af íþróttum og skoðun minni
á gildi þeirra og gagnsemi.
Ég er fæddur vestur í Súganda-
firði 9. febr. 1932, og ólst þar upp
til þrettán ára aldurs, en þá flutt-
ist ég til Reykjavíkur. Hef síðan
átt þar heima.
Úti á landi, í þorpum og sveit-
um, eru skemmtanir heldur fá-
breyttar, á móts við það, sem er í
borgum og kaupstöðum. Þannig
var það heima í Súgandafirði, þeg-
ar ég ólst þar upp. Þar voru
skemmtanir yfirleitt ekki lagðar
upp í hendurnar á okkur krökk-
unum, en því betur kunnum við
að meta allt það, sem við gátum
sjálf gert okkur til gamans. Þar
voru því leikir og íþróttir vel þeg-
ið viðfangsefni, eins og nærri má
geta. Mér er margt minnisstætt
frá þessum árum, ekki sízt vetrar-
leikirnir. Skíði og skauta lærðum
við strákamir fljótt að nota, enda
ágæt skilyrði til þess í því vetrar-
ríki, sem þar er. Leikni var reynd-
ar ekki mikil í meðferð skíðanna,
við renndum okkur beint af aug-
um, því að annað kunnum við ekki,
og oftast voru tækin fremur frum-
stæð. Væri mjög æskilegt, að allir
íþróttakennarar gætu kennt und-
irstöðuatriði skíðaíþróttar, svo al-
menn sem hún er nú orðin, en mjög
hefur á það skort hingað til.
Leikfimi var líka mikið stund-
uð vetrartímann, bæði í skólanum
og hjá íþróttafélaginu. Nutum við
oft afbragðs kennara, sem kunnu
að halda vakandi áhuga okkar á
þessari sígildu íþrótt.
Undirstaða sú, er ég hlaut
IÞRÓTTIR
342