Allt um íþróttir - 01.10.1951, Qupperneq 27

Allt um íþróttir - 01.10.1951, Qupperneq 27
sambandinu til varðveizlu. Þetta hefur einnig aukið andúð þá, sem nú ríkir hjá Dönum og Norðmönn- um á áhugamannareglum Svía. Norðurlandakeppnin í ár hefur borið það með sér, að jöfnuður sé að komast á með landsliðunum, þau norsku og finnsku hafi á upp- leið mætt þeim dönsku og sænsku á niðurleið. En hvort komið sé á „status quo“, er enn ekki hægt að segja neitt um. Svíar hafa ekki síðan árið 1937 fengið svo slæma útreið í keppninni sem í ár, og munaði sannarlega ekki miklu, að þeir yrðu neðstir með ekkert stig, því að svo nærri voru þeir ósigri gegn Finnum. En í hinni 4ra ára keppni um postulínsvasa, sem danska knattspyrnusambandið gaf 1948, höfðu Svíar þegar svo mik- ið forskot (sjá nóv.-heftið í fyrra), að þeir voru öruggir, hvemig sem færi. Endanleg úrslit í keppninni um Norræna bikarinn urðu: Svíar ..... 12 7 2 3 36-22 16 Danir...... 12 7 0 5 19-15 14 Norðmenn . . 12 5 3 4 23-24 13 Finnar..... 12 1 3 8 11-28 5 Frá leik Svía við Finna er skýrt í þættinum um Finnland. Leikur- inn við Norðmenn fór fram í Gautaborg 30. sept. Þá varð ljóst, á hvaða stöðum „útflutningurinn" hefur bitnað harðast, en það er á „tríóinu". Svíar verða nú að viður- kenna þann bitra sannleika, að þeir eigi ekki eftir innherja á borð við Norðmenn og jafnvel Finna. Sví- amir léku mjög vel úti á miðjum vellinum og sköpuðu sér mun fleiri tækifæri en Norðmennimir, en skotin voru ömurleg. Sérstaklega hefur Áke Jönsson, sem lék mið- framherja hér í sumar, v. innh., verið gagnrýndur fyrir léleg skot. Nálgast það, að honum sé kennt um ósigurinn! Boye-Karlsen skor- aði úr vítaspymu eftir 7 mín. og Dahlen skoraði aftur á sömu mín- útunni, en eftir stundarfjórðung höfðu Svíar jafnað: Rydell skor- aði á 13. og Lindh með vítaspymu á 22. mín. Mikill hraði var í leikn- um, sem var vel leikinn og tví- sýnn til síðustu stundar. Rydell skoraði svo aftur eftir 52 mín., en Bredesen, sem talinn var snjall- asti leikmaðurinn á vellinum, jafn- aði 12 mín. síðar. Á 71. mín. fengu Svíar aftur á sig vítaspyrnu og skoraði Boye-Karlsen sigurmarkið, markið sem færði Norðmönnum Norðurlandatitilinn 1951. Eftir hina einstöku sigurför Malmö í Allsvenskan er það nokk- ur tilbreyting að fá þar svolítil umskipti. Eftir hvarf Nordahls-bræðranna, Sundquists og Liedholms til ítalíu hafa Norrköpings-Kamratema átt misjafna ævi, duttu eitt sinn nið- ur í 12. sæti um tíma. Á síðasta leiktímabili varð vart framfara og aukinnar festu í liðinu, en fáa mun hafa grunað, að liðið mundi geta skotið MFF aftur fyrir sig. Liðið er nú skipað ungum leik- mönnum að mestu, og hefur því tekizt að tileinka sér Vínarstílinn. Norrköping hefur eins og önnur sterkari félaga Svía allar klær úti til að lokka til sín efnilega leik- menn úr neðri deildunum. Einkum IÞRÓTTIR 349

x

Allt um íþróttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Allt um íþróttir
https://timarit.is/publication/1115

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.