Fréttatíminn - 30.01.2015, Qupperneq 12
Þegar lækn-
irinn spurði
pabba hve-
nær hann
myndi vilja
deyja svar-
aði pabbi:
„Strax. Sem
allra fyrst.“
Við gerum tilboð fyrir stærri þorrablót
Nánar á noatun.is
H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t
Pabbi fékk
að deyja
með reisn
Faðir Ingridar Kulhman var einn þeirra fyrstu í heim-
inum sem fékk ósk sína um líknardauða uppfyllta á
löglegan hátt. Ingrid var búsett í Hollandi með fjöl-
skyldu sinni þegar faðir hennar glímdi við banvæn
veikindi en Holland var fyrsta landið til að lögleiða
líknardauða. Faðir hennar var lengi sárþjáður af
verkum og hafði ítrekað beðið um að fá að deyja.
Líknardauði er ekki löglegur á Íslandi en húmanista-
félagið Siðmennt hélt í gær málþing um líknardauða
þar sem Ingrid var meðal frummælenda.
F aðir minn var einn af þeim fyrstu í heiminum sem fékk ósk sína um líknardauða upp-
fyllta á löglegan hátt,“ segir Ingrid
Kulhman, framkvæmdastjóri Þekk-
ingarmiðlunar. Faðir hennar, Ton
Kuhlman, sem var hollenskur ríkis-
borgari lést þann 11. apríl 2002 en
lög sem heimila líknardauða tóku
gildi í Hollandi 10 dögum fyrr. „Það
var erfitt að horfa upp á veikindi
hans versna og að vita hversu mik-
ið hann þjáðist. Undir það síðasta
var hann orðinn um 50 kíló, rúm-
liggjandi og þurfti aðstoð við allar
athafnir. Hann talaði sjálfur um að
honum fannst hann ekki geta hald-
ið reisn sinni og að hans heitasta
ósk væri að deyja með reisn. Hann
sagði oft að þetta væri ekkert líf
sem hann lifði og að hann myndi
ekki óska sínum versta óvini að
vera í sömu stöðu,“ segir Ingrid.
Hún hélt erindið „Pabbi vildi fá að
deyja“ á málþingi um líknardauða
sem haldið var á vegum Siðmenntar
í gær, fimmtudag.
Holland var fyrsta ríki heims til
að heimila læknum að binda endi á
líf sjúklings. Amma Ingridar lést úr
krabbameini eftir erfiða banalegu
árið 1997 og í kjölfarið fylltu foreldr-
ar Ingridar út svokallaða lífsskrá
þar sem óskum fólks varðandi með-
ferð við lífslok er komið á framfæri
geti viðkomandi ekki tekið ákvörð-
unina síðar vegna líkamlegra eða
andlegra veikinda. „Það er mikið
og langt ferli sem fer í gang þegar
óskað er eftir líknardauða í Hol-
landi. Sjúklingur þarf að vera hald-
inn ólæknandi sjúkdómi, hann þarf
að hafa gert lífsskrá og vera með
óbærilega verki sem er ekki hægt
að lina. Eftir á er síðan nefnd sem
fer yfir hvort rétt og eðlilega hafi
verið staðið að framkvæmdinni,“
segir hún.
Veikburða og þjáður
Faðir Ingridar greindist með heila-
æxli árið 1999 og voru engar horfur
um bata. „Þetta byrjaði þannig að
læknarnir héldu að hann væri með
eyrnabólgu. Þeir fundu ekkert en
verkurinn ágerðist. Hann byrjaði
að lamast í andliti og eftir fjóra til
fimm mánuði var andlitið orðið
mjög skakkt af lömun. Það var ekki
fyrr en þá sem æxlið fannst eftir að
hann fór í röntgen- og sneiðmynda-
tökur. Æxlið var á stærð við hálfa
Mentos-rúllu og þannig staðsett
að ekki var hægt að fjarlægja það
en æxlið þrýsti á taugar þannig að
þessu fylgdi lömun og miklir verkir.
Læknar voru ráðþrota,“ segir Ing-
rid.
Faðir hennar fór í fjölda með-
ferða, meðal annars geislameð-
ferð en æxlið minnkaði ekki heldur
þvert á móti. „Ástand hans versn-
aði gríðarlega næstu misserin og
um páskana 2002 fékk hann háan
hita. Hann var þá löngu hættur að
geta borðað fasta fæðu, búinn að
léttast um 25 kíló. Geislameðferðin
hafði eyðilagt barkalokuna þann-
ig að hann gat ekki kyngt og undir
það síðasta gat hann ekki drukkið
heldur bara bleytt tunguna í vatni.
Hann var samt alltaf með rænu og
meðvitund, þrátt fyrir alla verkina
sem sterkustu verkjalyf bitu ekki á
og sagði endurtekið við okkur: „Ég
get ekki meir. Ég er tilbúinn til að
fara. Ég vil ekki meir.“
Sálarstríð læknisins
Miklu máli skipti að faðir hennar
hafði fyllt út lífsskrá þegar hann
var við betri heilsu en þó löglegt
hafi verið orðið fyrir lækni að veita
líknardauða þurfa læknar ekki að
gera það ef það stríðir gegn sann-
færingu þeirra. „Læknirinn getur
alltaf neitað og auðvitað er þetta
erfitt fyrir lækninn. Konan sem
hafði verið heimilislæknir okkar í
tvo áratugi háði sitt sálarstríð. Eftir
að hún ræddi við pabba undir fjögur
augu, og svo eftir að annar læknir
ræddi við hann í einrúmi, var beiðni
hans samþykkt. Sjúklingar þurfa að
endurtaka beiðnina mörgum sinn-
um og í einrúmi svo hún komi ekki
fram undir þrýstingi eða hvatningu.
Þegar læknirinn spurði pabba síðan
hvenær hann myndi vilja deyja svar-
aði hann: „Strax. Sem allra fyrst.“
Það var ekki hægt að koma þessu
við en næsta dag, áður en hann fékk
sprautu, spurði læknirinn aftur og
pabbi sagði það sama.“
Skáluðu fyrir honum
Ingrid segir að kannski komi það
öðrum undarlega fyrir sjónir en öll
fjölskyldan hafi verið mjög sátt við
þessa ákvörðun. „Hann dó með reisn,
í því umhverfi sem hann vildi, á þann
hátt sem hann vildi. Þetta er spurn-
ing um sjálfsákvörðunarrétt yfir eig-
in líkama. Þetta var skrýtinn dagur.
Öll fjölskyldan var hjá honum. Hann
sofnaði af fyrstu sprautunni og síðan
kom lokasprautan. Þetta var falleg
dánarstund og andlitið friðsælt. Við
spiluðum ljúfa tónlist, uppáhalds tón-
listina hans, og skáluðum svo fyrir
honum eins og hann hafði beðið okk-
ur að gera. Í lögum um dýravernd
segir að ekki megi láta þau þjást og
að þau skuli aflífa „á skjótan og sárs-
aukalausan hátt“ en það sama á ekki
við um fólk.“
Ingrid gerir sér grein fyrir að sitt
sýnist hverjum þegar kemur að líkn-
ardauða og vonast hún einfaldlega til
að umræðan verði opnari um þessi
mál hér á landi. „Dauðinn er tabú.
Það er ekki mikið rætt um dauðann
en það er mikilvægt að umræðan opn-
ist. Fólk þarf ekki að vera sammála en
allar skoðanir mega heyrast.“
Erla Hlynsdóttir
erla@frettatiminn.is
Hlynnt sjálFsákvörðunarrétti
„Í grunninn er Siðmennt hlynnt sjálfs-
ákvörðunarrétti fólks og við erum
þannig jákvæð fyrir því að fólk geti
valið líknardauða ef svo ber undir,“
segir Jóhann Björnsson, heimspekingur
og stjórnarmaður í Siðmennt – félagi
siðrænna húmanista á Íslandi. „Það eru
hins vegar ýmsir þættir og aðstæður
í hverju tilviki sem þarf að meta því
þetta er afar flókið mál og erfitt að
gefa út einhverja eina línu í því,“ segir
hann. Jóhann var einn frummælenda á
málþingi sem bar yfirskriftina „Að deyja
með reisn – líknardauði“ sem haldið
var á vegum Siðmenntar á Hótel Sögu í
gær. Málþingið er hluti af afmælisdag-
skrá Siðmenntar í tilefni af 25 ára af-
mæli félagsins í ár. „Þeir viðburðir sem
við höfum staðið fyrir snúast um mál
sem snerta mjög marga og hafa heim-
spekilegt inntak. Fyrst og fremst viljum
við skapa umræðu um líknardauða og á
málþinginu bjuggum við til vettvang til
þess,“ segir hann.
Á síðasta ári stóðu Landssamband
eldri borgara, Öldrunarráð og Samtök
fyrirtækja í öldrunarþjónustu fyrir
ráðstefnu um líknardauða og líknandi
meðferð. Meðal frummælenda þar
var formaður samtaka eldri borgara
í Hollandi, Jaap van der Spek, en þar
er líknardauði hluti af heilbrigðisþjón-
ustunni og lagði hann meðal annars
áherslu á að skýr löggjöf er um líknar-
dauða í Hollandi og ströng viðurlög við
því ef ekki er farið að þeim.
Hvað er líknardauði?
Líknardauði er mannúðleg leið til að
hjálpa sjúklingi með ólæknandi ban-
vænan sjúkdóm að deyja að eigin ósk.
Gríska hugtakið „evþanasia“ þýðir ein-
faldlega „góður dauðdagi“ en enska
orðið „euthanasia“ yfir líknardauða
er dregið af því gríska. Við líknar-
dauða hefur sjúklingur tekið afstöðu
á meðan hann er með fullri rænu.
Ekki er heimilt að veita líknardauða
hér á landi. Algengt er að hugtakinu
sé ruglað saman við líknandi meðferð
sem felst í að bæta lífsgæði sjúklinga
með banvæna sjúkdóma.
Hvað er líFsskrá?
Lífsskrá er gerð þegar fólk er til þess
hæft og getur metið kosti sem til
greina koma, verði viðkomandi svo
andlega eða líkamlega skaðaður að
litlar eða nær engar líkur séu taldar
á bata eða á því að unnt sé að lifa
innihaldsríku lífi á ný. Eyðublað fyrir
lífsskrá má nálgast á vef embættis
landlæknis. Ekki er heimilt að veita
líknardauða hér á landi.
Ingrid Kuhlman.
Ton Kulhman, faðir Ingridar, rétt áður
en honum versnaði mjög og ári áður en
hann lést.
Ingrid með föður
sínum í kring um
1988 þegar allt
lék í lyndi. Áratug
síðar greindist
hann með heila-
æxli og lést
líknardauða árið
2002.
12 úttekt Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015