Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.01.2015, Side 26

Fréttatíminn - 30.01.2015, Side 26
LEIKFÖ GI FÆRÐU Í KRU A UU UU U U Miniland® framleiðir spennandi, skemmtileg og fræðandi leikföng fyrir börn á öllum aldri. /krumma.is www.krumma.is Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 Sveinn Óskar ásamt föður sínum, Hafliða Alfreð Karlssyni, tveimur mánuðum áður en hann lést. Mynd úr einkasafni Bjargaði sex mannslífum Bræðurnir Hafliði Alfreð Karlsson og Þorsteinn Karlsson létust báðir langt fyrir aldur fram á sama sólarhringnum í desember 2013. Þeir höfðu margoft rætt við fjölskyldu sína um líffæra- gjöf og vildu báðir gefa líffæri sín ef til þess kæmi. Líffæra- gjöf Hafliða bjargaði 6 manneskjum en ekki var hægt að nýta líffæri Þorsteins vegna þess hversu snögglega hann lést. Sonur Hafliða, Sveinn Óskar, hvetur fjölskyldur til að ræða þessi mál opinskátt. E instaklingar með fjölskyldu og ástvini, rétt eins og við, fengu að lengja líf sitt ein- ungis vegna þess að pabbi var góð- ur maður og við fylgdum hans hug- sjónum fram undir það síðasta,“ segir Sveinn Óskar Hafliðason sem missti föður sinn, Hafliða Alfreð Karlsson, þann 6. desember 2013. Fjölskyldan hafði margoft rætt um líffæragjafir og alltaf komist að sömu niðurstöðu. „Ef þessi aðstaða kemur upp þá vill maður að sjálf- sögðu hjálpa með líffæragjöf. Þeg- ar það kemur svo að því að kveðja einhvern sem maður elskar svona heitt, vitandi það að eina ástæðan fyrir því að hann „andar“ enn er að vélar halda honum gangandi svo einhver annar geti fengið úr honum varahluti, verður ákvörðunin mun erfiðari,“ segir hann. Sveinn skrifaði pistil um reynslu sína þegar hann fékk þær fréttir fyrir rúmu ári að líffæragjöf föður hans hefði bjargað 6 manneskjum. Um svipað leyti skapaðist mikil um- ræða um líffæragjafir eftir að Skarp- héðinn Andri gaf líffæri sín og var Sveinn sannfærður um að það yrði vitundarvakning í þessum málum. Faðir Sveins vaknaði upp þann 5. desember árið 2013 við símtal og fékk þá þær fregnir að Þorsteinn Karlsson, bróðir hans, hefði lent í slysi og væri alvarlega slasaður á Landspítalanum. Ekki leið á löngu þar til Þorsteinn var úrskurðaður látinn. „Systkini Steina voru öll í miklu áfalli inni í aðstandendaher- berginu þegar læknir kemur inn og spyr þessarar erfiðu spurning- ar sem kemur ávallt upp í þessum aðstæðum: „Hefði Þorsteinn viljað gefa úr sér líffæri?“ Systkinin voru ekki lengi að taka ákvörðun, hann hefði að sjálfsögðu viljað gefa úr sér líffæri. Pabbi fór þar fremstur í flokki enda maður sem lagði alla tíð áherslu á að gefa af sér og hjálpa náunganum. Steini var litli bróðir pabba og þeir voru mjög nánir, hann átti engin börn og var einstæður þegar hann lést. Áfallið tók svo á pabba að hann hné niður á gjörgæsludeildinni. Hann hafði fengið alvarlegt heila- blóðfall,“ segir Sveinn. „Mamma reyndi að halda ró sinni en skiljan- lega gekk það ekki. Hún hafði misst mág sinn og eiginmaður hennar til 35 ára var í lífshættu. Ég var á barmi taugaáfalls þegar ég loksins áttaði mig á því að Steini frændi, sem var mér eins og bróðir, væri dáinn og pabbi væri hugsanlega að fara sömu leið,“ segir hann. Rúmum sólarhring síðar var pabbi hans úrskurðaður látinn eftir ítrekaðar tilraunir til að vekja hann. „Við sátum öll saman í aðstandenda- herberginu þegar læknirinn kom inn. Ég vissi strax hvert erindið var, enda höfðum við rætt þetta fram og aftur í ljósi þess að sama umræða hafði átt sér stað sólarhring áður við fráfall Steina. Mömmu fannst ekki auðvelt að segja já, enda er það mun erfiðara þegar á hólminn er komið. Mamma sagði eina setn- ingu sem fékk mig meira að segja til að efast, ég sem trúi ekki á Guð eða Jesú eða neinn æðri mátt, ef því er að skipta: „Hvað ef Hafliði minn verður svífandi um á himnum með ekkert hjarta?“ Fjölskyldan vissi þó hver vilji Haf liða var og auðveldaði það ákvörðunina. „Ég bið ég ykkur um að ræða þessa hluti við ykkar nánustu, ímynda ykkur aðstæð- urnar og ákveða, að sama hversu erfið ákvörðunin verður, segið já, og bjargið mannslífum í leiðinni,“ segir Sveinn. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is V ið vorum virkilega heppin. Lífið hófst fyrst hjá Auði eftir að hún fékk nýja lifur,“ segir Ásdís Ásgeirsdóttir, móðir Auðar Valdimarsdóttur sem fæddist árið 2002 en fljótt varð ljóst að hún var með lifrarsjúkdóm sem myndi eyðileggja lifrina. „Það var reynt að skera hana upp 5 vikna gamla en það gekk ekki upp. Til stóð að reyna að bíða með lifrarskipti þar til hún yrði tveggja ára gömul því það væri svo erfitt að setja líffæri í svo lítið barn en síðan var ákveðið að við myndum fara fyrr á biðlista,“ segir Ásdís. Fjölskyldan öll, báðir foreldrar Auðar og tvær systur hennar, 4 og 6 ára, flutti til Pittsburgh í Banda- ríkjunum 1. júní 2003 þar sem Auð- ur fór á biðlista, 8 mánaða gömul. „Hún var mjög heppin og þurfti ekki að bíða nema í örfáar vikur. Þegar við fengum símtalið var heilt teymi af læknum í flugvél að sækja lifr- ina. Upphaflega voru þeir á leiðinni að sækja lifur og þarma, en þegar skipta á um hvoru tveggja þarf það að koma frá sama einstaklingnum. Þarmarnir voru hins vegar dæmdir ónýtir og þá var Auður okkar næst á listanum.“ Ásdís segir að Auður hafi verið afar veikburða, hún hafi verið orð- in grængul á litinn, nærðist ekki og varla óx. „Læknirinn lýsti þessu þannig að þetta hafi verið eins og að opna ormagryfju og hún hafi verið grænleit að innan. Lifrin byrjaði síð- an strax að virka og aðeins þremur dögum síðar settist hún upp, nokkuð sem hún hafði aldrei áður gert. Hún byrjaði strax að taka við næringu og þetta var bókstaflega nýtt líf.“ Lifrin sem Auður fékk var úr litlu barni sem hafði látist og en fjölskylda barnsins óskaði eftir því við sjúkra- húsið að fá upplýsingar um hversu mörg börn hefðu bjargast vegna líf- færagjafanna og hversu mörg systk- ini þau ættu. „Þau vildu fá að segja frá því í jarðarförinni hversu margar fjölskyldur hefðu eignast nýtt líf.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Fékk lifur úr barni Ásdís Ásgeirsdóttir ásamt dóttur sinni Auði Valdimarsdóttur, 12 ára, sem fékk nýja lifur aðeins 8 mánaða gömul. Mynd úr einkasafni Framhald á næstu opnu 26 úttekt Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.