Fréttatíminn - 30.01.2015, Síða 32
Hrútur, ljón, snákur og dreki
É
Ég komst að því í síðasta tölublaði Frétta-
tímans að ég fæddist á ári drekans,
samkvæmt gamla kínverska tímatalinu.
Ég hef farið í gegnum lífið án þessarar
vitneskju, hélt bara að ég væri ljón, sam-
kvæmt þeirri stjörnuspeki og stjörnuspám
sem við sjáum í dagblöðunum. Miðað við
þessar upplýsingar er ég bæði dreki og
ljón. Minna má það ekki vera.
Persónuleiki drekans var skilgreindur
í þessari samantekt Fréttatímans en þar
sagði að hann væri sérvitur, klár, stoltur
og lífsglaður. Það má bærilega við þá lýs-
ingu una. Meðal frægra dreka sem taldir
voru upp í blaðagreininni voru mann-
réttindafrömuðurinn Martin Lúther King
og bítilinn magnaði, John Lennon. Ekki
ætla ég mér að líkja mér við þessa snill-
inga en fyrir liggur að örlög beggja voru
dapurleg. Aðrir drekar sem komust á blað
lifa hins vegar góðu lífi, leikkonan kunna
Reese Witherspoon og landar mínir
Ragnar Kjartansson myndlistarmaður,
Katrín Jakobsdóttir stjórnmálaforingi og
trúbadúrinn og lagahöfundurinn Bjartmar
Guðlaugsson.
Í sömu grein sá ég að minn betri helm-
ingur fæddist á ári snáksins, samkvæmt
þessu kínverska tímatali. Þess utan veit
ég að hún er fædd í hrútsmerkinu, sam-
kvæmt fyrrnefndri stjörnuspeki. Hún er
því snákur og hrútur í senn. Persónuleiki
snáksins er ekki síðri en drekans, sam-
kvæmt því sem lesa mátt í blaðinu en þar
var snákurinn sagður vitur, mjúkmáll,
samúðarfullur og hugsuður. Frægir snák-
ar, eða þeir sem fæddust á ári snáksins,
eru meðal annarra John F.
Kennedy Bandaríkjafor-
seti, sem hlaut dapurleg
örlög ekki síður en þeir
King og Lennon, en sem
betur fer eru þar aðrir
sprell-
lifandi,
söngva-
skáldið
Bob
Dylan,
knatt-
spyrnu-
goðið
Gylfi Þór
Sigurðs-
son og
söngdívan
Björk.
Þetta
kínverska
tímatal á
sér meira
en fjögur
þúsund ára
sögu, sagði
í Fréttatíma-
greininni,
en í kínverska
dýrahringnum eru
12 dýr. Byggir hann
á fimm frumefnum; eldi,
lofti, járni, vatni og viði. Hvert
dýr er sagt hafa áhrif á þann
sem fæðist á ári þess, sagði
enn fremur. Ekki veit ég um
það hót, þótt mér beri vitaskuld að trúa því
sem í Fréttatímanum stendur. Grun hef ég
um að blaðamaðurinn sem frá greininni
gekk hafi þýtt hana og viti lítið meira um
þessa kínversku speki en undirritaður.
Sama gildir um vitneskju mína um
stjörnuspeki. Sumir lesa sér stjörnuspár
til gamans, hvort heldur þær eiga við dag-
inn í dag, komandi viku, mánuð eða ár.
Hvort einhver trúir á stjörnuspána veit ég
ekki – en eflaust eru þeir til.
Samt vona ég að menn fari ekki bókstaf-
lega eftir því sem í stjörnuspám stendur,
það er ekki víst að allt sem þar stendur
fylgi nákvæmlega réttum degi, að minnsta
kosti ekki alls staðar. Minn betri helm-
ingur þýddi árum saman stjörnuspár
fyrir dagblað sem ég starfaði við. Þessar
stjörnuspár keypti blaðið af erlendu fyrir-
tæki sem jafnframt dreifði myndasögum
– sem mín ágæta kona þýddi einnig. Fyrir
tíð tölvualdar fór ég samviskusamlega
með þýðingar hennar að heiman á vinnu-
staðinn þar sem setjarar tóku við efninu
og komu því sína leið í blaðið. Þar sagði
frá því hvernig dagur viðkomandi yrði
og gjarnan bætt við happatölum dagsins.
Líklegt er, án þess þó að ég hafi fyrir því
beinar sannanir, að ýmsir hafi nýtt sér
happatölurnar á lottómiða sína. Aldrei
heyrði ég þó af neinum sem fékk lottó-
vinning út á þær.
Þegar blaðið tók upp tölvutækni keypti
frúin sér sína fyrstu tölvu og ég var reglu-
lega sendur með disklinga á vinnustaðinn
með stjörnuspánum og myndasöguþýð-
ingunum. Allir undu sáttir við sitt, sú sem
þýddi og hinir sem lásu stjörnuspárnar
og myndasögurnar. Ég viðurkenni að ég
fylgdist ekki náið með því hvort þýðing-
arnar sem áttu við ákveðinn dag birtust
akkúrat þann dag. Taldi það raunar ekki
skipta neinu máli. Þetta var að mínu viti
alltaf sama spáin, með mismundandi orða-
flúri.
Þess vegna held ég að það hafi ekki
gert mikið til þótt við hjónakornin höfum
gripið til örþrifaráðs, síðustu misseri
þess ágæta blaðs sem ég vann við þá – og
svindlað svolítið. Það var einfaldlega þann-
ig að það harðnaði á dal blaðsins fjárhags-
lega og þá varð eitthvað undan að láta.
Stjörnuspárnar voru fráleitt mikilvægasta
efni blaðsins en það kostaði peninga að
kaupa þær utanlands frá. Það er óhætt að
viðurkenna þetta smásvindl núna, þegar
svo langt er um liðið, en minn betri helm-
ingur hélt áfram að útbúa stjörnuspárnar
þótt ekkert bærist efnið frá útlandinu.
Hún einfaldlega fléttaði saman áragöml-
um stjörnuspám úr blaðinu – og skutlaði
inn nýjum happatölum. Enginn kvartaði
enda voru stjörnuspárnar ekkert síðri frá
hennar hendi en útlenda dreifing-
arfyrirtækinu. Ég heyrði að
vísu ekki af neinum sem
vann lottóvinning á
heimagerðu happa-
tölurnar en það var
svo sem engin
breyting.
Þetta
gerðum við,
hrúturinn og
ljónið – eða
snákurinn
og drekinn
– þegar
blaðið
góða
átti ekki
lengur
fyrir að-
keyptum
stjörnu-
spám,
hrúturinn
setti
þær
sam-
an
eins
og
ekkert hefði
í skorist og ljónið flutti
disklingana á sinn stað, rétt eins
og verið hafði.
Það er því ekki úr vegi að kanna,
með aðstoð Gunnlaugs Guðmunds-
sonar stjörnuspekings, hvernig sam-
starf hrúts og ljóns er þegar kemur að
svona reddingum. „Til að báðum líði vel
í sambandinu þarf lífsstíll þeirra að vera
líflegur og skemmtilegur. Þau þurfa
spennu og nýjungar,“ segir stjörnuspek-
ingurinn.
Þar birtist það svart á hvítu. Heima-
gerðu stjörnuspárnar, sem komu að vísu
ekki til af góðu, virðast hafa verið gerðar
með þessum hætti til að skapa spennu
í hjónabandi hrúts og ljóns, samkvæmt
úrskurði stjörnuspekingsins. Hvort það
sama á við um snák og dreka skal ósagt
látið.
Hafi einhver farið á vonlaust stefnumót
í framhaldi af stjörnuspá þessara löngu
liðnu missera – eða tapað aurum í lottó-
spili vegna uppdiktuðu happatalnanna
– þá verður bara svo að vera, en það er
kannski ekki of seint að biðjast velvirð-
ingar!
Jónas
Haraldsson
jonas@
frettatiminn.is
HELGARPISTILL
Te
ik
ni
ng
/H
ar
i
32 viðhorf Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015